Vikan


Vikan - 09.05.1946, Blaðsíða 10

Vikan - 09.05.1946, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 19, 1946 ypimn m n K IIII i l i w Matseðillinn Aspargessúpa. 2 lítrar gott kjötsoð. 80 gr. smjör. 80 gr. hveiti. % kg. Asparges. 4 eggjarauður. Kjötsoðið er hitað, smjörið brætt, og hveitið jafnað saman við og þynnt út með sjóðandi soðinu, sömuleiðis aspargessafanum; súpan er soðin hægt í 10 mín., en þá er hún jöfnuð með hrærðum eggjarauðum; seinast er asparges látið út í, hafrakex eða hveitibollur bornar með. Lankar fylltir með farsi. 12 st. laukar 1 y2 kg. lagað fas. Vatn til þess að sjóða i laukana. 2 tesk. salt. Laukurinn er afhýddur, lok skorið af og holaður að innan. Laukurinn er fylltur með fasi, lokið látið á og bundið um með garni. Laukurinn er látinn í vatn ásamt salti það miklu, að aðeins fljóti yfir, soðinn hægt i klukkutíma; það sem holað var innan úr lauknum er látið í pott ásamt smjöri, 1 tesk. salt, 1 tesk. sykur; soðið hægt þar til það er vel meyrt, Böndin tekin af og laukn- um raðað á föt, laukdýfa látin með á fatið. Borinn á borð með ljósri sósu, sem búin er til úr 50 gr. af smjöri og 50 gr. af hveiti, þynnt út með lauk- fioði og rjóma. Soðin í 5—6 minútur. Tfzkumynd Þessi frakki, sem er úr dökkbrúnu ullarefni, er. hentugur hversdagsbún- ingur. Handvegirnir eru víðir, frakk- inn aðskorinn og falla vasarnir sam- an við saumana sitt hvoru megin að framan. Tölumar eru úr brúnu og gylltu leðri. ♦»»»»»»»»»»»»»-*»»>i*-*Í*l*-*-*i*-*l*-*-*l*l*-*:*-*-*l*Í*-' ►i< V V V V ►5 ►5 V V ►S V V ►I< Ráðningastofa landbúnaðarins >:< >:< ►:< V V V V * V v ►5 i »:< $ i * >< V V I ►:< ►:< ►i< *:* v ►:< 8 $ •K starfar nú sem áður í samvinnu við Vinnumiðl- unarskrifstofuna á Hverfisgötu 8—10 — Alþýðu- húsinu — undir forstöðu Metúsalems Stefáns- sonar, fyrrv. búnaðarmálastjóra. Allir, er leita vilja ásjár ráðningarstofunnar um ráðningu til sveitastarfa, ættu að gefa sig fram sem fyrst og eru þeir áminntir um að gefa sem fyllstar upplýsingar um allt, er varðar óskir þeirra, ástæður og skilmála. Nauðsynlegt er bændum úr f jarlægð að hafa umboðsmann í Reykjavík, er að fullu geti komið fram fyrir þeirra hönd í sambandi við ráðningar. Skrifstofan verður opin alla virka daga, kl. 10—12 og 1—5, þó aðeins fyrir hádegi á laugar- dögum. — Sími 1327. BÚNAÐARFÉLAG ÍSLANDS. 8 •:< V V ►:< 8 $ •:< V 8 8 I »»»»»»»»»»»»»>»»»»»»»»»»>»» Um káltegundir. Úr Vöruhandbók. Birtar voru hér i blaðinu 25. apríl myndir úr „Vöruhandbók" þeirri, sem Dr. Jón Vestdal hefir samið og f jármálaráðuneytið gef- ið út. Er, eins og þar var skýrt frá, geysimikill fróðleikur í þessu fyrsta bindi, sem komið er út. Eftirfarandi kafli er úr Vöru- handbókinni. Kál (Brassica oleraeea) er mikil- verðast af öllu grænmeti. Af því er ræktaður mikill fjöldi afbrigða, sem oft eru hvert öðru mjög ólík, þótt þau séu öll komin út af sömu