Vikan


Vikan - 10.05.1945, Page 12

Vikan - 10.05.1945, Page 12
12 VIKAN, nr. 19, 1945 hverri mínútu, svo hvislaði hann: „Ég held, að við ættum að leika Eden og Alayne." Renny brosti í laumi. „Ágætt. Hver á ég að vera?“ Wake hugsaði sig aftur um yndislega syfjaður og andaði að sér þessari góðu lykt af tóbaki og Windsorsápu, sem Renny ilmaði af. „Ég held, að það sé bezt, að þú sért Alayne,“ hvíslaði hann. Renny hugsaði líka dálitla stund um þettr Það var mikið vandamál, en svo sagði hann- „Ágætt, byrjaðu þá!“ Það var þögn í hálfa mínútu; svo hvíslaði Wakefield um leið og hann sneri upp á hnapp á náttfötum Rennys: „Þú verður að byrja Renny. Segðu eitthvað.” Renny sagði ísmeygilegur: „Elskar þú mig, Eden?" Wake skellihló, en svo svaraði hann alvarleg- ur: „Já, ákaflega, ég skal kaupa allt, sem þig langar í handa þér. Hvað langar þig í?“ „Mig langar í bíl og rafmagnsbrauðrist — og fjaðrakraga." „Ég skal kaupa það allt handa þér á morgun. Er það nokkuð meira, sem þig langar í, elskan mín?“ „Já — á. Mig langar til að sofa." „Nei, það gengur ekki,“ sagði Wake. „Konur sofna ekki svona fljótt." En þessi kona gerði það samt. Eina svarið, sem Wake fékk, voru lágar en greinilegar hrotur. Augnablik var Wake mjög sár, en það hafði sefandi áhrif á hann, hvað Renny andaði hægt og rólega. Hann skreið nær honum, og brátt svaf hann líka vært. XHI. KAFLX. Finch. Koma Alayne hafði haft mikil áhrif á Finch. Hún var svo ólík nokkurri annari, sem hann þekkti; hann var fullur undrunar og aðdáunar; fyrstu nóttina gat hann alls ekki hætt að hugsa um hana. Andlit hennar var á milli hans og þurru blaðsiðanna, sem hann sat boginn yfir. Hann stóð upp, þegar hann var í miðju reikningsdæmi, og læddist niður í miðjan stigann, til þess að sjá hana í gegnum dymar, sem voru opnar inn í stof- una, þar sem fjölskyldan sat og var að spila á spil. Honum fannst nærvera hennar i húsinu vera eins og eitthvað yndislegt og undursamlegt, eins og óvæntur hljómur. Hann langaði til að snerta kjól hennar, sem var úr efni, sem hann hafði aldrei áður séð, og litnum gat hann ekki lýst. Hann langaði til þess að koma við hendur hennar, sem vom svo fin- gerðar, en samt sterklegar. Á meðan hann sat beygður yfir lexíunum í óhirðusamlega svefnherberginu, fóm undarlegar hugsanir og sýnir að dansa fyrir augum hans. Svalur blær kom inn um gluggann og bar með sér ilm af rakri jörð og föllnu laufi; tvær visnar greinar strukust við rúðuna; þær vom líkastar beinagrind, sem væri að berjast um með hand- leggjunum. Hvað þýddi þetta allt? Hvers vegna lifði hann i þessari ringulreið af andlitum, röddum og und- arlegum hljóðum. Hver mundi nokkum tíma elska hann eins og Alayne elskaði Eden? Engin, það var hann sannfærður um. Hann tilheyrði fremur þessum einmanalegu, óhugnanlegu hljóð- um, sem komu inn um gluggann, en hlýjum hand- leggjum og heitum vömm. Hann hugsaði eitt andartak um það, hvemig það mundi vera að kyssa konu Edens á munn- inn. Hann var niðursokkinn í hyldýpi draumanna og studdi hendumar við höfuðið. Hans önnur vera, hvít og gagnsæ losnaði í brjósti hans og sveif fyrir framan hann í ljósgrænu skini ljósvakans. Hann horfði á þessa vem með vaxandi hrifningu. Við og við hvarf hún næstum, og stundum var hún mjög nærri honum og gaf honum merki um að fylgjast með. Hann þrýsti höndunum að aug- unum og nuggaði þau og reyndi að sjá andlit hinnar verunnar. En það var ekki hægt. Hvað var hann? Hvers vegna vom þau héma, þetta fólk í þessu húsi, sem var kallað Jalna? Hvað var Jalna? Hann vissi vel, að húsið hafði sál. Hann hafði heyrt hana andvarpa, þegar hún sveif um húsið á nóttinni. Hann hélt, að þau, sem vom látin, faðir hans og báðar konur hans og litlu bömin kæmu saman undir þaki Jalna, til þess að styrkja sig til þess að fá i sig anda Jalna. Þau komu fast upp að honum, hæddu hann — afi hans í herforingjabúningi og bömin í síðum, hvítum kjólum. Hann var með hjartslátt, og vangar hans vom brennandi, hendur hans vom rakar og kaldar. Hann stóð upp og lét bækumar detta á gólfið og gekk að glugganum. Hann kraup niður og hvíldi höfuðið á gluggakistunni, um leið