Vikan - 14.11.1946, Page 10
10
VIKAN, nr. 46, 1946
UmVBIIIIIVniBIIIIIIIIIIIIIIBBIIIIIIIIIIIIIIIIIIIBIIIIIIIIIIIIRIIMIIIIMIIIIIIBIIHIIIilBiiiiiiiiiiiiiBf
• HEIMILIÐ • !
I______________________ _________________________________________!
/
SVUNTUR
•IIMMMIIIIIIIIIIIIIIIIIII flllllllllllllllllllVMMm
Matseðillinn.
Karrísúpa.
50 gr. hveiti. 50 gr. smjör. y2
—1 teskeið karrí. 2 1. kjötsoð.
2 eggjarauður. 1 matskeið
rjómi.
Smjörið er látið í pott og brætt.
Karríinu og hveitinu er hrært saman
við og þynnt smátt og smátt með
soðinu. Þá er súpan látin sjóða við
hægan hita í 10 mínútur. Þegar súp-
an er borin fram, eru eggjarauðurn-
ar þeyttar ásamt rjómanum og það
látið út í súpuna.
Hakkað buff.
4Ó0 gr. nautakjöt. 200 gr. soðn-
ar kartöflur. 10 gr. kartöflu-
mjöl. 2—3 dl. kalt vatn eða
mjólk. 1 matskeið salt. y2 te-
skeið pipar. 1 laukur. 100 gr.
smjör.
Kjötið er skorið niður í litla bita
og hakkað fimm sinnum og að lokum
einu sinni ásamt kartöflunum. Lauk-
urinn er rifinn niður og honum hrært
saman við ásamt saltinu, piparnum
og kartöflumjölinu og siðan er deigið
þynnt með vatninu eða mjólkinni.
Litlar kringlóttar kökur eru lagaðar
ilr deiginu og steiktar í brúnuðu
smjörinu.
Sítrónubúðingur.
250 gr. sykur. Börkur og safi
úr einni sítrónu. 4 egg. % 1.
rjómi. 11 plötur_ af matarlími.
Eggjarauðurnar eru þeyttar ásamt
sykrinum í 20 mínútur. Matarlímið
er lagt í kalt vatn í 10 mínútur, síð-
an skorið niður í lítil stykki og leyst
upp í bolla yfir gufu. Síðan er því
hellt út í eggjarauðurnar ásamt rifn-
um sítrónuberkinum, sítrónusafan-
um, þeyttum rjómanum og þeyttum
eggjahvítunum. Þá er þessu helt I
mót, sem hefir verið vætt að innan,
og látið standa á köldum stað í 3—4
klukkustundir. Að lokum er hvolft
úr mótinu á fat og búðingurinn bor-
inn fram með smákökum.
H úsráð
Áður en byrjað er á heimilisstörf-
unum er ágætt að bora fingrunum
ofan í sápustykki. Það hindrar að
óhreinindi setjist undir neglurnar, en
sápuna er aftur á móti auðvelt að
hreinsa.
TÍZKUMYND
' Gulur kjóll með bláum doppum
Pilsið er rykkt að framan, með stór-
um vösum og beltið er blátt.
Húsráð
Reynið, hvort pannan er mátulega
heit með því að sletta á hana vatnsj
dropa. Ef vatnsdropinn hoppar af og
hverfur fljótt, er pannan mátulega
heit.
Bezt er að hreinsa lakkskó upp úr
gólfáburði.
Geymið eldspýtnastokka í hylkj-
um og þar sem börn ná ekki til
þeirra.
Reykpípur eru hreinsaðar úr
blöndu af eter og vínanda (helmingi
meira af eter en vínanda) og er
blandan látin liggja í pípunni og
pípan þurrkuð með pípuhreinsurum
og klút. Varizt að láta blönduna
koma við gljáan eða lakkið utan á
pípuhausnum, því að það koma blett-
ir eftir hana.
Stúlkur eru aftur farnar að nota
mikið svuntur, þegar þær vinna við
heimilisstörfin, ekki einungis ámorgn-
ana heldur seinni hluta dags, þegar
þær eru búnar að hafa fataskipti, til
að hlífa kjólnum. Það er skemmti-
legt að hafa fjölbreytilegt snið og
efni í svuntunum og geta þær verið
mjög fallegar eins og t. d. þessar
þrjár svuntur á mynd 1. 2 og 3.
1. mynd. Falleg tvílit svunta á ung-
lingsstúlku.
2. mynd. Mittistykki, sem sniðið er í
odd og grennir, og í kringum svunt-
una má rykkja pífu.
3. mynd. Skemmtileg svunta, saumuð
úr taftborðum.
Tvær nýjar Ijóðabækur
1. KURL,
eftir Kolbein Högnason í
Kollafirði. I bókinni eru
meira en 150 ný Ijóð og
kvæði, og mörg sýna nýjar
og óþekktar hliðar á þessu
þróttmikla og einstæða al-
þýðuskáldi.
2. SÖNGUR STARFSINS,
eftir Huklu, hina nýlátnu söngva-
dís íslenzkrar skáldhirðar. Hvert
mannsbarn á íslandi þekkir Huldu.
Ljóðin hennar hafa verið lesin og sungin mn land allt í
nærfellt mannsaldur. Og þjóðin þekkir skáldkonuna einnig
af sögum hennar og ævintýrum. Fá skáld, fyrr eða síðar
hafa ort fegurri ættjarðarljóð en Hulda. Hún kvað:
„Hver á sér fegra föðurland“, ljóðið, sem sungið var við
lýðveldistökuna 1944, og þjóðin hefir lært betur en öll
ljóð önnur, sem kveðin voru þá. Hulda var mikil starfs-
kona. Þessi síðasta bók hennar er lofsöngur um starfið.
Bókaverzlun ísafoldar