Vikan - 09.05.1946, Blaðsíða 4
4
VIKAJSr, nr. 19, 1946
TTÆÐARMÆLIRINN sýndi 1250 metra.
Percy sneri sér að Ken og hrópaði:
„Stökktu nú!“
Ken Daries opnaði með erfiðismunum
dyrnar á flugvélinni. Vindkviðurnar, sem
komu á móti honum, ætluðu alveg að kæfa
hann. Hann hélt sér í nokkrar sekúndur í
dyrastafinn, en stökk síðan út í loftið og
lét sig falla niður. Hurðin að baki hans
skall í lás.
Ken hafði fulla meðvitund, þar sem hann
féll eins og örlítill hnoðri í gegnum loftlög-
in. Hann hélt rólegur í hringinn á fallhlíf-
inni og beið . . . Nú hlaut hann að vera
kominn langt frá flugvélinni og fólksþyrp-
ingin niðri á flugvellinum hafði fengið
skemmtunina, sem hún hafði greitt fyrir.
Hann togaði fast í hringinn og heyrði silki-
hlífina þenjast út fyrir ofan sig. Líkami
hans kipptist við, þegar fallhlífin dró úr
hraða fallsins. Hann sveif nú hægt og ró-
Iega niður og það glampaði á hvíta silki-
hlífina í sólargeislunum. Hann leit upp og
sá vél Percys, og hann furðaði sig á, að
honum virtist hún hafa hækkað flugið.
Hún hefði einmitt átt að svífa aftur í stór-
um boga niður á flugvöllinn.
Niðri á graslendinu stóðu nokkur þús-
und áhorfendur, sem horfðu með athygli
á flugsýninguna. Ken hló við hugsunina
um það uppnám, sem hann ætlaði sér að
koma af stað. Þessi flugsýning myndi
vekja meiri eftirtekt, en búizt var við í
upphafi; það var hann sannfærður um.
Hann þreifaði niður í hægri vasann á
leðurstakknum. Þarna lá hún — skamm-
byssan — hönd hans strauk næstum ást-
úðlega hlaupið á henni. Að nokkrum mín-
útum liðnum, þá. . . .
Það var slungið af honum að hefna sín
á þennan hátt á þeim Elsu og Percy. Um
tíma hafði hann hugsað sér að ráðast á
Percy, þegar þeir væru saman uppi í loft-
inu og láta flugvélina hrapa til jarðar.
Þetta var miklu snjallara; dauði hans
myndi hvíla sem skuggi yfir Elsu og
Percy, það sem eftir væri ævi þeirra. Já,
alltaf. Þau myndu ásaka sig fyrir, að hafa
verið orsök að dauða hans. Dapurleg enda-
lok hans áttu að eitra samlíf þeirra.
Skyldu vera 500 metrar til jarðar? Ken
reyndi að líta upp og koma auga á vél
Percys, en hún var hvergi sjáanleg. Hann
dró skammbyssuna upp úr vasanum og
bjó sig undir dauðann.
Á þeirri stundu, sem fallhlífin kæmi til
jarðar, myndu áhorfendurnir furða sig á,
að maðurinn skyldi ekki reyna að koma
fyrir sig fótunum. Þeir myndu sjá hann
detta eins og þungan stein, dragast dálít-
inn spöl með blaktandi fallhlífinni, en
liggja síðan grafkyrran. Þeim til undrunar
myndi hann ekki rísa á fætur og losa sig
við fallhlífina eins og menn eru vanir að
Smd.saq.ci
eftir MARTIN SOUTH.
gera. Eithvað hlaut að vera öðruvísi en
átti að vera. Það hafði ef til vill liðið yfir
manninn!
Yfirlið! Svei, það var nú ekki aldeilis
það. Þeir myndu finna Ken Daries liðsfor-
ingja, steindauðan með skammbyssu í
krepptri greipinni. „Framdi sjálfsmorð,
hangandi í fallhlíf!“ þannig myndi fyrir-
sögnin hljóða í dagblöðunum og vafalaust
myndi þessi atburður vekja geysimikla at-
hygli. Hann var án efa sá fyrsti, sem svipti
sig lífi á þennan hátt.
Brátt myndi það koma í ljós, að eigin-
kona hins látna, Elsa, og vinur hans og
starfsfélagi, Percy liðsforingi áttu sök á
þessum harmleik. Þau elskuðu hvort ann-
að — já, en Ken elskaði Elsu svo heitt, að
það nálgaðist næstum brjálsemi. Og þess
vegna gerði hann þetta.
Þegar Percy myndi lenda vélinni, myndi
hann verða lamaður og skelfdur af þess-
ari hræðilegu frétt. Ken brosti grimmdar-
lega. Hann setti hlaupið að öðru gagnaug-
anu og tók í gikkinn.
