Vikan


Vikan - 01.11.1945, Blaðsíða 11

Vikan - 01.11.1945, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 44, 1945 11 Framhaldssaga: Sjúklingurinn í stofu 18 — STiALDSAGA EFTIR MIGNON G. EBERIIART 10 „Mér leið hálfilla í nótt.“ Hann mjakaði sér ofurlítið til. „En mér líður skár núna, mikið skár. En, segið mér nú hvað gerðist í nótt, ungfrú Keate. Ég heyrði eitthvað hróp.“ „Það var einn af nemunum, sem varð hræddur." Ég reyndi að láta sem ekkert markvert hefði verið um að ræða, en augnaráð Sonnys sýndi greinilega, að hann var ekki ánægður með svar mitt. m „Það gekk líka eitthvað undarlegt á í dag,“ hélt hann áfram. „Það hefir verið eilíft ráp, fram og aftur, og fótatak, sem ég kannaðist ekki við, frammi í ganginum. Og í dag um tvöleytið var skyndilega öllum hurðum lokað, og skömmu seinna heyrði ég að börum var ekið eftir gang- inum. Er — er einhver sjúklinganna nýdáinn, ungfrú Keate?“ Þegar ég má ekki segja sannleikann, segi ég oftast eitthvað, sem kemst nærri honum, og svaraði því: „Já, Sonny — það dó einn af sjúklingunum, gamall maður.“ „Hm.“ Sonny leit á mig vantrúarfullur. Ég beygði mig áfram til að slétta úr lökunum hans. Þann tíma, sem sjúkleiki Sonnys hafði neytt hann til að liggja aðgerðarlaus í rúminu, hafði þroskazt með honum einhver óhugnanlegur spá- dómshæfileiki eða innsæi, sem orfitt er að leika á. „Hm,“ sagði hann aftur. Hann var ekki ánægð- ur með svar mitt, en of kurteis til að reyna að ganga á mig. „Jæja, hvernig var veizlan? Var gaman?" Það var ánægjuhreimur í rödd hans. „Veizlan?“ endurtók ég utan við mig. „Ö, veizlan, Sonny, það var ekkert gaman, ekki nokk- um hlut. Það var svo hræðilega heitt.“ „Ungfrú Day hefir haft svo mikið að gera, að hún hefir ekki mátt vera að því að koma og segja mér frá henni,“ sagði Sonny. „Ég lá vak- andi og beið eftir því að hún kæmi. En hún hefir sjálfsagt átt annrikt." „Já, en ég hélt------." Ég hætti snögglega, en flýtti mér svo að bæta við: „Hún kemur þá ef til vill í kvöld i staðinn, Sonny. En — en hvers vegna hringduð þér, Sonny? Vantar yður eitthvað?" „Mig langar bara í nýtt vatn, og svo ætlaði ég að biðja yður um að hagræða koddanum mínum." Ég færði honum vatnsglas með ísmola í og hagræddi honum eins vel og hægt var. Jæja, svo Maida hafði þá eftir allt saman ekki farið inn til Sonnys í gærkvöldi! En hún hafði samt sagt mér það, óspurð, það mundi ég. Eg braut heilann um þetta dáiitla stund, og komst að lokum að þeirri niðurstöðu, að Maida hefði ekki skrökvað að mér af ásettu ráði, nema hún hefði haft mjög brýna ástæðu til þess. En þessi niðurstaða gerði mér ekki léttara í huga, síður en svo! Sá hluti næturinnar, sem eftir var, varð okk- ur erfiðari en hinn fyrri. Versti tími næturinnar er frá klukkan tólf til fjögur. Þá finnst manni tilveran grá, köld og ömurleg. Blóðrás sjúklinganna verður hægari, andardrátturinn erfiðari, og lífið verður að byrði, sem bezt væri að losna við að bera, og dauðinn kallar, lokkandi og heillandi. Þá má hjúkrunar- konan ekki víkja frá rúmi hins veika, og leggur fram alla krafta, líkamlega og andlega, til að hindra þá