Vikan - 14.11.1946, Síða 11
Illl■■■■lll■tl■l■l■ll■ll■l■ll■■■lllllll•■ll■■ll■■•l■l<>v>
VIKAN, nr. 46, 1946
11
Framhaldssaga:
MIGNDN □. EBERHART:
18
SEINNI KONA LÆKNISINS
„Já, ég er ekki að tala um að þú hafir skrifað
bréfin, heldur hitt, að þú þekktir til allra atvika.
Pyrst grunaði ég Madge. Hún varð æf yfir því
að ég skyldi giftast þér og hefir gert allt, sem
í hennar valdi stendur, til þess að gera þér lífið
óbærilegt. Þú skalt ekki halda, að ég hafi ekki
tekið eftir þessu, því ég hef séð, hvernig hún
hagar sér gagnvart þér. En ég hef verið að vona,
að tími'nn og þolinmæðin mundi jafna þetta.
Þegar ég minntist á bréfin við Madge, þóttist ég
þess fullviss, að hún hafði ekki einu sinni heyrt
þau nefnd. Þá er það Steven. Ég get aldrei trúað
því sjálfur, að Steven mundi gera slíka hluti.
Mér fannst líka undrun hans vera laus við alla
uppgerð, þegar hann frétti að lögreglan væri far-
in að rannsaka orsakirnar að dauða Crystals. Að
lokum mætti nefna Andy. Hann var læknir Cryst-
als og þekkti því vel allar aðstæður, en hann er
manna ólíklegastur til þess að skrifa svona bréf,
eða gera okkur nokkuð til miska. Hann er vinur
minn og starfsbróðir og það, sem hann er orðinn,
á hann mér að þakka. Og hann er enn háður mér
og veit, að ef hann gerði mér illt, mundi það einn-
ig koma honum í koll. Alicia kemur auðvitað
ekki til greina. Þjónustufólkið held ég að sé
ástæðulaust að gruna, svo þá eru ekki margir
eftir, sem gætu þekkt nokkuð til atvikanna við
dauða Crystals, eða hafa nokkra ástæðu til að
skrifa þessi nafnlausu bréf. Það væri þá Guy —“
„Guy,“ endurtók Jill undrandi.
„Bruce yppti öxlum.
„Já — því ekki það? Guy var æskuvinur
Crystals. Þau höfðu átt heima í næsta húsi hvort
við annað frá því þau fæddust. Hann hafði öll
mál á hendi fyrir hana, eins og faðir hans hafði
haft fyrir forfeður hennar. Guý er framúrskarandi
lögfræðingur, en samvizkan íþyngir honum held-
ur ekki. Hann er líka góður vinur minn, held ég,
en ef hann á að velja á milli okkar Crystal, þá
er ég ekki í vafa um að hann tæki hennar svari.
En ef til vill skjátlast mér, því ég held að hann
sé ekki hefnigjarn. Að vísu gæti mönnum gengið
annað til en hefnd með þessum nafnlausu bréf-
um, en sennilegast finnst mér þó, að óskin um
hefnd vegna dauða Crystals liggi þar til grund-
vallar. Hver gæti alið slíka ósk í brjósti, ef við
sleppum Madge og hinum barnslegu hugmyndum
hennar. Hver er sá hugsjónamaður, ef svo mætti
segja, sem leggja vill allt í sölurnar, hamingju
okkar og sína, til þess eins, að sannleikurinn i
þessu máli komi fram?“
„Steven gæti------,“ sagði Jill, en þagnaði síð-
an skyndilega. „Æ, nei. Hann gæti ekki hafa
gert þetta, til þess er hann allt of góður maður
og----------.“
,.Og yndislegur. Og hann er góður drengur og
hugsar auk þess varla um annað en hljómlist.
Hann forðast allt, sem gæti truflað hann eða
tafið við vinnuna. Hann mundi vinna allt til þess,
að fá næði til að ljúka því verki, sem hann er nú
að fást við.“
Bruce þagnaði og gekk að skrifborðsstólnum,
studdi sig við hann og leit á Jill.
