Vikan


Vikan - 14.11.1946, Page 7

Vikan - 14.11.1946, Page 7
VIKAN, nr. 46, 1946 7 Tónskáldiö Karl 0. Runólfsson Framhald af bls 3. svörtu skipin“, sem bæði eru mikil kór- lög og áhrifamikil, enda mikið sungin. Mörg fleiri lög frá þessum tíma mætti nefna, svo sem „Hrafninn“ og „Hirðing- inn“, en ég læt þessa upptalningu nægja. En stílbreytinguna hjá honum má rekja til þess, að hann fær rækileg kynni af ströngum kontrapunkt undir handleiðslu dr. Mixa og um leið myndast hjá honum alveg nýtt viðhorf til tónlistarinnar. Dr. Mixa benti honum á, að mörg íslenzk þjóð- lög væru samin á þeim öldum, er strangur kontrapunktur var allsráðandi í tónlist, og þess vegna væru þau vel fallin til slíkr- ar raddsétningar í línum og hljómum. Karl fór þá að glíma við þjóðlögin okkar og raddsetti þau fyrst fyrir hljómsveit. Síðar voru þrjú íslenzk þjóðlög, sem hann hafði þannig raddsett, uppfærð á norrænu tón- listarmóti í Kaupmannahöfn árið 1938, og fengu þau mjög góða dóma. Karl hafði frá því fyrsta verið sérkennilegur og persónu- legur í sönglögum sínum og má finna það á fyrstu lögunum hans, að hann hefir dramatízka æð. En með þessum straum- hvörfum í tónsmíðum hans, verður hann enn sérkennilegri og djarfari en áður, og get ég að svo stöddu ekki lagt neinn dóm á það, hversu vel honum hefir tekizt að skapa fullkomin listaverk með þeim, en þegar þau hafa verið uppfærð á hljóm- leikum í Reykjavík, þá hafa þau jafnan vakið athygli áheyrendans og stungið í stúf við önnur lög á margan hátt, en því vil ég ekki leyna, að fram á þennan dag hefir mér fundizt Karl vera leitandi í list sinni. Hann gat ekki sætt sig við hinn fast- mótaða og hefðbundna stíl, sem var orðinn þrautreyndur löngu áður en hann fæddist. Hann fann hjá sér þörf til að reyna nýjar leiðir og ágætt dæmi um þessa leit hans er hljómsveitarverk eftir hann, sem mikla athygli hefir vakið, og nefnist „Á kross- götum“. Tónskáldið hefir fundið, að hann stóð á krossgötum, og hvaða leiðina átti hann að velja. Hann hefir síðan valið veginn og liggur hann inn í land íslenzkra þjóðlaga, jafnframt því að hann rennir augunum til umheimsins, þaðan sem hress- andi og frísk gola berast að vitum hans. Áhrifa hinna nýtízku tónlistarstefna hafa ekki farið fram hjá honum. Á listamanna- þinginu síðasta var flutt eftir hann fiðlu- sónata, en það er fyrsta íslenzka fiðlu- sónatan, sem samin hefir verið, að því er ég bezt veit. Hún var með afbrigðum djörf, ég vil segja róttæk í hljómum, og er eins og höfundurinn vilji segja með henni: Ég vil ekki vera 19. aldar maður sem tónskáld, heldur vil ég vera nútíma- maður og semja tónverk, sem ber það með sér, að það er samið af manni, sem lifir á miðri 20. öldinni. Fiðlusónatan vakti mikla athygli og var vel tekið af áheyrendum, því að hún var frísk og lif- andi músik. Af þessu sem að framan er sagt má ráða það, að Karl vill ekki hjakka í sama farinu í tónsmíðum sínum og gömlu tón- skáldin okkar um aldamótin síðustu. Þeir, sem ekki kunna enn að meta nema fyrstu sönglögin hans, sem ég taldi upp hér að framan, geta þó af