Vikan


Vikan - 10.05.1945, Blaðsíða 3

Vikan - 10.05.1945, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 19, 1945 3 Björn Ólafsson fiðluleikari (Framhald af forsíðu). ráði utan landssteinanna — þá hafa þeir samt opnað augu margra útlendinga fjrrir því, að ísland er menningarland. Einn þessara listamanna er Björn Ólafs- son fiðluleikari. Hann hefir oftar en einu sinni spilað í hinum glæstu söngsölum Vín- arborgar og fengið þann dóm blaðanna, að hann sé „tvímælalaust gáfaður fiðluleik- ari“ og þarf nokkuð til þar í borg. Þessi elskulegi og látlausi listamaður er borinn og barnfæddur Reykvíkingur, fæddur 26. febrúar 1917. Hann er af höfð- ingjum kominn. Hann er sonur Ólafs heitins Björnssonar ritstjóra, Jónssonar ritstjóra „Isafoldar", hins merka stjórn- málaskörungs. Sveinn Björnsson for- seti er því föðurbróðir hans. Móðir hans er Borghildur, dóttir Péturs kaupmanns Thorsteinssonar frá Bíldudal. Eru þær ættir alkunnar. Ólafur faðir hans var söngmaður góður og einn af söngmönnunum í karlakórnum „17. júní“, en sá kór var einn aðalkrafturinn í sönglífi Reykja- víkur á sínum tíma. Björn telur sig þó sækja músikgáfuna öllu fremur í móðurættina, því að móðir hans og allár systur hennar lærðu að leika á píanó og höfðu mikið yndi af tónlist. Listhneigðin í ættleggnum kom sér- staklega fram í bróður þeirra, Guð- mundi Thorsteinsson listmálara, þó á öðru sviði. Er það alkunnugt, að mik- ill skyldleiki er með málaralist og tónlist, því að báðar þessar listgrein- ar hafa línur og blæbrigði í litum og hljómum. Þess eru og mörg dæmin, að tónlistin og málaralistin hafa tog- ast á um nafnkunna listamenn, eins og tilfellið var um Emil heitinn Thor- oddsen, og ennfremur, svo ég nefni heimsfrægt dæmi, þá var Richard Wagner um tíma í vafa, hvora listina hann ætti heldur að gera að æfistarfi sínu. Þegar Björn var 6 ára gamall, var hon- um gefin fiðla í jólagjöf. Þessi fiðla var ekki annað en barnaleikfang, en einhverja tóna var samt hægt að kreista úr henni og var hann hugfanginn af þessu hljóð- færi. Næstu jól fékk han hálffiðlu í jóla- gjöf og gat spilað á hana lög eftir eyranu. Árið þar á eftir var hann látinn læra á fiðlu hjá Þórarni Guðmundssyni, sem þá var aðalfiðluleikari bæjarins, og er Tónlist- arskólinn var stofnaður árið 1930, gerðist hann nemandi þar. Hann lauk burtfarar- prófi úr skólanum 1934, en árið áður hafði hann lokið gagnfræðaprófi. Fyrsta árið í Tónlistarskólanum var Karl Heller kenn- arinn hans, en skólinn naut krafta hans skamma stund, því að ári liðnu fór þessi maður til Vinarborgar. Björn fór þá á eftir honum og stundaði áfram nám hjá honum í Vínarborg veturinn 1932, kom síðan heim og var undir handleiðslu Hans Stephanick í Tónlistarskólanum eftir það. Björn þurfti ekki lengi að vera að ráða það við sig, hvaða braut hann ætti að ganga. Tónlistargáfur hans voru ótvíræð- ar. Fiðlan hafði átt hug hans og hjarta frá því að hann fékk jólagjöfina 6 ára gamall, svo sem áður er sagt frá. Hann fór til Vínarborgar árið 1934 og stundaði fiðlu- nám í Tónlistarháskólanum þar í 5 ár hjá nafnkunnnum kennurum og lauk prófi úr skólanum með miklu lofi og fékk meira að segja heiðursskjal (Diplom), sem að- eins frábærir nemendur fá í viðurkenning- arskyni. Kennarar hans voru þeir prófess- Listamaðurinn með fiðluna. orarnir Moravec og Mairecher og nefni ég þá hér, þótt ég búist við að fáir Islending- ar hafi heyrt þá nefnda, en þeir eru samt kunnir menn þar um slóðir. Birni var