Vikan - 09.05.1946, Blaðsíða 6
6
VTKAN, nr. 19, 1946
í minum augum gerir það nú harla lítinn mis-
mun.“
„Jú, það veit guð,“ fullyrti Mrs. Carmichall
all-gremjulega. „Stafford kapteinn skal ekki
halda, að Lois sé tekin upp úr rennusteininum."
„Nei, auðvitað ekki,“ viðurkenndi ofurstinn,
„en —“ hann þagnaði skyndilega og aftur varð
þreytandi þögn. Stafford rauf fyrstur þögnina:
„Hvað mig snertir,“ mælti hann hægt, „get ég
ekki séð, að þetta, sem þið hafið sagt mér, geti
haft nokkur áhrif á málið. Ég elska Lois. Og það
hefir engin áhrif á tilfinningar mínar, hvort hún
er dóttir götusópara eða fursta."
Mrs. Carmichall rétti honum hönd sína.
„Eg er svo innilega glöð yfir, að Lois eignast
yður fyrir eiginmann," mælti hún. „Þér eruð
maður, en enginn flysjungur, og það er meira
en hægt er að segja um suma á þessum síðustu
og verstu tímum. Nú, þama kemur hún þá.
Komdu héma, elskan mín.“
Lois stóð á neðsta þrepinu án þess eiginlega
að vita hvað hún ætti að gera, en nú hljóp hún
upp tröppumar og kyssti Mrs. Carmicall.
„Þið vomð svo átakanlega alvarleg, að ég
varð dauðskelkuð. Um hvað vomð þið að tala.“
Ofurstinn stóð á fætur og dró hana blíðlega að
sér.
„Þú veizt það nú mjög vel,“ mælti hann bros-
andi, „og þú veizt líka vel, að þú ert mesta eft-
irlætisbam, sem hefir fengið allar óskir þinar
uppfylltar, hvort sem það hefir verið rugguhest-
ur eða eiginmaður. Gerðu svo vel! Þú hefir bless-
un mína í fyllsta máta.“
Lois gekk til Staffords, rétti honum báðar
hendur sínar og kyssti hann. Þegar hún leit upp,
stóð Travers á verandatröppunum.
Hún var of hreinskilin og saklaus — og þótti
ef til vill of vænt mn hann — til þess að hún
færi nokkuð hjá sér eða yrði feimin. Með glað-
legu brosi bauð hún hann velkominn um leið og
hún heilsaði honum.
„Gott kvöld, Mr. Travers. Við eram víst nauð-
beygð til að skýra yður frá hinu mikla leyndar-
máli okkar, hvort sem okkur er það ljúft eða
leitt.“
„Það þarf vist ekki frekari skýringa við,“
mælti hann alvarlega. „Eg veit vist nægilega
rnikið." Hann gekk til hennar og tók hönd henn-
ar. „Ég óska ykkur báðum af öllu hjarta til ham-
ingju, sérstaklega yður, Stafford; þér emð ham-
ingjusamur maður. Hann leit með raunasvip á
blómvöndinn, sem hann hélt á í vinstri hendi.
„Þetta var ofurlítil kveðja úr litla garðinum mín-
inn, ungfrú Camthers, til fólksins hérna í kvöld.
En nú kemur hún vafalaust of seint."
„Of seint!“ endurtók hún og fól andlit sitt i
blómunum.
„Slíkir hlutir koma aldrei of seint. Þetta gæti
verið fyrsta brúðargjöfin mín. Ég fæ varla aðra
fallegri."
„Guð gefi að það verði góður fyrirboði,“ mælti
hann lágt.
Stafford var að tala við ofurstann, og þess
vegna fylgdi Traver Lois inn í dagstofuna, þar
sem hún lét blómin í vatn.
„Ungfrú Camthers," mælti hann. „Yður hefir
víst fundizt heillaósk mín óþörf og illa til fundin.
Það gekk svo yfir mig — og ég varð að grípa'
til þessara venjulegu ráða, sem alltaf era svo
handbær. En ég get fullvissað yður um, að ég
fann meira til en orð fá lýst — miklu meira en
ég get sagt, jafnvel nú. Ég óska og vona —
og bið — að þér verðið hamingjusöm."
„Þökk,“ mælti hún án þess að líta upp. Það
var eitthvað í slitróttum orðum hans, sem komu
táranum fram í augu hennar og gerðu rödd henn-
ar óstyrka. Hún vissi að hann þjáðist — og
og einnig hvers vegna, og hjarta hennar sló örar
af vináttu og meðaumkvun.
