Vikan


Vikan - 01.11.1945, Blaðsíða 5

Vikan - 01.11.1945, Blaðsíða 5
 VTKAN, nr. 44, 1945 5 7 Ný framhaldssaga: Ættfaðirinn Eftir NAOMI JACOB. ýmisleg’t, sem væri líklega gott fyrir unga Gyð- inginn að vita!“ Annette leit upp með þreyttum augum, depl- aði þeim og sagði svo með nývöknuðum áhuga: „Hvað er það, mamma — ó, leyfðu mér að heyra!“ Móðir hennar hristi gráa höfuðið sitt. ,,Ég segi ekkert! En einhvem daginn skal ég borga fyrir allar þær auðmýkingar, sem gamli, einþykki vargurinn hefir látið dynja á mér, og ósvífnina, sem stúlkan — nei, nei, ég ætla ekki að saurga varir mínar!“ Vorið var allt í einu komið til Paris. Göturnar virtust blómivaxnar, og trén sýndu sína gljáandi, ljósgrænu toppa. Það var sérstök kátína yfir París og íbúum hennar. Hermann leit á fötin, sem hann hafði notað um veturinn og féllst á það með sjálfum sér, að hann yrði að fá sér ný. Kvöldið áður hafði Marie lagt hönd sina á bláa frakkann hans og sagt, að hann væri farinn að verða slitinn og bætti við að hin bjarta vorsól afhjúpaði svo mikið, og þess vegna yrði fólk að fá sér ný föt. „Vorið er miskunnarlaust við fátæklingana," sagði hún og brosti dálitið hugsandi. „Sólin af- hjúpar slitnu staðina og fær saumana til þess að glansa. Á vorin þegar öll blómin eru í svo fallegum fötum, finnst manni maður vera tötra- legur og dapur í hjarta.“ Hann hugsaði um hvað hún hugsaði fallega og furðaði sig á því hvað hún hafði mikið hug- myndaflug og hafði komizt við af því að hana langaði í ný föt. 1 huganum velti hann því fyrir sér hvernig inneign hans í bankanum væri og fullvissaði svo sjálfan sig um það, að hann hlyti að hafa ráð á því að gera hana hamingjusama. „Ef blómin eru í nýjum fötum, þá er það ekki nema sanngjamt að drottning blómanna sé það lika! Marie, farðu og keyptu þér nýjan kjól á morgun! Leyfðu mér að gefa þér hann í sumar- gjöf!“ „Ó, elsku Hermann minn, þú ert svo góður við mig,“ sagði hún grátandi. „Hvað hefi ég gert til þess að ég eigi skilið svo mikla umhugsun og ást? Elsku Hermann, hvað á ég að gera til þess að láta þér í ljós ást mína?“ Hann breiddi út handleggina: „Komdu og kysstu mig, og segðu að þú elskir mig!“ Hún lá í faðmi hans kyrr og ánægð og hvíldi fallega höfuðið á öxl hans. Litlu síðar sagði hún bliðlega og innilega við hann: „Nú verður allt bráðum gott fyrir okkur, elskan mín. Ráðningar mínar aukast með hverjum mán- uði og tekjumar líka. Sjáðu blómin, sem mér voru send!“ Hann leit í kringum sig í stofunni og tók eftir því, að þar var heilmikið af blómum, sem hann hafði ekki sent henni. Það var ekki eðli Her- manns Gollantz að vera afbrýðisamur; hann hafði álitið slíka tilfinningu móðgun gagnvart Marie. ,,Já, ég sé þau. Og h\ysr sendi þér þau?“ Hún hnipraði sig þéttar í faðmi hans. „Ég veit jafnvel ekki, hvað þeir heita. Nafnspjöld þeirra voru fest við blómin, en ég reif þau af og kastaði þeim í bréfakörfuna við skrifborðið. Hvað ætti ég að hirða um þá? Eg vil aðeins þig. Hina — láttu þá senda mér blóm; en hversvegna ætti ég að skeyta um að þekkja heimskuleg nöfn þeirra? Það er aðeins eitt nafn sem ég vil sjá — og það er þitt!