að loknu námi boðin staða í fil- harmonisku hljómsveitinni í Vín, en áður en hann tæki við henni, fór hann í kynnis- för hingað heim til Islands. Um haustið brauzt ófriðurinn út. Hans Stephaneck, fiðlukennari Tónlistarskólans í Reykjavík, hafði verið kallaður heim til síns lands um sumarið og átti ekki afturkvæmt hingað. Björn tók þá við stöðu hans við skólann og hefir síðan verið aðalfiðlukennari hans. Beethovenhljómleika hélt Björn í Vín- arborg árið 1938 með undirleik hljómsveit- ar og fékk lofsamleg ummæli blaðanna. Um tíma var hann annar konsertmeistari í ,,Tonkiinstlerorchester“ þar í borg. Björn á að baki sér langan námsferií og er það alveg áreiðanlegt, að hann hefir ekki slegið mörg vindhöggin við námið, því að tækni hans og æfing er svo mikil, að með réttu mætti kalla hann fiðlumeistara. Þeir eru orðnir margir hljómleikarnir hans hér í bænum síðan hann kom hingað heim. Háskólatónleikarnir, sem hann og Árni Kristjánsson píanóleikari héldu, höfðu mikið menningargildi. Þar gafst bæði stúdentum og almenningi kostur á að heyra meistaraverk tónlistarinnar. Ár- lega kemur hann fram sem einleikari hér í bænum. En hvað er að segja um lista- mannseinkenni hans ? Annan veturinn eftir námið í Vínarborg, ritaði Dr. V. Urbant- chitsch um hann og segir meðal annars: „I þessu stykki, sem við reyndar heyrðum líka hjá Telmányi, sýndi hinn ungi fiðlu- meistari, að hann hefir vaxið mjög, síðan hann lék opinberlega í fyrra, og að við segjum varla of mikið, þegar við köllum hann framtíðarfiðlarann íslenzka. Til þess hefir hann tvo eigimeika, sem sjald- an eru sameinaðir, en í sameiningu skapa meistarann: gáfur -og framgirni." Björn hefir bjartan og fagran fiðlu- tón og vafalaust er léttleikinn og glæsileikinn áhrif frá Vínarskólan- um. Klassisk verk leikur hann rólega og með föstum tökum. Eins og að líkindum lætur um jafn menntaðan tónlistarmann, þá getur hann leikið öll hin meíriháttar fiðluverk meist- aranna eftir listarinnar reglum, en mestar mætur hefir hann á Beethov- en. „Hann hefir því miður ekki samið nema einn fiðlukonsert“, sagði hann við mig, „en hann hefir samið nokkr- ar fiðlusónötur og marga strengja- kvartetta“. Vel á minnst, strengja- kvartettar. Fyrir stuttu lék hinn ný- stofnaði strengjakvartett Tónlistar- skólans til sín heyra í fyrsta sinn opinberlega hér í Reykjavík. Björn er þar fyrsta fiðlan og er honum mikið kappsmál, að efla þessa grein tónlist- arinnar hjá okkur. Var vel af stað farið. Mörg hin merkilegustu tón- verk eru einmitt strengjakvartettar. Þessi grein tónlistarinnar er á útlendu máli nefnd „Kammermusik11 og nefna mætti hana á íslenzku stofutónlist, því að í fyrstu var hún leikin í híbýlum heldri manna fyrir valinn hóp áheyrenda. Hafa því tónskáldin klætt í þetta form hugsanir sín’ar af meiri innileik og trúnaði en í þau verk sín, sem ætluð eru til flutn- ings af stórum hljómsveitum eða söng- flokkum í konsertsölum. Björn er aðalkennari Tónlistarskólans i fiðluleik, svo sem áður er sagt, og rækir hann það starf með kostgæfni og óeigin- girni. Hefir nemendum á strengjahljóð- færi fjölgað svo, að nú hefir hann tvo aðstoðarkennara, þá Þorvald Steingríms- son og Svein Ólafsson. Vinna þeir mikið og gott starf með því að þjálfa fiðlunem- endur skólans, en þeir verða síðan liðs- menn í hljómsveitum bæjarins. Björn er kvæntur Kolbrúmi Jónasdótt- ur útvarpsstjóra Þorbergssonar og Þor- Framhalci á bls. 14.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.