„Og þó,“ sagði hann skyndilega, „mundi hann
varla hafa unnið það til að fremja óhæfuverk til
þess að fá vinnufrið."
„Óhæfuverk," endurtók Jill, „hvað áttu við?“
„Ég á við það, að hann mundi varla hafa unnið
svo mikið til að stytta Crystal aldur, ef hún —
á einhvern hátt, sem okkur er ekki kunnugt um
—hefir truflað vinnufrið hans.“
„Steven — morðingi! Nei, það er ómögulegt!“
„Heyrðu, Jill! Hvernig getur þú, sem unnið
hefir í meira en 8 ár á stóru sjúkrahúsi og séð
þar margt og heyrt, sagt að nokkuð á þessari
jörð sé ómögulegt?" Hann tók upp vindling og
kveikti i honum. „Nú, jæja. Ég held nú samt sem
áður ekki, að Steven hafi myrt Crystal. En ég
hef orðið að gruna hann, eins og hvern annan,
sem komið getur til greina. Nú — það er að
vísu ein persóna enn, sem komið getur til mála
að skrifað hafi nafnlausu bréfin — og það er
Juliet Garder."
„Hvernig gæti það verið?“, spurði Jill.
„Hún var hjúkrunarkona Crystals og hefir ef
til vill rennt grun í að Crystal hafi verið myrt.
Ég þekkti Juliet mjög vel, þar eð hún hafði að-
stoðað mig árum saman í sjúkrahúsinu. Það er
hægt að segja um hana með sanni, að hún var
næstum því of samvizkusöm. Hún var mjög dul
og einmana, og verið getur, að hún hafi verið
búin að liggja á leyndarmálinu allan tímann frá
dauða Crystals, en hafi nú ekki getað verið að-
gerðarlaus lengur og því tekið það upp, að skrifa
þessi nafnlausu bréf. Hún hefir, ef til vill, vitað
eitthvað, sem benti til þess að um morð væri að
ræða. Þegar hún svo frétti, að lögreglan var far-
in að hef ja rannsókn í málinu, kom hún til þin til
þess að segja þér frá því, sem hún vissi um þetta.
Þess vegna held ég líka, að þú vitir eitthvað um
þetta allt, þótt þú haffr ekki gert þér grein fyrir,
því.“
„Nei, Bruce, ég veit alls ekkert."
„Þú hlýtur að vita eitthvað. Hugsaðu þig vel
um, Jill.“
„Ég hef hugsað um það, en ég man ekki eftir
neinu."
„Það getur verið um smámuni að ræða, eitt-
hvað, sem er svo hversdagslegt, að þú athugar
ekki, að það geti haft neina þýðingu, en ef þú
vissir, að um morð væri að ræða, gæti það fengið
allt aðra merkingu."
Hann horfði hvasst á hana. Hann var þeim
hæfileikum búinn, að geta fengið fólk til að svara
einhverju, þótt það vissi í rauninni ekki, hverju
það ætti að svara. En Jill hafði svo oft hugsað
um öll atvikin í kringum dauða Crystals og það
án árangurs, að hún svaraði engu.
„Mundir þú geta munað þetta betur, Jill, ef
við læsum dagbókina um líðan og meðferð Cryst-
als síðustu dagana?“
„Ég skal ekki segja. Já, hver veit? En hvar
er annars dagbókin niður komin ?“
„Satt að segja hef ég enga hugmynd um það!
