Vikan


Vikan - 26.09.1946, Blaðsíða 4

Vikan - 26.09.1946, Blaðsíða 4
4 VIKAN, nr. 39, 1946 Hamingjusama kona — SMÁBAGA EFTIR PHYLLIS DEHAM. JENNY horfði út yfir setustofuna, sem var búin yndislegum húsgögnum, og leit síðan á húsmóðurina og fannst henni að frú Meredith hlyti að hafa allt það, sem hún gæti óskað sér í þessum heimi. Jexmy furðaði sig stórkostlega á, hvers vegna frú Meredith, kona forstjórans, bauð henni, sem var gift einum af lægstu starfsmönnunum, í te til sín. Þær höfðu mætzt af tilviljun fyrir tveimur vikum, þegar Bill hafði fengið flensu og Jenny fór með einhver skjöl fyrir hann í skrif- stofuna. Það hafði þá komið hellidemba og frú Meredith, sem hafði ekið manni sín- um til skrifstofunnar, hafði fengið með- aumkun með henni og farið með hana í bílnum til neðanjarðarjámbrautarstöðvar- innar. Og þegar hún hafði fengið að vita, að maður Jennyar var starfandi í skrif- stofunni, hafði hún sagt: „Þér megið til með að heimsækja mig einhvem daginn.“ Jenny hafði ekki látið sér detta í hug, að hún segði þetta í alvöru. En þegar Bill var farinn á skrifstofuna í morgun, hafði síminn hringt. Það var þá forstjórafrúin, sem bauð Jenny að koma til sín í te seinni part dagsins. Jenny hafði haft mikið að gera allan morguninn, til að koma húsverkunum af. * Hún bjó til matinn og hljóp út til að biðja frú Burton að gera sér þann greiða að gefa bömunum mjólkina klukkan fjögur. En nú sat hún að lokum ein með frú Meredith, sem óð elginn um kjóla, perma- ment, kokteilsamkvæmi, sumarleyfi í París og vetraríþróttir í Sviss. Slétt, svart hár frúarinnar gljáði eins og tinnuviður við hliðina á eplagrænum silkikoddanum. Jenny hlustaði á með eftirtekt og öfund. Þetta var allt það, sem henni þótti mikil- vægast í lífinu, áður en hún giftist Bill og hin auðuga frænka hennar, sem hafði al- ið hana upp, sneri við henni bakinu og vildi ekkert hafa saman við hana að sælda. Jenny hafði ekki hirt um það — ekki þá. Hún var ung og sannfærð um, að Bill myndi vinna sig upp og gefa henni heimili eins og það, sem hún hafði alizt upp á. En árin liðu og smátt og smátt varð henni það ljóst að Bill, þótt hann væri góður og umhyggjusamur, var hvorki atorku- samur né duglegur að hafa sig áfram. Og nú var Jenny búin að eignast þrjú börn, sitt á hvoru árinu, og varð að hugsa ein um heimilið og börnin. „Þér vitið víst að maðurinn minn er yngsti forstjóri, sem fyrirtækið hefir haft,“ sagði frú Meredith, „ég er líka hreykin af honum." „Já, það hljótið þér að vera,“ muldraði Jenny. Yngsti forstjórinn, sem fyrirtækið hefir haft — og Bill hafði aðeins tvisvar fengið launahækkun — tíu shillinga í fyrra skiptið og eitt pund í það seinna. Snotur þjónustustúlka bar inn teið — silfurkönnur, þunna postulínsbolla og margvíslegt smurt brauð og kökur. „Ná- kvæmlega eins og það var vant að vera hjá Maud frænku,“ hugsaði Jenny og reyndi að gleyma samtíningnum í eldhús- skápnum sínum heima. „Þér eigið þrjú böm, er ekki svo, frú Welles?“ spurði frú Meredith og rétti henni súkkulaðikökur. „Það hlýtur að vera hræðilega erfitt fyrir yður. Mér finnst nóg um að hafa Edith og Sheilu. Hafið þér barnfóstru?“ Jenny brosti biturt með sjálfri sér, þegar henni varð hugsað til feitu, glað- lyndu frú Burton með úfna hárið og í prjónapeysunni, sem var allt of þröng. „Nei, við höfum ekki efni á því. Ég — ég fékk konu til að gæta þeirra núna, ann- ars geri ég það sjálf.“ „Hvernig getið þér það? Ég myndi deyja, ef ég hefði ekki Nannie.