Það gerðist. Ekkert skot reið af.
Ken reyndi aftur — en það bar engan á-
rangur. Undrandi reif hann upp geymirinn
á byssunni.
Hann var tómur! Samt hafði hann sett
sex skot í hann um morguninn.
Nokkrum mínútum síðar lenti hann.
í =
I É
i 1. Við hvaða hitastig bráðnar blanda af |
blýi og tini?
| 2. Hver sagði þetta: „Sé hvorki spilað i
um ást né hatur, spilar lconan lélega." |
e |
| 3. Hvað heitir höfuðborgin í Tyrklandi? §
E z
| 4. Hvað er stærsta landdýr Evrópu?
í 5. Hvað hét páfinn, sem bannfærði Sverri i
| konung ?
| 6. Hvar er hæsti fjallstindur Evrópu?
| 7. Eru íbúar Afríku fleiri en Ameriku ?
I 8. Hvaða korntegund er hægt að rækta |
nyrzt á hnettinum?
| 9. Hvenær var Jón Vídalin biskup?
i 10. Hvað var Bjarni Thorarensen gamall, |
þegar hann orti „Eldgamla Isafold" ? |
| Sjá svör á bls. 14. |
Hann kom fyrir sig fótunum, af gömlum
vana, þegar hann kom til jarðar. Þetta var
glæsileg, hættulaus lending á akri, rétt
fyrir utan flugvöllinn. Áður en leið á löngu
var hann umkringdur af forvitnum, æp-
andi áhorfendum, sem höfðu réiknað út
áður, hvar hann myndi sennilega koma
niður.
Elsa var ekki þar á meðal. Það var eðli-
legt! Hún yrði, þar sem Percy kæmi.
Allt í einu riðlaðist mannf jöldinn. Mað-
ur, hafði komið hlaupandi og hrópað eitt-
hvað. „Flugvélin hrapaði til jarðar, flug-
vélin hrapaði,“ var nú æpt úr öllum átt-
um.
Bifreið kom frá flugvellinum til að
sækja Ken og þá fékk hann fréttina stað-
festa: Vél Percys hafði hrapað úr mikilli
hæð. Hann hafði flogið nokkuð langt í
norður, svo að flugvélin varð naumast
greind með berum augum. En vörðurinn
á flugvellinum hafði steinhissa fylgzt með
henni í gegnum sjónauka. Það var einnig
hann, sem varð fyrstur til að veita slys-
inu athygli. Flugvélin hafði allt í einu
hrapað eins og ör til jarðar. En ekki virt-
ist hafa kviknað í henni.
Ken bað manninn að aka sér út að slys-
staðnum.
Bifreiðin hjakkaði af stað eftir holótt-
um akvegi. Það tók langan tíma að komast
að flugvélarf lakinu. Fólksf jöldinn var kom-
inn þar saman, en honum var haldið í hæfi-
legri fjarlægð af starfsmönnum flugvall-
arins.
En inni á afmarkaða svæðinu var kona.
Elsa!
Ken gekk hægt að flakinu; þetta var
ólöguleg hrúga af alumíníum og stáli.
Percy hafði allur brotnað og marizt við-
fallið og lá lík hans þarna í grasinu og
var ábreiða breidd yfir það. Elsa lá á
hnjánum yfir því og grét ofsalega.
Hún og Ken fóru með sjúkrabílnum, sem
flutti lík Percys til rannsóknar. Þau stóðu
honum næst af þeim, sem voru þarna
staddir.
Ken sá, þegar læknar og lögreglumenn
rannsökuðu líkið og föt þess. I vasa á leð-
urstakknum fannst dálítið undarlegt: sex
skammbyssuskot; Ken fölnaði, þegar hann
sá þau, enda þótt hann hefði ekki lengur
á sér byssuna. Hann hafði týnt henni við
lendinguna — en hann mundi ekki
hvernig.
Rannsóknarmennirnir furðuðu sig ekk-
ert á því, að ungur liðsforingi hefði skot
á sér. Þau voru mátuleg í hlaupið á her-
mannaskammbyssu þeirri, sem Percy átti.
„Hann hefir fundið skammbyssu mína
í vélinni, áður en við fórum upp“ hugsaði
Ken, „og hefir tekið skotin úr henni. Hann
hefir einnig vafalaust framið sjálfsmorð
með því að láta flugvélina hrapa. Það er
Percy, sem hefir komið fram hefndum."
Þegar Elsa, skömmu eftir þennan at-
burð, bað Ken um skilnað, þá veitti hann
henni hann alveg skilyrðislaust.