Vikan


Vikan - 10.05.1945, Qupperneq 4

Vikan - 10.05.1945, Qupperneq 4
4 VIKAN, nr. 19, 1945 Fyrstu vonbrigðin /^eneviéve var tilbúin að fara út, og hún vrskoðaði sig í stóra speglinum og lag- færði dálítið svörtu lokkana, sem stóðu framundan litla, fallega hattinum. Svo gekk hún inn í stofu til föður síns. Dhally var niðursokkin í sögulegar rann- sóknir, sem hann hafði alveg helgað sig eftir dauða konu sinnar fyrir átján árum. Dóttir hans og þessar rannsóknir voru það eina, sem hann hafði áhuga á í þessum heimi. Þegar Geneviéve kom inn ýtti hann gler- augunum upp á ennið og brosti til hennar. „Vertu sæll, pabbi, ég er nú að fara út.“ „Við sjáumst aftur mn kvöldverðinn, telpan mín — kemur ekki unnusti þinn og borðar með okkur?“ „Jú, hann gerir það. Ég ætla út með Roger í eftirmiðdag, og svo kemur hann með mér heim.“ „Það er ágætt. Sjáumst aftur í kvöld.“ Létt í spori gengur hún út úr stóru ' íbúðinni, þar sem hún hefir átt heima alla ævi; fyrst sem bam, þegar ráðskonan reyndi af beztu getu að ganga henni í móð- ur stað, móður sína hafði Geneviéve aldrei þekkt. Þegar hún var orðin fullorðin,, stjórnaði hún heimilinu og sá vandlega um föður sinn, sem hafði mikið dálæti á henni. Hún gat ekki hugsað sér að yfir- gefa hann, og eftir brúðkaupið ætluðu því ungu hjónin að búa hjá honum. Hún var hamingjusöm stúlka — ham- ingjusöm af því að vera falleg og rík, en þó mest af því að hún elskaði unnusta sinn og hann hana. Hún ætlaði að hitta Roger á skemmti- stað nokkmm, þar sem átti að dansa, þau ætluðu að skemmta sér saman, lífið var dásamlegt! Hún gekk hratt eftir götunni, sem lá að neðanjarðarbrautinni; rykið hafði engin áhrif á hana ... henni fannst allt-dásam- legt. „Ó, veslings gamla konan er komin aft- ur,“ sagði hún allt í einu við sjálfa sig. Við innganginn að neðanjarðarbraut- inni stóð gömul, fátæk kona, sem var klædd í tötralega kápu; andlit hennar var gul- leitt, augun rauð, og hún var alveg tann- laus, grátt hárið sást undan götóttri höfuð- skýlu. Með aumkunarverðri röddu bauð hún þeim, sem gengu fram hjá, skóreim- ar. Geneviéve, sem hafði séð hana í fyrsta skipti fyrir einum mánuði, hafði þegar margoft gefið henni ölmusu og talað vin- gjarnlega við hana. Hún tók nú aftur pening úr buddu sinni og gaf gömlu kon- unni. „Þakka yður fyrir, stúlka góð,“ sagði sú gamla og snökti ámátlega. „Hafið þér verið veikar, kona góð. Það er langt síðan ég hefi séð yður þérna." EFTIR FRÉDÉRIC BOUTET. „Ég fékk kvef, af því að ég dag nokk- urn stóð fyrir neðan stigann og súginn frá dyrunum lagði um mig alla.“ „Þér getið ekki staðið hérna í þessari rigningu," sagði Geneviéve. „Rigninguna óttast ég ekki, en súginn þoli ég ekki . . . En ég er neydd til þess að standa héma, ungfrú góð. Hvernig ætti ég að fá eitthvað að borða, ef enginn keypti af mér eða gæfi mér ölmusu ?“ „Það er hræðilegt . . . .“ Geneviéve gaf henni stóran pening í við- bót, en mátti ekki tef jast lengur og gekk niður tröppurnar að lestinni. Öll gleði henn- ar var horfin, og hún skammaðist sín næstum því fyrir hamingju sína. Hvernig gat önnur eins eymd átt sér stað í menn- ingarþ jóðfélagi ? Allan eftirmiðdaginn gat hún ekki hætt að hugsa um gömlu konuna með skóreim- arnar, hún var með sting í hjartanu og það var skuggi á gleði hennar yfir að vera með unnusta sínum. Roger tók eftir því, og á heimleiðinni spurði hann imnustu sína, hvað gengi að henni. „Ég ætla einmitt að tala um það við þig, Roger, því að þú verður að hjálpa mér. Ég ætla að segja þér frá gamalli, fátækri konu.