“ Þegar þær höf ðu drukkið teið, kom barn- fóstran, stíf og fín í gulbrúnum einkennis- búningi, inn með litlu stúlkurnar. Þær vom í ljósbláum, útsaumuðum kjólum. Jenny fékk sting í hjartað þegar hún sá þær. Ef hún gæti klætt Raehel svona-----. Barnfóstran fór óðara út aftur með litlu stúlkurnar, þegar þær höfðu fengið súkku- lagi úr „öskjunni hennar mömmu.“ „Ég held, að ég verði að fara núna,“ sagði Jenny og gerði sig líklega til að standa á fætur. VEIZTIJ — ? 1. Hvað er Grænland stórt? 2. Hvað heitir næst stærsta borg í Eng- landi ? 3. Hvenær voru láns og leigulögin sam- þykkt í Bandaríkjunum ? 4. Hve margir dagar eru á milli uppstign- ingardags og hvítasunnu? 5. Hvað heitir lengsta á Noregs? 6. Hvar liggur Kap Froward? 7. Hvar myndast gallvökvinn? 8. Hvað er það, sem kallað er hundseyru í bókum? 9. Hvað var Óðhrærir? 10. Hvað er skímamafn Jóns Trausta? Sjá svör á bls. 14. „Æ — verið þér —,“ byrjaði frú Mere- dith, þegar síminn tók allt í einu að hringja og frúin tók heyrnartólið og brosti um leið afsakandi. „Halló! Já, það er Naney. Ert það þú, Arthur. En, ástin mín — aftur í dag. Ég sem hafði einmitt pantað handa þér apri- kósubúðing — og. Hvað var það — arm- band. Auðvitað er ég glöð. Ég hringi í Janet og fæ hana með mér í leikhúsið. Bless.“ Hún lagði heyrnartólið á og sneri sér að Jenny. „Það var maðurinn minn — hann ætlar á fund- og kemur seint heim. Það er það versta við að vera gift forstjóra, að hann er alltaf á fundum,“ sagði hún eins og hún héldi að Jenny byggist við skýringu. „Það er ekki svo að skilja að hann van- ræki mig fyrir verzlunina,“ flýtti hún sér að bæta við. „í hvert skipti sem honum gengur vel í einhverjum viðskiptum gefur hann mér eitthvað. Þennanliring fékk ég um daginn — núna lofaði hann mér demantsarmbandi. „En hvað það hlýtur að vera yndislegt," tautaði Jenny. Henni fannst hún alltaf hafa verið að stagast á þessari setningu. „Hvað ætlaði konan að halda þessu lengi áfram?“ hugsaði hún. „En nú verð ég að fara,“ sagði hún ákveðin. „Frú Burton bíður eftir mér.“ „Æ, það var leiðinlegt," sagði frú Mere- dith. „Ég sem ætlaði að sýna yður sólar- herbergi barnanna.“ „Þakka yður fyrir, en ég sé það seinna. Það var elskulegt af yður að bjóða mér.“ Þegar hún gekk heim frá frú Meredith fór allt í einn graut í höfðinu á henni, Parísarferðir, einkennisbúnar barnfóstrur og demantaarmbönd. Þótt hún elskaði Bill og börnin innilega, gat hún ekki annað en verið bitur út í lífið, fyrir að sumir höfðu allt, sem þeir óskuðu sér, en aðrir ekkert. Þegar hún kom heim, réðust öll börnin á hana með fagnaðarlátum. — „Mamma, ég bjó til kú úr vaxi, og hafði hún sex fætur.“ „Mamma, ég renndi mér niður stigahandriðið. ‘ ‘ Jenny faðmaði þau öll að sér og var þegar búin að gleyma frú Meredith og demantsarmbandinu hennar. En þegar hún var búin að koma börnunum í rúmið og stóð ein í eldhúsinu og bjó út kvöldverð- inn handa Bill, tóku leiðinlegar hugsanir aftur að ásækja hana. Hún sá fyrir sér ánægjusvip frú Meredith, þegar hún sagði „yngsti forstjóri, sem fyrirtækið hefir haft“. Auðvitað var Bill góður, en henni var Ijóst að hann myndi aldrei komast neitt lengra. Svona myndi það vera allt lífið — hann myndi vinna fyrir daglegum þörfum heimilisins, en ekki meir. Demants- armband gæti hann aldrei gefið henni. Allt í einu datt henni í hug að fara í eina kvöldkjólinn, sem hún átti. „Það er hægt að sjá á honum, að hann er orðinn Framh. á bls. 14.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.