Vikan - 01.11.1945, Blaðsíða 1
Verð 1.25.
Nr. 44, 1. nóvember 1945.
Iðnþing íslendinga.
Dað hófst 20. október í Baðstofu iðnaðarmanna. Mættir voru 52
fulltrúar frá iðnaðarmannafélögum, iðnráðum og iðnskólum alls-
staðar að af landinu. Fyrir pinginu lágu tuttugu mál. Detta var
8. iðnpingið. Forseti pessa pings var Quðmundur H. Guömunds-
son húsgagnasmíðameistari, formaður Iðnaðarmannafélagsins í
Reykjavík.
Sjá bls. 3.
Þessi mynd er frá sjöunda iðnþingi Islendinga, sem háð var dagana 17.—21. september 1943 í Hafnarfirði. Á því þingi mættu 57
fulltrúar frá iðnaðarmannafélögum, iðnráðum og iðnskólum. Myndin er tekin af Vigfúsi Sigurgeirssyni í Hellisgerði í Hafnarfirði.