“ Hún sagði honum frá öllu, hún sagði honum frá meðaumkvun sinni með veslings konunni og sagði svo að lokum: „Það er ekki hægt að láta svona konu líða þessa mestu neyð. Þar sem örlögin hafa nú leitt okkur saman, ér það skylda VET7TTT—? 1. Hverrar þjóðar var myndhögppvarinn Rodin og hvenær var hann uppi? 2. Hvenær var Henrik Ibsen uppi ? 3. Hvenær missti Portúgal Brasilíu ? 4. Hvenær var Abraham Lincoln kjörinn forseti Bandaríkjanna ? 5. Hvar og hvenær var mesta sjóorusta milli flota Breta og Þjóðverja í heims- styrjöldinní fyrri? 6. Úr hverju er Manillahampur unninn og til hvers er hann notaður? 7. Hvar eru sítrónur mest ræktaðar? 8. Hvenær og hvar fæddist Napóleon Bónaparte ? 9. Hvenær var Carlyle uppi? þO. Hverrar þjóðar var skáldið Robert Bums og hvenær dó hann? Sjá svör á bls. 14. mín að hjálpa henni á þýðingarmeiri hátt en að gefa henni ölmusu einstöku sinnum, sem er henni þó engin hjálp í erfiðleikum hennar . . . Hvað finnst þér?“ „Mér finnst þú vera góð, Geneviéve — eins góð og þú ert falleg. Ég er hreykinn og hamingjusamur af því að eiga ást þína og traust. Ég elska þig og vil hjálpa þér eftir beztu getu, en hvað viltu að ég geri?“ „Þú veizt að pabbi, sem er alltaf upp- tekinn af bókunum sínum, þekkir svo fáa menn. Én pabbi þinn aftur,á móti, sem á svo marga kunningja og hefir mikil áhrif mundi áreiðanlega geta — ráðagerð mín 1 er tilbúin og auðvelt að framkvæma hana.“ Hún skýrði fyrir Roger, hvað hún hafði ’iugsað sér, og hann var alveg samþykkur henni. „Veslings konan skal ekki þola lengur allar þessar kvalir,“ sagði Geneviéve að lokum, „hún skal héðan í frá kynnast betra lífi. Ég geri skyldu mína, og þú hjálpar mér, Roger, og þegar við tvö leggjum saman, þá hlýtur það að blessast á ein- hvern hátt.“ Hún horfði mildum ástríkum augum á hann, og hún var svo falleg, að hann átti bágt með að stilla sig um að faðma hana að sér í augsýn allra. Þau fóru nú úr neðanjarðarbrautinni. Það var orðið áliðið dags, og gamla konan með skóreimarnar var þar ekki lengur, en Roger fékk að vita, hvar hún væri vön að standa, og næsta dag fór Roger strax að ráðast í að framkvæma ráðagerð Genevi- évu. v Næstu daga hitti hún oft fátæku kon- una á sama staðnum. Hún gaf henni ölm- usu eins og venjulega, en sagði henni ekki frá neinu. Loksins dag nokkurn, þegar Geneviéve hafði lengi talað við unnusta sinn í sím- anum og ákveðið að hitta hann sama dag, flýtti hún sér glöð og ánægð til stöðv- arinnar þar sem gamla konan var vön að vera, til þess að segja henni fréttina. „ — Það er ekki sjúkrahús heldur hvíld- arheimili. Þér fáið ágætt herbergi, ég hefi séð það og bragðað á matnum, sem er ágætur — þér fáið ljós, hjta og þvott — ég ætla að gefa yður gott lín og hlý föt. Þar eru gamlar konur, sem þér hefðuð gaman af að vera með — þér getið farið út, þegar yður sýnist, en annars er yndis- légur, gamall garður fyrir íbúana — þér þurfið aldrei að líða skort á neinu. Ég hefi séð um þetta með unnusta mínum og er mjög fegin því að hafa náð svona góðum árangri." Þegar Geneviéve hafði lokið við útskýr- ingar sínar, beið hún eftir þvi, að gamla konan segði eitthvað til þess að láta þakk- læti sitt í ljós, en það brást. Það sást hvorki gleði né þakklæti á gamla, föla and- litinu. „Nú skil ég hvers vegna þetta fólk kom til dyravarðarkonunnar heima til þess að fá upplýsingar hjá henni um mig,“ sagði Pramhald á bls. 14.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.