Vikan


Vikan - 01.11.1945, Blaðsíða 3

Vikan - 01.11.1945, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 44, 1945 3 m Idnþing Islendinga: (Sjá forsíðu). TT'yrir 8. Iðnþingi íslendinga lágu eftirfarandi mál, er öll voru tekin til meðferðar: Upp- taka nýrra sambandsfélaga, lög um iðnaðarnám, lög um iðn- fræðslu, reglugerð um iðnaðar- nám, f jármál iðnaðarins, útveg- un efnis og áhalda, gjaldeyris- og innflutningsmál, efling og þróun iðnaðarins, atvinnu- og framleiðsluskýrslur, útgáfa handbóka, iðnsýningar, kosn- ing forseta gerðardóms, kosn- ing fulltrúa á næsta norræna iðnþingið, nýjar iðngreinar, frí- dagur iðnaðarmanna, gerviiðn- aðarmenn, skýrslur um Stokk- hólmsför, verðlaun fyrir sveins- próf, námsskrár iðngreina. Fyrsta iðnþing Islendinga var háð í Reykjavík árið 1932 og samtímis var Landssamband iðnaðarmanna stofnað, en fyrsta iðnráðið 23. desember 1928. Nú eru í Landssambandinu 48 iðn- félög með um tvö þúsund fé- lögum. Iðnskólar eru á Akra- nesi, Akureyri, Eyrarbakka, í Hafnarfirði, á Húsavík, í Kefla- vík, Neskaupstað, Reykjavík, á Selfossi, Siglufirði, * í Vest- mannaeyjum, á Þingeyri og Isa- firði, en iðnráð eru sex utan Reykjavíkur. Þótt margir hagleiksmenn, sem unnið hafa ýmis þau störf, er nú teljast til iðju og iðnaðar, hafi verið uppi á Islandi allt frá landnámstíð, þá er þess ekki getið, að til hafi verið hér iðn- aðarmannastétt fyrr á öldum. Talið er, að það sé ekki fyrr en á síðustu öld, að menn geri, að verulegu leyti, iðnað að atvinnu sinni. 1860 lifir 1,1% lands- manna á iðnaði, um aldamótin 5,4%, 1930 14,5% og fullyrða má, að í Reykjavík einni lifi nú hérumbil helmingur bæjarbúa á iðju og iðnaði, en 1890 var það Þingfulltrúar á 5. Iðnþingi Islend- inga, sem háð var á ísafirði í júní 1939. Myndin var tekin við hús Bárðar G. Tómas- , sonar skipaverk- fræðings. 14,7% af íbúum bæjarins. Á síðustu áratugum 19. ald- arinnar fóru íslenzkir iðnaðar- menn að vakna til meðvitundar um, að þeir væru sérstök stétt í þjóðfélaginu og fara að koma á samtökum sín á milli. 1867 var Handiðnaðarmannafélagið í Reykjavík stofnað, en 1882 var nafninu breytt í Iðnaðarmanna- félagið í Reykjavík og er það, eins og öllum er kunnugt, starf- andi enn. 1888 er iðnaðarmanna- félag stofnað á Isafirði og 1904 á Akureyri og á tímabilinu frá 1928 og fram að þessu hafa þau verið stofnuð í kaupstöðum úti um allt land og eru sum þeirra allf jölmenn. Iðnaðarmannafélögin hafa Guðmundur H. Guðmundsson, forseti 8. Iðnþings Islendinga. Hefir verið formaður Iðnaðar- mannafélagsins í Reykjavík síðan 1942, áður varaformaður þess. Var í stjórn Trésmiðafél. Rvikur 1931—32 og form. 1933 —34. Fulltrúi Húsgagnameist- arafél. Rvíkur í Iðnráði og á iðnþingi og setið í stjórn L, I. Fulltrúar á 4. Iðnþingi Islendinga, sem háð var í Reykjavík í júli 1937. alltaf haft sérstakan áhuga á menntun iðnaðarmanna og árið 1873 gekkst Iðnaðarmannafé- lagið í Reykjavík fyrir því, að sunnudagaskóli var haldinn fyr- ir iðnaðarmenn, en 1906 var Iðnskólahúsið í Reykjavík reist og síðan hafa iðnskólar risið upp víða um land. Þó vantar enn slíka skóla og betri húsa- kynni fyrir þá, sem nú eru starfandi, því að verkefni þeirra eru mikil og nauðsynleg. Lög um iðju og iðnað voru samþykkt 1927 og hafa þau oft verið endurbætt síðan. Ýms önn- ur lög hafa verið sett á þessu sviði, eins og t. d. um iðnaðar- nám, eftirlit með verksmiðjum og vélum, viðauki við lög um hagfræðiskýrslur, um hlunnindi fyrir ný iðn- og iðjufyrirtæki, lög um iðnlánasjóð o. s. frv. Lög þessi hafa verið undirbúin og samin af iðnaðarmönnum sjálf- Framhald á bls. 15.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.