„Þér skuluð ekki þakka mér,“ mælti hann.
„Það er ég, sem er í þakklætisskuld. Þér vitið ekki,
hve mikið gott þér hafið flutt inn í líf mitt, eða
hve mikið þér hafið hjálpað mér óafvitandi. Eg
mun aldrei geta gert neitt fyrir yður, sem kemst
í hálfkvisti við það — enda þótt — viljið þér lofa
mér einu?“
„Ef mér er unt að gera það,“ mælti hún lágt.
„Það er ekki mikið, sem ég bið um. Ef nokkum
tíma koma þær stundir, að þér þarfnist tryggan,
sannan trúfastan vin, viljið þér þá hugsa til mín ?
Viljið þér gefa mér tækifæri til að greiða ofur-
lítið af þakkarskuld minni?"
Hún leit á hann tárvotum augum.
„Ég vona að ég hafi nú eignazt þann vin, sem
ég get ætíð snúið mér til," mælti hún blíðlega.
„En skyldi þessi hjálp og stoð verða frá mér tekin
— sem ég vona að guð gefi að ekki verði — skal
ég leita til yðar — því lofa ég.“
„Þökk!" mælti hann og þrýsti með Iotningu
vörunum að hönd hennar.
XI.
Við þröskuld mikillar þjóðar.
Enda þótt Travers eyddi ekki tímanum til
ónýtis, en bjó sig strax undir að hefjast handa
við hina nýju klúbb-byggingu, þá var honum það
þó undir eins ljóst, að hve mjög sem hann legði
sig fram, mundi líða góður tími þangað til hún
yrði fullgerð, og þessi bið féll ekki saman við
ráðagerðir hans. Þess vegna hafði hann gert ráð-
stafanir til mannfagnaðar, sem fram átti að fara
hjá honum og óvenjulega mikið i hann borið,
þegar daginn eftir veizluna hjá furstanum.
Auðvitað sagði Nehal Singh fursti já við boð-
inu, og tæpri viku síðar rann upp hinn mikli dag-
ur, sem margir höfðu hugsað til með tilhlökkun
og eftirvæntingu — ekki þó hvað sízt Mrs. Cary,
sem í öllum stærri samkvæmum og veizliun þótt-
ist sjá afbragðs tækifæri fyrir Beatrice til þess
að koma í framkvæmd einka-ráðagerðum sínum.
Það var þess vegna nýr vottur um óblíð örlög,
eins og Mrs. Cary orðaði það í reiði, að Beatrice
skyldi einmitt verða veik þennan dag.
Hin geðrika og mædda móðir botnaði ekki
nokkum skapaðan hlut í, hvaða illyrmis sjúkleiki
það var, sem gripið hafði dóttur hennar. En
þrátt fyrir öll mótmæli fullyrti Beatrice þ rá-
kelknislega, að hún væri sjúk, án þess þó að gefa
nánari skýringar.
„En þú lítur alls ekki út fyrir að vera veik,"
sagði Mrs. Cary alveg utan við sig i siðasta sinn,
sem hún leit inn til dóttur sinnar til að kveðja.
„Ég fæ alls ekki skilið hvað gengur að þér og
þú villt ekki segja það. Finnurðu til einhvers
staðar? Hefirðu höfuðverk? Svaraðu, bam.“
„Hverju á ég að svara?" spurði hún. „Ég get
auðvitað ekki sagt að ég hafi þrautir, þegar þær
eru engar."
„Hafir þú engar þrautir eða verki, ertu hel'dur
ekki veik."
Beatrice hló. „Þetta svar þitt sýnir, hve lítið
þú þekkir byggingu mannlegs líkama, mamma.
Verstu sjúkdómar era þrautalausir — eftir þvi
sem þú skilur það hugtak."
Blessað
bamið!
Teikning eftir
George McManus.
Mamman: Hann sefur — nú geturðu læðst burtu í vinnuna. Pabbinn: Mig langar til að kyssa hann, en þori
Pabbinn: Já, ég ætla að fara. það ekki, ég gæti vakið hann.
Pabbinn: Skrambans kúlurnar!
Pabbinn: Ég heppinn að vekja . Pabbinn: Æ, Ég steingleymdi því,
hann ekki —. að ég tindi kúlumar upp í hattinn!
Lilli: Va—a!
Pabbinn: Hættu að gráta, vinurinn
— pabbi er ekki farinn!