Vikan


Vikan - 09.05.1946, Blaðsíða 12

Vikan - 09.05.1946, Blaðsíða 12
12 VTKAN, nr. 19, 1946 ætla ég á veitingahúsið „Dúfumar" og hlusta á Strauss leika valsana sína. Ég fer með Charlotte Grunner og manninum hennar, Rudi. Hún er systir Max von Habenberg." „Nei, það er undarlegt! Ég ætla einmitt að fara einnig í „Dúfumar" og hitta von Habenberg þar. Hann er vinur minn og þykir mér mjög vænt um hann.“ „Þá verðið þér með okkur?“ Emanuel sneri sér að henni, horfði í augu henn- ar og var hálf napur, en þó leyndardómsfullur dráttur um munn hans. „Eigum við þá að hittast á veitingahúsi — ásamt Grunnershjónunum. Hvað haldið þér að Vín segi um þetta?“ Marie hleypti i brýmar: „Heyrðuð þér ekki, þegar ég var að tala um persónulegt frelsi? Ef þér eruð vinur von Habenbergs, getið þér þá ekki einnig verið vinur minn?“ „Ég get sagt yður það í hreinskilni — að vera vinur yðar á þann hátt væri mér óþolandi. Hverju svarið þér nú?“ „Svar mitt mun koma yður óvænt.“ Hann hló. „En ég hefi einmitt gaman af öllu sliku! Auðvitað kysi ég heldur svar, sem myndi gleðja mig. Ef það er ekki hægt, þá vil ég heldur verða fyrir vonbrigðum en einhverju óvæntu. Ég vil vita, hvar ég hefi yður.“ „Emanuel, ég vona, að ég verði yður aldrei til vonbrigða." Emanuel bar hönd hennar að vörum sér og kyssti hana. II. Næsta mánuð allan fannst Emanuel hann ætíð vera á leiksviði, þar sem Marie og Tiann léku aðalhlutverkin. Stundum hafði hann löngun til að segja Gustave upp alla söguna og gefa honum þannig efni í nýtt leikrit. Hann var sannfærður um, að Marie elskaði hann ekki meir en hann hana, en á milli þeirra væri eitthvað likamlegt aðdráttarafl, svo að þau dáðu hvort annað og nutu þess að vera saman. Hvemig sem Emanuel Gollantz var, þá var hann fyrst og fremst Gyðingur og bar mörg lynd- iseinkenni þessa kynflokks. Til dæmis naut hann þess í ríkum mæli að vera með konu, sem var ekki aðeins fögur heldur einnig mjög háttsett í Vínaraðlinum. Hann hafði ánægju af því að sjá, að fólk tók eftir gætni þeirra og hæversku, þegar þau sýndu sig saman og hvemig þau gátu heils- ast hirðuleysislega, þegar þau mættust. Harin vissi, að öll Vínarborg fylgdi þeim með augunum og braut heilan um, hvemig sambandi þeirra væri háttað. Kvöld nokkurt, þegar hann fór inn í veitinga- húsið „Spiel“ kom gestgjafinn, hinn feiti Schar- zer, til hans og hneigði sig fyrir honum. „Góða kvöldið, herra Gollantz.“ Emanuel fór úr frakkanum og rétti hann þjóni. „Góða kvöldið, herra Scharzer. Veitingahús yðar er þétt skipað — eins og vant er.“ Scharzer brosti og varð vingjamlegur á svip- tnn. Hann sóttist eftir, að ungir og fríðir menn væru tiðir gestir á veitingahúsinu. „Hennar hátign er hér, herra Gollantz". Emanuel varð þurrlegur og röddin kuldaleg. „Má ég óska yður til hamingju — en hvaða hátign er það?“ „Marie Dietrich, prinsessa, herra Gollantz." „Jæja! „Spiel" er óneitanlega að vaxa að vin- sældum. Segið mér — er herra Gustave hér?“ Scharzer blóðroðnaði, því að hann fann að þama hafði hann gert laglegt glappaskot. „Það held ég ekki. Ég hefi ekki séð Gustave." „Gjörið þér svo vel að láta mig fá borð, og þegar hann kemur, skulið þér vísa honum til mín.“ Hann settist nlður, hallaði sér aftur í stólnum og horfði þreytulega yfir veitingasalinn. Hann kom fljótlega auga á Maríu, sem sat hjá Gmnner greifafrú. Hann stóð upp og hneigði sig, gekk síðan til þeirra og heilsaði þeim kurteislega. Síðan fór hann aftur að borði sínu og sat þar það, sem eftir var kvöldsins. Því það var fyrirfram víst að Gustav myndi ekki koma. Þannig héldu þau áfram að hittast i,,Spiel,“sem var þægilegur og skemmtilegur staður, þrátt fyrir það, að hann væri ekki mjög þekktur. — Einnig í „Dúfunum" þar sem Jóhann Strauss og hin ágæta hljómsveit hans léku og loks í „Græna hliðinu." Þau drukku saman kaffi hjá Domager og voru ennfremur saman í hinu glerfína Zogemity, þar sem allt heldra fólkið í Vínarborg gat séð þau. Theodore var fyrir löngu