Vikan


Vikan - 10.05.1945, Blaðsíða 6

Vikan - 10.05.1945, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 19, 1945 „Ég skal vera slægur eins og refur.“ Prankie lét undan nokkuð döpur í bragði. Það var nógu skynsamlegt, sem Bobby sagði. Hún sjálf gat ekki gert meira gagn héma. Bobby ók með hana til bæjarins og Frankie, sem fór inn í húsið í Brook Street, fannst hún allt í einu vera eins og yfirgefin. En hún dró ekki á langinn, það sem hún ætlaði sér að gera. Klukkan þrjú sama eftirmiðdag sást vel og þokkalega klædd ung stúlka með gleráugu og einlægan svip nálgast St. Leonard’s Gardens, hún hélt á bæklingum og blöðum undir hendinni, . St. Leonard’s Gardens, Paddington, var ákaf- lega skuggaleg húsaþyrping, og flest voru þau í niðumíðslu. Yfirleitt var útlit staðarins þannig, að hann virtist hafa þekkt „betri tíma" fyrir langa löngu. Frankie gekk áfram og leit á númerin á hús- unum. Allt í einu nam hún staðar og gretti sig ergilega. Á nr. 17 var fest upp auglýsing um það, að húsið væri til sölu eða leigu án húsbúnaðar. Frankie tók þegar i stað af sér gleraugun og einlæga svipinn. Hér þurfti ekki pólitiskan atkvæðasmala. Það voru gefnar upplýsingar um nokkra um- boðsmenn. Frankie valdi tvo þeirra og skrifaði niður nöfnin. Svo, þegar hún var búin að ákveða, hvað hún skyldi gera, lagði hún af stað til þess að koma því í framkvæmd. Fyrstu umboðsmennimir vom Messrs. Gordon & Porter í Pread Street. „Góðan daginn," sagði Frankie. „Þér getið lík- lega ekki látið mig hafa heimilisfang manns að nafni Cayman? Hann bjó þar til nýlega í 17 St. Leonard’s Gardens.” „Það er rétt,“ sagði pilturinn, sem Frankie ávarpaði. „En hann bjó þar aöeins stuttan tíma, var það ekki? Við störfum fyrir eigendurna, eins og þér vitið. Cayman leigði þar í ársfjórðuhg, þar sem hann bjóst við að þurfa að taka við stöðu erlendis á hverri stundu. Ég býst við því að hann hafi nú gert það.“ „Svo að þér hafið ekki heimilisfang hans?“ „Ég er hræddur um ekki. Hann gerði upp við okkur og það var allt.“ „En hann hlýtur að hafa haft eitthvað heimílis- fang áður en hann tók.húsið á leigu.“ „Það var gistihús — ég held það hafi verið G. W. R., í Paddington, þér kannist við það.“ „Getið þér gefið mér fleiri upplýsingar,” spurði Frankie. „Hann greiddi húsaleiguna fyrirfram og lagði inn peninga fyrir rafmagni og gasi.“ „Ó!“ sagði Frankie vonsvikin. Hún sá að maðurinn leit nokkuð forvitnislega á hana. Húsaumboðsmenn eru hneigðir til að skifta viðskiptavinum sínum niður í „flokka”. Honum fannst augsýnilega áhugi Frankie á Caymanshjónunum fremur óvæntur. „Hann skuldar mér nokkuð mikla peninga,“ laug Frankie sér til. Andlit mannsins varð undir eins skelft á svipinn. Hann hafði mikla samúð með svona fallegri stúlku, sem var í vandræðum, hann tók fram heila stafla af bréfum og gerði allt sem hann gat, en ekki fundust neinar upplýsingar um nú- verandi eða fyrrverandi heimkynni Caymans- hjónanna. Frankie þakkaði honum fyrir og fór. Hún tók sér leigubifreið til skrifstofu næstu umboðsmanna. Hún eyddi engum tíma í að endurtaka það, sem hún hafði nýlega sagt. Hinir umboðsmenníi-nir höfðu leigt Cayman húsið. En þessir höfðu ekki annað að gera en að leigja það aftur út fyrir eigenduma. Frankie bað um að fá að skoða hús, sem væru til leigu. 