frá að leggja af stað í hina löngu ferð, sem enginn fer nema einu sinni-------. Ef til vill a . Dr. f-etheny yfirlæknir á " * St. önnu sjúkrahúsinu. Dr. Balman, fyrsti aðstoðarlæknir. Dr. Fred Hajak, annar aðstoðarlæknir, eini læknir- inn, sem býr í sjálfu sjúkrahúsinu. Jim Gainsay, vinur Lethenys frá því á skólaár- unum, verkfræðingur. Sara Keate, yfir- hjúkrunarkona á St. önnu sjúkrahúsinu — og sú, sem segir þessa leyndardómsfullu sögu. Maida Day, img og óvenjulega lagleg deildarhjúkrunarkona í suðurálmunni, þar sem hin umrædda stofa 18 er. Þetta fólk er nú allt statt í boði hjá Corole Letheny, frænku Lethenys læknis, og er hún ráðs- kona hjá honum. Hjúkrunarkonumar fara heim úr boðinu til þess að fara á nætur- vörð. Veðrið er óheillavænlegt, þrumuveð- ur í aðsigi. Ýmislegt undarlegt gerist. Ungfrú Keate finnur eterlykt úti í garð- inum.------Óveðrið skellur á um kl. iy2. Og þegar þessar tvær hjúkrunarkonur eru að loka gluggum, deyja ljósin. Inni á nr. 18, í birtu af eldingu, sér ungfrú Keate að sjúklingurinn er dájnn. Þegar hún er búin að sækja Ijós mætir hún Maidu og þær uppgötva að radímið, sem verið var að lækna sjúklinginn með er horfið. Þær reyna árangurslaust að ná í Letheny í síma, hann er ekki heima. En Balman lofar aftur á móti að koma strax, og um síðir tekst ungfrú Keate að vekja Hajek. Eftir stutta skoðun lýsir Balman því yfir að sjúklingur- inn hafi dáið af of stórum morfínskamti og bendir á lítið far á handlegg hins dána. Lögreglan og spitalastjómin kemur á vett- vang. Ungfrú Keate kemst að því þegar hún fer að skoða hlutinn, sem hún fann úti í eplagarðinum, (að það er vindlingahylki Jim Gainsays. Yfirheyrslur fara að byrja. Lance O’Leary yfirheyrir Keate. Letheny yfirlæknir finnst dauður í skáp á stofu 18. Keate heimsækir Corole. Maida er mjög óróleg. er það erfiðast af öllu í starfi okkar, að það er krafist mestrar áreynslu af okkur, þegar við er- um þreyttastar. Siðastliðna nótt hafði dauðinn krafist tveggja fórna í álmunni — og það dauði af mannavöldum. En af völdum hvers? Mér datt í hug læsti skápurinn í stofu 18. Hroll- ur fór um mig, og ég varð gripin hræðslu við flöktandi skuggana — —. Dauðir menn geta gengið um. Dauðir menn hafa ekki lykla né læsa hurðum. ■— En hver hafði læst þessari hurð? Næst lá að álíta, að einhver utanaðkomandi hefði gert það, einhver, sem ekki heyrði til á St. önnu sjúkrahúsinu. En auðvitað hafði lögreglan rann- sakað allt húsið, svo óhugsandi var, að hann væri þar enn, falinn í einhverjum krók eða ranghala. En — hverjir þekktu húsið og lóð þess út S æsar? Hverjir vissu, að radímið var í notkun? Hverjir vissu um verðmæti þess? Nú var hringt í stofu 11, ég flýtti mér þangað, og lagði frá mér skýrsluna, sem ég hafði starað á, án þess þó að taka eftir hvað á henni stóð. Nr. 11 var með köldu, og skalf og hristist í rúm- inu. Síðan fékk hann hitakast og byrjaði að tala í óráði. Balman hafði búizt við þessu, og fyrir- skipaði morfín, ef nauðsyn bæri til. Eg fór því fram í lyfjageymsluna til að sækja það sem til þurfti. Lyfjaklefinn er nyrzt í álmunni, beint á móti eldhúsinu. Þar eru alltaf geymdar birgðir af ým- is konar lyfjum, sem oft þarf að grípa til. En vegna þess, að sjaldan er um miklar birgðir að ræða, er klefinn jafnan ólæstur. Ennfremur geymum við þar nokkur áhöld, sem við getum ekki án verið, þar á meðal morfínsprautu og nál- ar af ýmsum gerðum. 