Vikan


Vikan - 10.05.1945, Blaðsíða 14

Vikan - 10.05.1945, Blaðsíða 14
14 VIKAN, nr. 19, 1945 FYRSTU VONBRIGÐIN. (Framhald af bls. 4). gamla konan með óánægðum hreim. „Þaó hefði getað verið mér til mikils skaða, ef við værum ekki vinkonur. En viðvíkjandi þessvun stað, sem þér eruð að tala um, þá skal ég segja yður að þar vil ég ekki búa — fötunum tek ég við, þau er alltaf hægt að nota — en allt hitt vil ég ekki blanda mér í. Ég vil ekki breyta til —.“ „En vegna hvers?“ spurði Geneviéve, sem skildi ekkert í þessu. „Af því að ég vil nú einu sinni hafa það svona. — Ég vil lifa eins og mér sýnist. Ég er ekki að ásaka yður, en þér hefðuð átt að spyrja mig fyrst. Það á aldrei að veita mönnum þau gæði, sem þeir kæra sig ekki um —.“ „Já, en það er heimskulegt." „Ég vil það ekki. — Og fyrst þér viljið endilega vita hvers vegna — þá skal ég segja yður að ég er ekki ein — ég á mann —.“ „Eigið þér mann?“ spurði Geneviéve. „Já, finnst yður það undarlegt? Ég á góðan mann — þeir kalla hann Hipolyte gamla. Hann er daglaunamaður, stundum fléttar hann strásæti; stundum selur hann lyng á götunni eða happdrættismiða — þér hafið ef til vill séð hann; hann er hár, gamall maður með sítt, hvítt skegg. Við búum í þessu hverfi í litlu herbergi — það er hvorki fallegt né þægilegt, en okkur þykir vænt um hvort annað. — Við erum ánægð, þegar við hittumst á kvöldin, þá búum við til mat, sem við borðum svo saman. Mér þykir vænt um Hippolyte og honum þykir vænt um mig. — Á yðar aldri hefir maður kannske engan skilning á tryggð; unga fólkið nú á tímum giftir sig og skilur á skömmum tíma. En við Hyppolyte minn höfum verið saman í heil- an mannsaldur og við verðum saman og þykir vænt um hvort annað þangað til við deyjum . . . Ég yfirgef hann ekki . . . Þér hafið sagt mér frá því, að þér eigið unnusta . . . Ef einhver bæði yður um að skilja við hann, munduð þér þá gera það? . . . Það er eins með mig; ég fer ekki frá manninum mínum . . . Mér þykir vænt um hann eins og yður um yðar . . . Þér hljótið að skilja það —.“ Konan talaði af innilegri sannfæringu og með óvæntri virðingu. Hún skildi ekki alla þá fyrirhöfn, sem Geneviéve hafði haft til þess að veita henni allt, sem hún sjálf áleit lífsins gæði. En gamla konan þekkti aðeins fátæktina, kærði sig aðeins um að selja skóreimarnar sínar og segja Hippo- lyte frá því, sem hafði komið fyrir hana á daginn. Döpur í bragði fór Geneviéve aftur heim til sín, og þannig fann Roger hana, þegar hann kom og bjóst við því að hitta hana í góðu skapi. „Hvað gengur að Geneviéve litlu ?“ spurði hann áhyggjufullur. „Segðu mér hvað er að þér, elskan mín!“ 275. KROSSGÁTA Vikunnar Lárétt skýring: 1. heímsláninu. — 13. ófær (áin). — 14. áleitin. — 15. forríafn. -— 16. dauði. — 18. gæfa. -— 20. kirtill. — 23. raftur. — 25. verkfæri. — 27. barma sér. — 29. vafa. — 30. rúm. — 31. vérkfæri. — 32. flaska. — 34. gengur. •— 36. ósiéttu. — 37. dugði. — 39. binda. — 41. ull. — 42. lykt. — 44. pilt. — 46. ávörðun. — 49. herði (róðurinn). — 51. baggi. — 53. ýldi. — 55. drykkjustofa. -— 56. bráð. - 57. missir. — 58. svall. — 60. bjór. — 62. slagi. — 63. tilgerð. — 65. læt- ur. — 67. spor. — 68. angan. — 70. tómir. 72. álpast. — 75. spariskóna.. Lóðrétt skýring: 1. hætta. -— 2. friður. — 3. kvísl. — 4. vegur. — 5. vökna. — 6. tenging. — 7. líta. — 8. styrkið. — 9. mann. — 10. dyra. — 11. hreyfing. 