þeim séð, að þau eru samin af manni, sem hefir hlotið gáfuna í vöggugjöf. Og þeir, sem þekkja hin síðari verk hans, vita, að þau eru samin af manni, mér liggur við að segja ofurhuga, sem sækir fram og vill láta birt- ast í tónsmíðum sínum hræringar þess tíma, sem hann lifir á. Karl hefir þegar hlotið veglegt sæti á tónskáldabekk þjóð- arinnar, aðallega fyrir fyrstu sönglögin sín, en það kæmi mér ekki á óvart, að er fram líða stundir eigi hróður hans eftir að vaxa og hann að stækka í vitund þjóðar- innar fyrir hinar síðari og sérkennilegri tónsmíðar sínar. Að lokum vil ég telja hér upp nokkur hinna helztu prentuðu verka hans, en þau eru: „Þrjú einsöngslög“ (I fjarlægð, Den farende Svend, Afmælisljóð) o. fl. Ein- söngslög op. 4 (Hirðinginn, Söngur bláu nunnanna, Allar vildu meyjarnar eiga hann). Forleikur, Draugadans og tvö söng- lög við leikritið „Skugga-Svein“. „Vorljóð“, auk f jölda smálaga fyrir samkór og karla- kór í tímaritum og sönglagaheftum fyrir skóla. Að lokum skulu nefnd karlakórlög- in kunnu: „Förtunannaflokkar“ og „Nú sigla svörtu sldpin“, sem bæði eru sér- prentuð. í handritum á hann enn mikið, svo sem einsöngslög, 10 ísl. þjóðlög fyi-ir einsöng með píanóundirleik og hljómsveitarundir- leik og kór. íslenzk rímnalög fyrir fiðlu og píanó, Fiðlusónatan, sem áður er nefnd, 3 lög við leikritið „Jón Arason“ (eitt lagið er þó prentað í Tónlistinni), „Preludía og fuga“ fyrir kvartett, auk fjölda annara tónsmíða, og nýlega hefir hann lokið við kantötu. Ég læt hér staðar numið, þótt margt væri enn hægt að segja um tónskáldið, ekki sízt ef maður þekkti allar tónsmíðar hans, en ég hefi orðið að byggja þessi ummæli mín á því, sem ég hefi séð eftir hann á prenti eða heyrt flutt í hljómleikasölum borgarinnar, en ekki.get ég samt skilið við þessa grein, nema að taka fram ætt tón- skáldsins að góðum og gömlum íslenzkum sið, þótt þekking mín hrökkvi þar helzt til skammt, því hún má ekki minni vera. Hann heitir fullu nafni Karl Ottó Runólfsson og er fæddur í Reykjavík 24. október árið 1900. Foreldrar hans eru Runólfur Guð- mundsson frá Árdal í Andakílshreppi í Borgarfirði, sem hefir að hætti margra ís- lenzkra alþýðumanna stundað bæði sjó- og landvinnu, en siðast var hann vegavinnu- verkstjóri, og kona hans Guðlaug Margrét Guðmundsdóttir frá Saltvík. Ég kann ekki ætt hans að rekja og verða ættfræðingarn- ir að taka hér við, en það þykir jafnan gaman að vita það, í hvorn legginn tón- skáld sækir gáfuna, þótt það sé reyndar oft erfitt, því að hér á landi hefir margur gáfumaðurinn á þessu sviði lifað, án þess að hann hafi nokkru sinni fengið tækifæri til að sýna hvað í honum bjó. Fagra veröld Fegurstu ljóð samtíðarinnar. Mest eftirspurða bókin síðustu árin. Komin út í undurfagurri útgáfu, myndskreyttri af Ásgeiri Júlíus- syni, og með málverki af Tómasi eftir Blöndal. Fegursta og vandaðasta bók haustsins. — Fallegasta gjöfin. Bóldn, sem allir þurfa að eiga. Komin til allra bóksala. Helgafell Laugavegi 100. — Aðalstræti 18. Garðastræti 17.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.