1 síðastliðinni viku hafði bullan i sprautunni bilað, og Maida hafði farið með sína sprautu, var hún látin í sltúffu hjá þeirri ónýtu. Ég dró skúffuna út. Þar lá aðeins ein sprauta, sú skemmda. Jæja, Maida var líklega að nota hina, hugsaði ég. Ég beið dálitla stund til þess að vita hvort hún kæmi ekki með hana, en varð brátt leið á að bíða og lagði af stað til að leita að Maidu. Ég fann hana frammi i eldhúsi við að hita mjólk. „Má ég fá sprautuna?” spurði ég önuglega. „Sprautuna? Meinar þú morfínsprautuna?" „Já — auðvitað. Ég þarf að nota hana strax.” „Er hún ekki í skápnum ?“ Hún var önnum kafin við að hræra malti saman við mjólkina. „Nei — é^ hélt að þú værir að nota hana." „Ég hef alls ekki notað hana neitt í nótt," svaraði hún, en hún leit ekki á mig. „Það er bezt að ég athugi þá, hvort ungfrú Flynn er ekki með hana.“ Ég gekk hratt burt. Ungfrú Flynn var ekki með sprautuna og sagðist ekkert hafa notað hana. Hún gaf í skyn að sprautan væri í skápn- um, þótt ég hefði ekki séð hana, og gekk með mér þangað og oppnaði skúffuna sjálf. „Vissi ég ekki!“ sagði hún hreykin. „Hér Iigg- ur hún.“ Og vissulega lá hún þar! Ég varð all-skömmustuleg, ekki sizt vegna þess, að ungfrú Flynn hló að mér og lét einhver orð falla um sjón mína og eftirtekt, en mér fannst hún reyndar ekkert fyndin. Þegar ég var að fylla sprautuna, sá ég skyndi- lega nokkuð, sem næstum var búið að fá mig til að missa hana niður. Ég hafði merkt hana, þegar ég fékk hana, með því að rispa þvert yfir fyrsta stafinn í verksmiðjuheitinu, sem á henni stóð. Það er algengt að slíkum verkfærum sé ruglað saman á sjúkrahúsum, og ég hafði því rispað með beittum hníf þvert yfir k-ið í nafn- inu „Kesselbach." Þetta var þá sprautan min. Hvernig hafði hún komist hingað? Ég mundi allt í einu eftir því, að Maida hafði setið í gluggakarminum hjá mér og skoðað verkfærin mín í krók og kring. Ég mundi svo greinilega, hvernig hún vatt þeim við með hinum fögru fingrum sínum. Eftir að hafa gefið 11 innsprautinguna, sótt- hreinsaði ég nálina og lagði hana á sinn stað og fór því næst aftur inn til sjúklingsins. Eg settist niður í litla dimma herberginu og hlustaði á andardrátt sjúklingsins og veitti því athygli að hann varð smám saman rólegri og reglulegri. Ég fór að hugsa um allt, sem fyrir hafði komið og raknaði ekki við mér fyrr en lýsa tók af degi. V. KAFLI. Eftir þessa nótt fékk ég verulegan áhuga fyrir málinu — ég meina fyrir því að leysa 'þetta, glæpaspursmál. Hr. O’Leary hefir síðar verið svo kurteis að lýsa því yfir, að ég hafi satt að segja hjálpað honum mikið, en það er reyndar óþarfi að endurtaka orð hans hér. Hvað sem því líður,, get ég þó sagt með góðri samvizku að ég gerði: það sem ég gat — sem að vísu var ekki mikið

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.