12. forsetning. — 17. óheppileg. — 18. sleifin. — 19. bjástri. — 20. bitar. — 21. vekja máls á. 22. fugl. — 24. orka. — 26. kver. — 28. úrræði. 33. samdi frið. — 34. gætni. -— 35. bletts. — 36. frænkur. — 38. í meltingarfærum. — 40. slæm. — 43. skrækja. — 44. vopn (fomt). — 45. tengi saman. — 46. uppnám. — 47. hagnýtir. — 48. opnar munninn. — 50. hreiður. — 52. ekki inni. — 54. verkur. — 59. heitin. — 60. lína. — 61. einskis. — 62. svefnrof. — 64. sverðs. — 66. flýtir. — 69. hæð. — 70. frumefni. — 71. ending. - 72. forsetning. — 73. gein. — 74. tveir eins. Lausn á 274. krossgátu Vikunnar Lárétt: — 1. ginningarfíflin. — 13. kaðal. 14. lásum. — 15. far. — 16. gal. — 18. innti. - 20. harla. — 23. peli. — 25. andar. —- 27. ausa. — 29. rim. — 30. nær. — 31. mær. — 32. ekur. — 34. krimt. — 36. buga. — 37. ræfla. — 39. argar. — 41. kró. — 42. úir. — 44. kjána. — 46. sinni. 49. kæra. — 51. aðrir. — 53. slór. — 55. ýra. — 56. fáð. — 57. mæt. — 58. lifa. — 60. höfug. — 62. fata. — 63. tugir. — 65. grein. — 67. mat. — 68. eið. — 70. ókunn. — 72. linur. 75. klaufa- skapurinn. Lóðrétt: — 1. gá. — 2. n. k. — 3. nafni. 4. iðan. - 5. narta. — 6. gl. — 7. rl. — 8. fágar. — 9. ísar. — 1Ó. fulla. — 11. 1, rii. — 12: nú. — 17. sprek. — 18. ilmur. — 19. innra. — 20. harma. — 21. aumur. — 22. varar. — 24. eik. —, 26. dæi. — 28. sæg. — 33. rekja. — 34. klóna. — 35. trúir. — 36. barns. — 38. frá. - 40. gin. — 43. skýli. — 44: kraft. — 45. aðför. — 46. siðug. — 47. ilman. -— 48. ártal. — 50. æri. — 52. ráf. — 54. óæt. — 59. aumka. — 61. greip. — 62. fiður. —- 64. gauf. — 66. einu. — 69. ok. — 70. óa. — 71. n. s. — 72. la. — 73. ri. — 74. en. Grátandi sagði hún honum frá því, sem konan hafði sagt, og hún hélt að þessi von- brigði, sem hún hafði orðið fyrir, þegar hún ætlaði í fyrsta skipti að gera góðverk ásamt Roger, væru óheillamerki fyrir framtíðarhamingju þeirra. En það vildi Rogei1 ekki heyra; hann sagði við Geneviéve, að þó að þessi fyrsta tilraun hefði misheppnast, þá ættu þau langt líf framundan og í heimínum væru margir vesalingar, sem vildu þiggja hjálp þeirra. Þegar hann kvaddi hana og faðmaði hana að sér var sorg fyrstu vonbrigðanna gleymd. Björn Ólafsson fiðluleikari. (Framhald af bls. 3). bjargar Jónsdóttur, Þorsteinssonar skálds á Arnarvatni í Mývatnssveit. Björn er einn af fremstu tónlistarmönn- um okkar lands. Hann vinnur mikið menn- ingarstarf með fiðluleik sínum, en starf það sem hann vinnur í kyrþey í Tónlistar- skólanum er einnig merkilegt og hefir þegar borið góðan árangur, því undan handarjaðri hans hafa komið góðir fiðlu- leikarar, sem eru orðnir kunnir öllum bæj- arbúum. Björn liggur ekki á liði sínu við kennsluna og hefir hann jafnframt með mannkostum sínum góð og bætandi áhrif á nemendur sína. Það er gott að njóta slíkra manna og heppni fyrir þjóðina, því að eins og getið er um hér að framan, var það til- viljun ein, sem réði því, að hann settist að hér heima. Svör við Veiztu—? á bls. 4: 1. Franskur, uppi 1840—1917. 2. 1828—1906. 3. 1822. 4. 1860. 5. Við Jótlandssíðu árið 1916. 6. Hann er unninn úr blaðtrefjum baoanateg- undar, sem þrífst á Filippseyjum, og er not- aður í kaðla. 7. Á. Italíu, Spáni og i Kalifomíu. 8. 1769, í Ajacclo á Korsiku. 9. 1795—1881. 10. Hann var Skoti, dó 1796.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.