“ Stundum gat hann verið dálítið óþolinmóðuur Fftrsflira ■ Gyðingurinn Femando ® ’ Meldola er kaupmaður í París og verzlar þar með listmuni. Fem- ando Meldola er víðkunnur fyrir ráðvendni og heiðarleik í viðskiptum sínum. Hjá hon- um er systurdóttir hans, Miriam Lousada, sem honum þykir ákaflega vænt um. Góð- vinur Meldola, Nathanael Gollantz, sendir til hans son sinn, Abraham, sem fer að starfa í verzlun hans. Miriam og Gollantz verða ástfangin hvort af öðm. Gollantz fer til Italíu með her Napóleons imdir því yfirskyni að hann sé skrifari. Femando kemst að því að frænka hans er vanfær. Hann skrifar Gollantz og skipar honum að koma strax heim. Gollantz kemur aftur til Parisar og kvænist Miriam. Þau eignast dreng, sem deyr. Svo líða nokkur ár og Gollantz deyr. Miriam eignast son, sem hún nefnir Hermann. Þegar hann er um tvítugt fer hann í ferðalag til Englands, Hollands, Italíu og fleiri landa. Heima í París kynnt- ist hann Madame Pilon og ungri frænku hennar, Marie Lorétte og verður mjög hrif- inn af þeirri síðarnefndu. Hann seilist mjög til að vera með henni og gefa henni ýms- ar gjafir. út af því, að geta ekki séð hana oftar, þar sem hann fann að það var eins og náð, að þau fengu að hittast. Hann spurði, hvbrt hann mætti ekki heimsækja hana, þegar hann færi út í borgina í verzlunarerindum; þá gæti hann oft fengið tíma á milli erindagerða sinna, og hann sagði, að slík óvænt augnablik myndu vera dýrleg og dá- samleg fyrir hann. Maria hlustaði á hann, en hristi síðan höfuðið. „Hermann, ef ég aðeins gæti sagt já. Þú veizt ekki, hvað það myndi gleðja mig. Að sjá þig skjótast hingaö inn klukkan ellefu og drekka með mér einn bolla af súkkulaði, og að vita, að hvert augnablik af deginum gæti fært mér þig og sólskin til Mariu þinnar! En þetta er ógjörn- ingur. Frænka mín mun aldrei leyfa það. Degi mínum er þegar fyrirfram skipað niður. Ég baða mig, ég æfi mig og tek mér síðan hálftíma gönguferð. Þegar ég kem heim aftur fer ég yfir lögin mín og æfi ný. Ég borða léttan morgun- verð. Ég hvíli mig. Ég æfi mig á ný. Æ, líf mitt mitt er ekki svo auðvelt. Og þegar ég hugsa um, að þú sért ekki ánægður — þá er ég óhamingju- söm.“ Hann iðraðist um leið og hann sá, að hún var hrygg. Hann sagði, að hann væri hugsunar- laus og bað hana fyrirgefningar. Hún grét og þerraði tárin með vasaklútnum hans, og að síð- ustu brosti hún til hans í gegnum vot augnahárin og sagði honum, að ekkert væri að fyrirgefa; hann væri ætíð ástfólgnasti, elskulegasti og um- hyggjusamasti maðurinn, sem hugsast gæti. Síðari hluta dags í aprílmánuði, þegar göturn- ar lágu í ljóma vorsólarinnar, fannst Hermanni hjarta sitt vera svo þrungið af ást, að hann var næstum viti sínu fjær. Hann varð sltyndilega gripinn þeirri hugsun, að hann yrði að fá að sjá hana; hvað gat það sakað rétt einu sinni? Skyldi hann ónáða hana í sarfi hennar — það myndi ekki saka mikið; þeim hafði veizt erfitt að skilja kvöldið áður; Hermann hafði fundið að ástríða hajis var að ná valdi yfir honum. Hann hafði þrýst henni að sér og sárbænt hana um að mega að vera hjá henni. Maria hafði orði döpur og grátið og ásakað sjálfa sig og spurt, hvort