Vikan - 01.11.1945, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 44, 1945
13
Maðurinn óskar fegurðar
---- en konan?
Smásaga eftir James Hilton.
T^ólki fannst Stephen Beaumout og Cat-
•*" herine Silver eiga mjög vel saman,
hvað snerti ytra atgervi, en fáum var
kunnugt, hversu mjög þau væru ólík að
eðlisfari.
Stephen var af góðu fólki kominn og
hafði notið ágætrar menntynar. Hann var
mjög listfengur og honum samdi fremur
illa við foreldra sína. Þegar hann var um
tvítugt leigði hann sér vinnustofu í Chel-
sea og gekk að eiga stúlku, sem hafði ver-
ið fyrirmynd hans. Og var það Catherine
Silver — hin fegursta kona, sem ég hefi
augum litið.
Þau voru ákaflega hamingjusöm, enda
þótt fjölskylda Stephens rifi öll tengsli
við hann, sökum giftingarinnar og
styddi hann á engan hátt fjárhagslega.
Hann lifði að nokkru leyti á því, sem hún
vann sér inn, því að hún var fyrirmynd
margra beztu listamanna. En auðvitað
biðu þau bæði eftir því, að hann yrði fræg-
ur — og á meðan höfðu þau það unaðslegt.
Þegar stríðið braust út, hafði Stephen
enga löngun til að ganga í herþjónustu.
Hann hataði ófriðinn og enn þá meira þá
hugsun, að yfirgefa hina fallegu eigin-
konu sína. Hann neytti allra ráða til að
koma sér inn á stjórnarskrifstofurnar, og
um tíma starfaði hann í deildum hermála-
ráðuneytisins. En árið 1916 neyddist hann
til að ganga í herinn. Hánn tók þátt í or-
ustum við Somme og lenti sprengikúluflís
í andlit hans.
Hann lá mánuðum saman á spítala, og
þegar hann leit andlit sitt í fyrsta sinn í
spegli, ætlaði hann að brjálast af hræðslu.
Ég heyrði sagt, að hann hefði hvað eftir
annað reynt að fremja sjálfsmorð. Það
var alltaf Catherine, sem hann hugsaði um,
og hvort hún þyldi að sjá hann, þegar þau
hittust aftur. En svo var það Catherine
— hvað haldið þið, að hún hafi gert, þeg-
ar hún fékk í fyrsta sinn að koma til hans ?
Hún breiddi út faðminn á móti honum og
kyssti hann.
Svo virtist, sem þau hefðu mikla mögu-
leika, til að endurnýja hamingju sína. Þau
héldu aftur til vinnustofunnar í Chelsea,
og fjölskylda Stephens tók hann í sátt
aftur og lagði þeim næga peninga til að
lifa á. Hún tók einnig á móti Catherine og
þótti öllu fólkinu mjög vænt um hana —
hvernig gat það líka öðruvísi verið?
Til allra hamingju voru augu Stephens
heilbrigð og ekkert var því til fyrirstöðu,
Hvar er vísundurinn?
að hann gæfi sig aftur að málaralist, og
yfirhöfuð, að þau tækju upp sitt fyrra líf-
erni. Við álitum og vonuðum, að svo myndi
einnig verða. En það varð eigi.
1 fyrstu var orsökin sú, að Stephen tók
ákaflega nærri sér hið breytta útlit sitt.
Smátt og smátt breyttist þessi viðkvæmni
hans í afbrýðisemi, sem nálgaðist hrein-
ustu geðveiki. Ef Catherine aðeins brosti
til póstþjónsins, þaut hann upp æðisgeng-
inn og ímyndaði sér, að hún hefði viðbjóð
á honum og væri ástfanginn af öðrrnn
manni. Hún var alls ekki sú manntegund,
en aftur á móti fór hún að verða tauga-
veikluð af þessum köstum hans, því að
hann kvaldi hana þrásinnis með þessu.
Einu sinni, þegar ég var í heimsókn hjá
þeim, hélt hann lampa upp að andliti mínu
og gerði það viðbjóðslegt með hræðilegum
grettum. Guð veit, hvað hann gerði, þegar
þau voru tvö ein heima. Allir gátu séð,
nema Stephen sjálfur, að hún var mjög
ástfangin af honum, en smátt og smátt
tók hegðun hans og þá einkum hin djöful-
lega afbrýðisemi að eyðileggja taugar
hennar.
Svo var það kvöld nokkurt, að þau urðu
ósátt út af manni, sem hét Archer. Archer
var efnilegur listamaður, sem hafði farið
sem sjálfboðaliði í stríðið 1914 og hafði
komið aftur 1917 og þá fótalaus. Catherine
hafði oft verið fyrirmynd hans, og nú þeg-
ar hann kom aftur og spurði, hvort hann
mætti ljúka við ófullgerða mynd af henni,
átti hún ákaflega bágt með að neita því,
enda þótt( Stephen hefði bannað henni að
láta mála sig.
Hún spurði Stephen, hvort hann hefði
nokkuð á móti því, að gera Archer þann
greiða — Archer hafði verið góður vinur
þeirra beggja — en Stephen sagði, að hann
Hrífandi fimleikar
— en hættulegir.
Victoria Torrence, hin fræga
„circus“-dansmær, með manni
sínum. Skömmu eftir að þessi
mynd var tekin hrapaði dans-
mærin til dauða í New York,
fyrir framan 10000 skelfda
áhorfendur.