Vikan


Vikan - 26.09.1946, Blaðsíða 14

Vikan - 26.09.1946, Blaðsíða 14
14 VIKA-N, nr. 39, 1946 FELUMYND SKRÍTLUE. Usg'.a konan: Nýi síminn kom í morgun, ég steingleymdi alveg matnumJ Heit ást! Þau höfðu setið nokkra stund þegjandi, þegar stúlkan sagði: „Þú ert eitthvað svo þögull í kvöld, Agnar. Ertu — ertu alveg viss um, að þú elskir mig? „Elski þig," svaraði Agnar, „hvort ég elska þig! Þegar við vorum að kveðjast i gærkvöldi, beit hundur stykki úr fótleggnum á mér og ég tók ekki eftir þvi fyrr en ég kom heim!“ Svör við Veiztu —? á bls. 4: 1. 2% milljón km.! 2; Birmingham. á. 11. marz 1941. ;4'.j 10. Glomma. 6. Það er syðsti oddi á meginlandi Suður* f l Artieríku, í Chile. 7’ f lífrinni. 8. HUndseyra er það kallað, þegar brotin eru horn á bókablöðum til að merkja við ákveðna síðú í bók. 9. Kerið, sem Óðinn npýtti Stuttungamiðinum í. 10. Guðmundur Magnússon. 344. krossgáta Vikunnar Bárétt skýring: 1. hverfi. — 4. ráð- vanda. — 8. fótabúnaðar. — 12. menn. — 13. teng- ing. — 14. álmu. — 15. drafla. — 16. faðm. — 18. fá. — 20. örvar. — 21. gagnleg. — 23. ætt- arfylgju. — 24. kvæðis. -— 26. eigulega. — 30. fljót. — 32. dýrmætt land. — 33. flæktu. — 34. velbúin. — 36. aðstoð. — 38. skipti. — 40. kraftur. — 41. hneigi. — 42. klæðageymsla. — 46. laus. — 49. leiðindi. — 50. 52. — 51. sagnaritari. — 52. hermikráka. — 53. úlfsham. — 57. háls. — 58. ask. — 59. vinna. — 62. óbyggt svæði í borg. — 64. hélt. — 66. viðbót. — 68. keyra. — 69. uppistaða (vatn). — 70. keim. — 71. dá. — 72. handkiæði. — 73. kom. — 74. heilt. Lóðrétt skýring; 1. kargi. — 2. beina. — 3. hljóp. — 4. svölun. — 5. beðanna. — 6. smádýr við sjó. — 7. þras. — 9. vinahót. — 10. enda. — 11. hár. —- 17. erfiði til einskis. — 19. eftir af sári, þgf. — 20. flana. — 22. blað í bók. — 24. syndsamlegt framferði. — 25. kveðið. — 27. stafur. — 28. vafi. — 29. rúm. — 30. lit. — 31. hagur. — 34. reigða. — 35. smái. — 37. rengja. — 39. meindýr. — 43. róður. — 44. kvikar. — 45. úrkoma. — 46. má ekki veita bjargir. — 47. leyfi. — 48. hærra. — 53. mild. — 54. klið. — 55. straumkast. — 56. prik. — 57. úrþvætti. — 60. fjáröflunarleið. — 61. stakt. — 63. stólpi. — 64. vísa. — 65. vin. — 67. eldsneyti. Lausn á 343; krossgátu Vikunnar. Lárétt: — 1. blek. — 4. ósæla. — 8. klóu. — 12. ráf. — 13. ösp. ■— 14. arg. — 15. egg. — 16. árla. — 18. kraum. — 20. önug. — 21. dug. — 23. efs. — 24. árs. — 26. máttlaust. — 30. afl. — 32. sit. — 33. rit. —34. vos. — 36. stjákla. — 38. aðalinn. — 40. óða. — 41. vik. — 42. afrifur. — 46. Grimnir. — 49. róa. — 50. una. — 51. rós. — 52. iði. — 53. öldudalur. — 57. ull. — 58. lon. — 59. rim. — 62. kind. — 64. banda. — 66. fæla. — 68. eld. — 69. joð. — 70. amt. — 71. ‘tál. — 72. flug. — 73. sigra. — 74. basl. Lóðrétt: — 1. bráð. — 2. lár. — 3. efld. — 4. ósk. — 5. spretta. — 6. lausara. — 7. arm. — 9. lens. — 10. ógn. — 11. uggi. — 17. aum. — 19. afl. -—• 20. ört. — 22. gáskafull. — 24. ástavísur. — 25. oft. — 27. til. — 28. u-ið. — 29. von. — 30. askar. — 31. ljóra. — 34. vikni. — 35. sneri. — 37. áði. — 39. lim. — 43. fót. — 44. und. — 45. raulaði. — 46. grandar. — 47. ról. — 48. iðn. — 53. öld. — 54. don. — 55. rif. -— 56. skef. — 57. undu. — 60. mæta. — 61. fall. — 63. ill. — 64. bos. — 65. ama. — 67. lás. Hamingjusama kona — (Framhald af bls. 4). tveggja ára,“ hugsaði hún og gretti sig framan í mynd sína í speglinum. Nú heyrði hún Bill stinga lyklinum í skrána og reyndi því að hrista af sér þunglyndið áður en hún fór niður til að taka á móti háa, ljóshærða eiginmanninum. Veslings Bill, hann mátti ekki fá að vita um þessar hugsanir hennar. „Sæl, elskan,“ sagði hann glaðlega, „— hvernig hefir þér liðið í dag?“ „Ágætlega," sagði hún með uppgerðar kæti, „ég fór og drakk te hjá frú Mere- dith.“ „Hjá frú Meredith?" hrópaði hann. „Ég sá hana sjálfur í fyrsta skipti í dag.“ „Sástu hana? Ekki minntist hún á það.“ „Það var líka eftir að þú fórst frá henni, og þar að auki sá hún mig ekki,“ sagði Bill hlæjandi. „Eg var á leiðinni heim í kvöld. Meredith stanzaði við neðanjarðar- jámbrautarstöðina og tók hana upp í bíl- inn, einmitt þegar ég var að kaupa far- miðann, en þau voru svo upptekin af hvoru öðru, að þau sáu mig ekki. Þau geta auð- sjáanlega ekki litið af hvoru öðru. Hún er líka falleg — finnst þér ekki? Þetta dásamlega, hrokkna, rauða hár?“ „Hrokkna, rauða hár —Jenny varð hugsað til slétta, svarta hársins á frú Meredith, þar sem það bar við græna silkikoddana, og starði undrandi á Bill. Allt í einu varð henni allt ljóst. Nú skildi hún, hvers vegna frú Meredith hafði boðið henni í te. Einungis til að sýna ríkidæmi sitt og næra hjarta sitt á augljósri öfund Jenny. Það fór hrollur um Jenny við til- hugsunina um — dem^ntsarmbandið. Orðalaust vafði hún handleggjunum um háls Bill og þrýsti sér að honum. „Taktu fast utan um mig, Bill,“ sagði hún biðjandi. Bill gerði það, undrandi en glaður á svipinn. „Hvað er að þér, ástin mín?“ „Ekkert,“ heyrðist hálfkæft við öxl hans, „mér var það bara allt 1 einu ljóst, að ég hefi allt það, sem ég get óskað mér í þessum heimi.“ '

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.