1 þetta skipti sagði Frankie, þegar hún sá undrunarsvipinn á skrifstofumanninum, að sig vantaði ódýrt hús til þess að koma á fót dvalar- heimili fyrir stúlkur. Undrunarsvipurinn hvarf, og Frankie fékk lykilinn að 17 St. Leonard’s Gard- ens og lykla að tveim húsum til, sem hana lang- aði ekkert til þess að skoða. Það var mesta heppni, fannst Frankie, að maðurinn vildi ekki fylgja henni, en þeir gerðu það, ef til vill, aðeins þegar um ibúðir með hús- gögnum var að ræða. Fúkkalykt lokaðs húss, lagði á móti Frankie, þegar hún opnaði forstofudymar á húsinu nr. 17. Það var fráhrindandi hús, með ómerkilegum skreytingum og óhreinni, skellóttri málningu. Frankie rannsakaði húsið frá kvistherberginu og niður í kjallara. Það hafði ekki verið gert hreint í húsinu, þegar flutt var úr því. Hér og hvar lágu snærisspottar, gömul dagblöð, naglar og verk- færi. En annars fann Frankie ekki einu sinni bréf- snepil, sem hefði getað gefið eitthváð til kynna um hjónin sjálf. Það eina, sem henni datt í hug að gæti verið einhvers virði var járnbrautarleiðarvíslr, sem lá opinn í einni gluggakistunni. Það var ekkert, sem benti á að nokkuð af nöfnunum á opnu blaðsíð- unni hefði nokkra sérstaka þýðingu, en Frankie skrifaði þau öll niður í litla vasabók, sem nokkurs- konar lélega uppbót fyrir allt það, sem hún hafði vonað að finna. En hún hafði ekki fundið neitt, sem gat visað á spor Caymanshjónanna. Hún lét huggast við þá hugsun að ekki hefði mátt búast við öðm. Ef Cayman og kona hans höfðu aðhafst eitthvað glæpsamlegt, þá hefðu þau áreiðanlega gætt sín vandlega til þess að enginn gæti haft hönd í hári þeirra. Það var að minnsta kosti nokkum veginn auðséð. En Frankie var samt ennþá nokkuð vonsvikin, þegar hún afhenti aftur lyklana til umboðsmann- anna og laug því til að hún mundi tala við þá aftur eftir nokkra daga. Hún gekk í áttina að lystigarðinum og velti því fyrir sér, hvað hún ætti að gera næst. Það var tekið fyrir þessi árangurslausu heilabrot með því að allt í einu kom hellirigning. Það sást hvergi leigubíll, og Frankie flýtti sér upp í jámbrautar- vagn, sem var rétt hjá, til þess að eftirlætishatt- urinn hennar skyldi ekki eyðileggjast. Hún fékk sér miða að Piccadilly Circus og keypti sér nokkur blöð áður við blaðatum. Þegar hún var komin inn í vagninn, sem var næstum þvi tómur á þessum tíma dags, þá ákvað hún með sjálfri sér að útskúfa allar hugsanir um vandamálið, fletti blaðinu og reyndi að ein- beita huganum við innihaldið. Hún las nokkrar sundurlausar klausur hér og þar. Heilmörg dauðsföll. Leyndardómsfullt hvarf skólastúlku. Samkvæmi hjá lafði Peterhampton í Claridge. Sir John Milkington var búinn að fá bata eftir slysið þegar hann sigldi — Astradora — frægu lystisnekkjunni, sem áður átti miljónamær- ingurinn sálugi, John Savage. Fylgdi óheill þess- ari snekkju? Maðurinn, sem smíðaði hana, hafði látist á sorglegan hátt — John Savage hafði framið sjálfsmorð — Sir John Wilkington hafði sloppið við dauðann af mestu heppni. Frankie leit upp úr blaðinu og reyndi að rifja upp fyrir sér. Nafn John Savage hafði tvisvar sinnum áður verið nefnt — Syvia Bassington-ffrench hafði einu sinni minnst á hann, þegar hún var að tala um Alan Carstairs, og einu sinni hafði Bobby nefnt hann, þegar hann endurtók samtalið, sem hann hafði átt við frú Rivington. Savage hafði — hvað var það nú aftur? — hann hafði framið sjálfs- morð, af því að hann hélt að hann væri með krabbamein. En, ef til vill — hafði Alan Carstairs ekki verið ánæður með frásögnina um dauða vinar síns. Kannske kom hann til Englands til þess að grennslast eftir þvi? Ef til vill voru tildrögin að dauða Savages fyrsti þátturinn í leiknum, sem þau Bobby höfðu lent í.“ „Það getur vel verið,“ hugsaði Frankie. „Já, það getur meira en vel verið.“ Erla og unnust- inn. Teikning eftir George MeManus. Hermaður: Hvað er að sjá þetta, þolirðu ekki að heyra skothvellina ? Oddur: Þarftu að pikka á þessa vél allan lið- Oddur: Þetta er hræðilegur hávaði. langan daginn? Hermaður: Fábjánaspuming er þetta! Y 9-24 á V \ ~\l /> Odtlur: Ég þoli ekki einu sinni hljóðið í Oddur: Ég hélt það væri friður og hermannagöngunni! ró í námunda við heimili Erlu — ^ £ Copr 1*>44. Kin^ Fcaturcs Syndicatc, Inr , WorlJ rights rcscrvedT" Oddur: Og þessi djöfulgangur er rétt fyrir framan húsið hennar!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.