tegundinni. Káljurtirnar eru tvíærar; þær safna næringarforða fyrra árið í blöð, stöngla eða blómhnappa, og eru það þessir hlutar jurtarinnar, sem notað- ir eru til matar. Blóvikál (blómkálshöfuðj eru ó- þroskaðir blómhnappar og blómlegg- ir af samnefndri jurt (B. o. var. botrytis). Blómkálshöfuðin eru oft um 20 cm í þvermál eða meira og hvít eða því sem næst hvít á lltinn. Þau eru talin Vera ljúffengust af öllu káli, en eru ekki að sama skapi næringarrík. Aftur á móti innihalda þau töluvert af A- og B-vítamíni og mjög mikið af C-vítamíni. Grœnkál (brúnkál) er blöð sam- nefndrar jurtar (B. o. var. acephala crispa). Blöðin eru fagurgræn og hrokkin, en misstór. Þau eru mjög næringarrík og eru, ásamt rósakáli, næringarrikust allra káltegunda. Enn fremur inniheldur grænkál mikið af A-, B- og C-vítamínum. — Græn- kál er talið bragðbezt, eftir að það hefir frosið, og þolir það að standa úti langt fram á vetur. Hnúðkál (vínarkál) er stöngul- hnýði af samnefndri jurt (B. o. var. caulorapa). Hnýðið er ýmist hvítleitt að utan, grænt eða blátt og misjafn- lega lagað, oftast hnöttótt eða í- langt. Hnúðkál þolir langa geymslu og er ljúffengt. Hvítkál er endahnappur stönguls- ins á samnefndri jurt (B. o. var. capitata alba), og ei; endahnappur- inn þétt settur blöðum, sem vefjast saman í þétt kálhöfuð. Er forðanær- ingin geymd bæði í stöngli og blöð- um. Kálhöfuðin eru ljósgræn á lit- inn og næstum hnöttótt. -—- Hvítkál er ein mikilverðasta káltegundin, enda þótt næringargildi þess sé ekki mjög mikið (um 300 hitaeiningar 1 kg); aftur á móti inniheldur það mjög mikið af A-, B- og C-vítamín- um. Sumt hvitkál þolir vel geymslu, en sé það saxað niður og látið gerj- ast, má halda því óskemmdu allan veturinn og fram á næsta sumar. Súrgerjað hvítkál er kallað súrkál. — Toppkál (B. o. c. elliptica) líkist' hvítkáli uin flest annað en lögun kál- höfuðsins, en það er ílangt eða egg- lagað. Rauðlcál (B. o. var. capitata rubra) er myndað á sama hátt og hvitkál og líkist því um flest annað en litinn; er rauðkálið rautt, blárautt ,eða grá- rautt, bæði utan og innan. Rósakál er smákálhöfuð af sám- nefndri jurt (B. o. var. gemmifera). Myndast kálhöfuðin i hornum blað- anna upp eftir leggnum; geta þau órðið mjög mörg (20—80), eru hnött- ótt og á stærð við hálfútsprungin rósablóm. Rósakál er, ásamt. græn- káli, næringarríkast allra káltegunda (um 700 hitaeiningar í kg) og er mjög ljúffengt. Savojkál (B. o. var sabauda) er myndað á likan hátt og hvítkál, en er frábrugðið því m. a. að því leyti, að Savojkálið myndar lausari kál- höfuð, blöðin eru grænni á litinn, ó- slétt og hrokkin. Savojkál er fljót- vaxið og ljúffengt, en þolir yfirleitt illa geymslu. H Ú S M Æ Ð U R ! MUNTÐ: REYKJ/WIKUR ZSXXBSBSSZEZSZiZaESXSESSZt VERZLIIN SIMI 4205 er barnalei1^111" ;ra hreint, n og ræstieiniö

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.