þau ættu að skilja, og hvort honum fyndist samband þeirra erfitt. Hún hafði veriö ástúðleg og full- vissað han um, að hún elskaði hann of heitt, til þess að gefa sig honum á vald án blessunar kirkjunnar. „Þú heldur ef til vill, að það muni gera þig hamingjusaman," sagði hún og andvarpaði; „seinna myndir þú ásaka þig fyrir það. Þú myndir muna, að konan þín gæti ekki gefið þér þann fullkomna hreinleika, sem allir góðir menn — þú ert svo góður, svo undur góður, .Hermann minn — þrá svo ákaft að finna hjá eiginkonum sínum. Hann hafði sagt, að hún hefði rétt fyrir sér, skammast sin og beðið hana fyrirgefningar; en atburðurinn hafði gert hann dapran og slegið á hann óhug. Nú þráði hann að sjá hana, halda í hönd hennar og fullvissa hana um hvað eftir annað, að hann skildi, að hún hefði rétt fyrir sér. Hann hafði gríðarstóran vönd af páskaliljum með sér og eins mikið af fjólum og hann gat borið. Honum fannst hann vera ungur og ör. Hann hafði aldrei fyrr þorað að heimsækja Maríu án þess að fá fyrst skýlaust leyfi hjá henni; en hann var mjög hreykinn og sagði við sjálfan sig, að nú væri hann með þessu að hefja nýtt og nánara samband þeirra á milli. Hann nálgaðist dyr henn- ar og heilsaði frú Ltjpie með brosi, sem fól i sér eftirvæntingu æskunnar og gleði hins ást- fangna mann. „Halló, herra; þetta er óvenjulegur tími, sem þér komið á!“ Hermann hló. „Það er vor og það hendir svo margt undarlegt á vorin. Er fröken Maria heima ?“ Gamla konan kipraði varirnar og horfði for- vitnislega á hann. Að síðustu kinkaði hún kolli. „Frökenin er heima en frænka hennar er úti.“ Hún hló og sýndi brend tannbrotin. „Haldið þér herra að það sé viðeigandi, að þér heimsækið frökenina, þegar hún er ein heima.“ Það var eins og hann sárbæði hana, þegar hann sagði já, einu sinni og það aðeins í nokkrar mínútur. ,,gg tók með mér öll þessi blóm — af því að það er svo dásamlegur dagur, og vetur- inn er liðinn." Hann talaði næstum því alúðlega við hana. „Það er ekkert illt við það — það mun aðeins verða óvæntur fögnuður fyrir fröken Mariu.“ öfrýnilegt andlit hennar brosti og þrátt fyrir ófríðleik þess fannst Hermanni það næstum blítt. „Já, óvæntur fögnuður, herra! Ég skil það. Nú skulið þér bara sjá, að ég ætla að vera yðar góða dís! Hér er lykillinn að íbúðinni. Frú Pilon tapaði honum núna í dag, þegar hún fór. Ég fann hann, og það lítur út fyrir, að það sé ráðstöfun örlaganna að þér skulið fá hann. Opnið gætilega dyrnar — þá munið þér vissulega finna frökenina syngjandi eitt af sínum fegurstu lög- um. Þér getið gefið henni blómin sem nokkurs konar viðurkenningu. Ér það ekki ágætt?" Andlit hans Ijómaði og í augum gömlu frú Lepics líktist hann skóladreng. Hún hikaði eitt augnablik, síðan tók hún lykilinn ofan af hillu og rétti honum hann. „Gjörið þér svo vel, flýtið þér yður nú,“ sagði hún, og um leið og hann næstum hrifsaði hann af henni og þaut upp tröppurnar, snéri hún sér við gekk inn í litlu kytrulegu ibúðina sína og yppti öxlum. „Veslings pilturinn," muldraði hún. En þannig er það bezt. Ég hef engan hagnað af því, þvert

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.