Gross segist ekkert muna um það, hvert hún var
látin. Ég hef það samt á tilfinningunni að hún
hafi ekki verið eyðilögð. Ég tók hana ekki úr
herbergi Crystals. Madge segist aldrei hafa séð
hana, og þegar ég spurði Steven, svaraði hann:
Dagbók, dagbók, hvað áttu við með dagbók? Ég
veit, að lyfin hennar Crystal voru eyðilögð, því
það var, held ég, Rachel, sem spurði mig, hvað
hún ætti að gera við þau, og ég svaraði auðvitað,
að hún skyldi henda þeim.“
„Þú hafðir ekkert rannsakað þau áður, en
datt þér samt ekki strax í hug, að um sjálfsmorð
væri að ræða?“
„Crystal mundi aldrei láta það henda sig að
setja eitur í lyf sín. Hún mundi hafa tekið það
sérstaklega . . . En helzt lítur samt út fyrir, að
hún hafi heldur ekki gert það.“
„Heyrðu Bruce! Hver heldur þú að hafi getað
sett eitrið i glasið í herbergi mínu?“
„Ef þú átt við hverjir geta komið til greina,
þá er svarið auðvelt: Allir hér i húsinu! Það er
að segja, allir, sem gátu náð í eitrið, en við það
takmarkast fjöldi þeirra, sem gruna má. Madge,
Alicia, Steven og ég vorum öll heima, þegar
þetta skeði. Þetta er að minni hyggju enn ein
sönnun þess, að þú vitir eitthvað, sem komið gæti
upp um morðingjann, ef þú gerðir þér aðeins
grein fyrir því. Ég held satt að segja, að tilraunin
til að byrla þér eitur hafi í rauninni ekki verið
gerð í neinni alvöru. Ég á við það, að ekki hafi
verið ætlazt til þess að hún heppnaðist.“
„Heldur þú þá, að þetta hafi aðeins verið ógn-
un ?“
„Já. Pinnst þér það ekki líklegt sjálfri? Þú
mundir strax hafa fundið eitthvað athugavert
við bragðið og þvi aldrei hafa drukkið svo mikið,
að það gæti valdið dauða þínum.“
„Það er þó alltaf huggun að heyra það.“
sagði Jill svo lágt að varla heyrðist.
„Þetta var aðeins ógnun — huggaðu þig við
það!“
„Hver heldur þú að —--------?“
„Ég veit það ekki. Madge hefir — held ég —
ekki getað náð í þetta eitur, sem i glasinu var.
Sama máli gildir um Aliciu. Hvað Steven snertir
— þá gæti hann vel komið til greina, þvi hann
hefir mörg eiturlyf í fórum sínum.
„Hefur hann það?“
„Já. Hann hefur um margra ára skeið þjáðst
af einskonar taugabólgu og i hvert sinn, sem
hann hefir orðið hennar var, er hann dauðhrædd-
ur um hendurnar á sér, svo hann hefir fengið mig
til að birgja sig upp af allskonar róandi lyf jum."
„Já,já, bæði það og einnig eitrið, sem fannst
hjá Crystal og Juliet. Ekkert þessara efna er —
eins og þú veizt — hættulegt nema í stórum
skömmtum. Nú, en ég gat líka náð í þessi lyf,
svo og Andy og — og — þú.“
„Bruce —- það er eitt, sem gerir mig órólega
og ég er hrædd um að rannsóknarlögreglan hafi
komizt að þvi. En ef þeir hafa komist að þvi, þá
skil ég ekki, hvers vegna þeir hafa ekki enn
tekið mig fasta.“
„Tekið þig fasta?“ Hann þaut á fætur og gekk
til hennar. „Hvað áttu við, barn?“
„Ég á við lyfjatöskuna mína. Ég hafði fjöldan
allan af hættulegum efnum í henni. Þú veizt,
hvað þetta safnast fljótt saman í töskunum hjá
okkur."
„Hvar er lyfjataskan þín núna?“
„Það er einmitt það-----ég veit það ekki! Ég
kom með hana hingað og setti hana í stóru drag-
kistuna mína ásamt ýmsu öðru dóti. Ég get ekki
ímyndað mér, hvar taskan getur verið niður
komin. Hver veit, nema Rachel muni hvar ég
lét hana, því hún hjálpaði mér við að koma öllu
fyrir. Ég hef satt að segja ekki þorað að spyrja
hana um þetta, og lögreglan hefir lokað herbergi
mínu, eins og þú veizt. Ég varð að fá sérstakt
leyfi til að fara þangað inn eftir fötunum mín-
um og öðru, sem ég þurfti nauðsynlega með. Ég
fékk ekki að fara ein inn, heldur í fylgd með lög-
regluþjóni, sem fylgdist greinilega með öllu, sem
ég gerði. Ég gat því ekki aðgætt, hvort lyfja-
taskan var þar eða ekki.“