og hann teygði handleggina út í rigninguna, svo að sást i granna úlnliðina fram úr jakkaermunum. Smám saman varð hann rólegri, en hann þorði ekki að líta í kringum sig í herberginu. Hann minntist þess, þegar hann hafði búið með Piers í herbergi. Hann hafði alltaf langað til að fá sérherbergi til þess að losna við stríðni Piers. Nú óskaði hann þess næstum þvi, að Piers væri héma, til þess að hann gæti verið laus við að vera einn með þessar hugsanir. Hvers vegna notaði guð hann ekki ? Finch trúði af einlægni á guð. I trúarbragðafræðinni í skól- anum, þegar hinir piltamir hálfsváfu við borð- in, var hann alveg frá sér numinn af þvi, hvað guð væri mikill og óttalegur. Orð Jesú, tilhugs- unin um þennan einmana, gáfaða mann var það fallegasta, sem hann þekkti, en gamla testament- ið hafði líka djúp áhrif á hann. Þegar Finch var yfirheyrður og spurður um þessa hluti, varð hann svo mglaður, svo hræddur um að sýna raunverulegar tilfinningar sýnar, að hann fékk venjulega lélegastan vitnisburð. „Skrýtinn náungi, Finch Whiteoak," vom bekkjarbræður hans vanir að segja, „hann er ekkert likur bræðmm sínum." Því að menn minntust enn þá, hvað Renny hafði verið mikill iþróttamaður, Eden góður tennisleikari og verð- launin, sem hann hafði. hlotið i enskum bók- menntum og tungumálum, og Piers hafði verið aðalmaðurinn'í knattspymuliðinu; Finch bar ekki af í neinu. Hann fór á milli skólans og Jalna með jámbrautarlestinni, þar sem hann sat í einu klefahominu, með húfuna dregna niður yfir annað augað, furðaði hann sig oft á þvi, hvað yrði um hann. Hann var ekki gefinn fyrir neitt sér- stakt. Hann hafði ekki heyrt um neitt, sem hann langaði sérstaklega í. Hann langaði I rauninni mest til þess að vera heima og hjálpa Piers, en hann kveið fyrir því að þurfa allt sitt líf að þola harðstjóm bróður síns. Stundum dreymdi hann um að standa í predik- unarstól í stórri, dimmri kirkju eins og hann hafði séð á myndum og hafa mikil áhrif á söfn- uðinn með mælsku sinni, hann, Finch Whiteoak í síðum, hvítum kjól, biskup, erkibiskup, yfir- maður kirkjunnar, næstur sjálfum guði. En draumnum lauk alltaf þannig, að söfnuðurinn flýði í ofboði; af því að hann hafði óvart sýnt þeim sína eigin, hungruðu sál, sem æpti eins og hræddur hundur af ótta við reiði guðs. Hann varð smám saman rólegri, þar sem hann hékk þama út um gluggann. Fyrir neðan hann féll ferhymd Ijósrúða af stofunni á grasflötinn. Einhver kom að glugganum, og á skugganum gat hann séð að það var stúlka. Hver þeirra ? Magga, Dúfa, Alayne. Það var eitthvað við líkamsburð- inn. . . . Aftur hugsaði hann um munn hennar, hvemig það mundi vera að kyssa hann. Hann þrýsti höndunum að augunum og allt í einu minnt- ist hann þess, sem skozkur vinnumaður þar hafði sagt honum. Maðurinn hafði áður unnið við verk- smiðju í Glasgow. Finch mundi óendanlega langa visu með klúrum orðum. Hann minntist atviks, sem hann hafði óvart verið vottur að. Það var inni á milli grenitrjánna, síðustu leifa gamla skógarins. Þar inni var alltaf niða- myrkur, og í kringum var blómlegur birkiskógur, beyki og eikartré, fuglamir sungu allsstaðar, og á vorin uxu þar allskonar villt blóm. Það var mjög einmanalegur staður. Finch vissi ekkert betra en að dvelja þar ein á laugardags- morgnum og sökkva sér niður í yndislegar hugs- anir inni á milli grenitrj'ánna. Morgun nokkum hafði hann flúið þangað frá Möggu, sem hafði krafist þess að hann ætti að vinna einhver leiðinleg húsverk. Hann heyrði hana hrópa og kalla, þegar hann hljóp yfir gras- flötinn og inn á milli runnanna. Hann heyrði hana spyrja Wake, hvort hann hefði séð hann. MAGGI WM OG RAGGI. Teikning eftir « 4 i pjÉíi •:' ‘; Waliy Bisbop. 'v •' t) j 1 Raggi: 23—27—31—5—. Nei, þetta gengur ekki Afi vill heldur fara en láta trufla Ragga. — ég verð að reyna betur! Raggi: Þetta tók mig langan tíma, en nú er Systirin: Afi, viltu fara í búð fyrir mig. Raggiég ánægður fyrst mér tókst að skipuleggja á er svo iðinn við heima-lærdóminn, að mér finnstheppilegan hátt næsta knattspymumótið okkar! synd að trufla hann! )

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.