farinn burt út í óbyggðir, Maríu leiddist hræðilega, og Emanuel hafði ánægju af að vera með fagurri konu. Vikumar liðu, og hann fann smám saman, hvem- íg hún varð að vana og einn liður í daglegu lífi hans. Keisarinn hafði aldrei getað þolað gamla Teodore prins. Keisaradrottningin skeytti ekkert um siðferðið við hirðina og Maria hafði fyrir löngu síðan lýst þvi yfir, að hún kærði sig ekkert um hinar og þessar reglur og erfðavenjur, sem Habsborgaramir lögðu svo mikla áherzlu á. Max von Habenberg þorði aðeins einu sinni að minnast við Emanuel á sainband hans og Maríu. Þau vom að koma úr óperunni kvöld eitt, og von Habenberg hvíslaði því að Emanuel, að hann hefði orðið var við eitthvert hvískur meðan Emanuel var í heimsókn hjá Maríu. „Emanúel," sagði hann dræmt, „ég trúi því ekki, að ég þurfi að segja þér frá því, sem ég hefi' heyrt og séð I kvöld.“ „Þurfir?" Rödd Emanuels varð hvöss. „Þaö, sem þú hefir heyrt og séð í kvöld?“ Svo kom gamli, þægilegi tónninn á röddina aftur, hann tók aðeins fastara um handlegg vinar sins. „Mér hefir alltaf virzt — með tilliti til þess, sem við höfum heyrt og béð í kvöld — að Stradelle hafi gifzt of snemma. Hann hefir elzt við það. En Hoffmann var dásamlegur, það var —.“ „Ég átti ekki við leikinn, Emanuel.“ „Ekki það? Ég skal gefa þér gott ráð, Max. Hugsaðu ekki um annað, það er skynsamlegast. Og eins og ég sagði, Hoffmann var ágætur —.“ „Þú átt við það, að þú .óskir ekki að —.“ Emanuel varð blíður, hreyfingar hans urðu mjúkar og þíðar. „Ég á við, að ég vilji ekki ræða um neitt það, sem gæti orðið til þess að spUla vináttu okkar." Marcus gamli Breal heyrði einnig um orðróminn, sem gekk um laglegan, drambsaman, ungan Gyðing og Dietrich princessu. Hann strauk hökuna, hrukkaði ennið og gerði sér ferð til Emanuels til að borða með honum miðdagsmat. Þegar þeir fóru út úr borðstofunni vel ásigkomnir eftir ágætan mat með góðum vínum, reyndi Breal að nálgast efnið. „Nafn þitt er á hvers manns vörum, Emanuel. Það er engu líkara, en að þú hallir þér að fáum eins og stendur." „Já, einmitt?" Rödd Emanuels lýsti mikilll undrun, en svo allt í elnu fann Breal, að hann tók undir handlegg sér og sagði hratt: „Gáðu að þér, herra Breal!“ „Hvað áttu við! Hvers vegna gerðirðu þetta?" spurði Breal. „Ég var bara dálítið hræddur um, að þú værir óvarkár," sagði Emanuel og svo bætti hann við: „Gólfin hérna eru óvenjulega falleg, en það er ekki með öllu hættulaust að ganga á þeim." Breal glápti undrandi á hann, síðan rak hann upp hvellan hlátur. „Já, ég skil," sagði hann. „Það gleður mig,“ svaraði Emanuel, og þar með var viðræðunum lokið. NlUNDI KAFLI. I. Emanuel varð að játa það fyrir sjálfum sér, að það var annað veifið þreytandi að vera elskhugi Maríu Dietrich. Hún var eins og kettlingur, töfr- andi, aðlaðandi og skemmtileg, en þegar hún sýndi klæmar og klóraði, var sambandið við hana ekki eins skemmtilegt. Hún var fram úr hófi af- brýðisöm og það kom ekki ósjaldan fyrir, að hún kæmi af stað rifrildi. Emanuel hélt stundum, að hún hreint og beint nyti þess að koma fyrst með ásakanir, og segja svo áfram með tárin í aug- unum, að hann væri hættur að elska hana og svo lauk öllu með móðursýkiskasti. Hún vildi alltaf vera í París og Vín til skiptis og það var eftir eina heimsóknina til frönsku höfuðborgarinnar, að hún réðist á Emanuél. „--------og hún sagði mér, að þú hefðir verið bak við leiksviðið á hverju einasta kvöldi, meðan ég var í burtu!“ s • „Það er alls ekki satt. Ég var þar aðeins fjór- um sinnum —.“ „Og til hvers fórstu þangað?" „I viðskiptaerindum —." MAGGI OG KAGGI. Teikning eftlr Wally Bishop. 1. Maggi situr eftir, en þráir að komast út- í sumarið og sólskinið og honum heyrist fuglinn syngja: „Nú er sumar . . .“ 2. Maggi: „Nú er sumar, gleðjist gumar," 3. Maggi: „gaman er í dag.“ 4. Kennslukonan: Hvað ert þú að umla, Maggi? Maggi: Ekkert — ég sagði bara gaman er í dag.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.