Vikan - 14.11.1946, Qupperneq 13
VIKAN, nr. 46, 1946
13
Fallegu hestarnir sex.
BARNASAGA.
EINU sinni var maSur, sem átti
sex syni. Þegar þeir voru orðn-
ir fullorðnir, gaf hann hverjum
þeirra hest; en yngsti sonurinn, sem
hét Pétur, fékk lítinn, blesóttan hest.
Nú riðu þeir glaðir og 'ánægðir út
í heiminn til að freista gæfunnar og
um kvöldið komu þeir út í stóran
skóg.
„Nú verðum við að búa um okkur
fyrir nóttina,“ sagði elzti bróðirinn,
„við förum fimm að sofa, en einn
verður að vaka og vera á vérði. Hver
verður að vaka einn klukkutíma,
síðan vekur vagtmaðurinn þann
næsta, til að hann gæti gætt þess að
ekkert illt ráðist á okkur.“
Pétur bað um að hann fengi að
vaka fyrsta klukkutímann, og með-
an hinir lögðust til svefns, settist
hann á stein og litaðist um i kring-
um sig. Það var mjög hljótt i skógin-
um og allt í einu heyrði hann að
hestarnir töluðu saman.
„Ég er viss um að þetta er töfra-
skógurinn, sem langamma mín sagði
mér frá,“ sagði einn hesturinn og
skyggndist forvitnislega í kringum
sig.
„Ef þetta er skógurinn, þá eru hús-
bændur okkar glataðir, þar sem þeir
hafa lagt sig til svefns,“ svaraði
annar.
„Er það satt að þeir vakni ekki
framar, ef þeir sofna hér í skógin-
um?“ spurði sá þriðji.
„Jú, þeir geta að vísu vaknað ef
lögð er, og það fyrir dögun, viss
blómategund á enni þeirra," svaraði
einn hesturinn.
„Er það satt, sem þið segið, að
bræður mínir hafi orðið fyrir töfr-
um?“ hrópaði Pétur og reyndi að
vekja þá, en árangurslaust.
„Ég veit ráð,“ sagði Blesi, „þú
skalt ríða eins hart og þú getur til
kastala töframannsins; hjá honum er
falleg prinsessa, sem hann rændi úr
höll föður hennar. Hún er sú einasta,
sem þekkir hið rétta blóm og getur
týnt það.“
„Við viljum hjálpa til,“ sögðu hinir
hestarnir fimm. Hver þeirra tók upp
sinn húsbónda og lagði hann upp á
bak sér, svo hlupu þeir af stað og
þeysti Pétur á undan á Blesa litla.
Það var langt að fara í gegnum
þennan stóra skóg, en að lokum
komu þau út á skóglaust svæði, þar
sem kastali töframannsins stóð. Og
þarna voru þau svo heppin að rekast
á prinsessuna, þar'-sem hún yar að
fara í gönguferð.
„Fagra prinsessa,“ sagði Pétur og
hoppaði ofan af hestinum, „hjálp-
aðu mér að leysa bræður mína úr
álögum. Galdramaðurinn hefir náð
þeim á sitt vald!“ Og hann skýrði
henni frá öllu, sem hafði hent þá.
„En hvað það var heppilegt, að ég
skyldi ekki hafa getað sofið í nótt!“
sagði prinsessan. — „Ég vona bara
að galdramaðurinn sofi svo fast að
hann vakni ekki fyrst um sinn og ég
fái tíma til að finna blómin og vekja
bræður þína.“
„Hvernig líta þessi blóm út?“
spurði Pétur.
„Það eru mjög smágerð blóm, sem
vaxa aðeins hérna í kringum kast-
ala töframannsins. Nú verðum við
að flýta okkur að leita!“
Prinsessan og Pétur leiddust nú
úti í hálfdimmunni og leituðu alls
staðar. Oft fundu þau plöntuna sjálfa,
en blómin voru þá visnuð af, og tím-
inn leið — himininn var þegar orð-
inn Ijósrauður í austri.
„Hérna!“ hrópaði prinsessan allt
í einu glaðlega, „hérna er mikið af
þeim!“
En í sama bili heyrðist reiðiorg
mikið — þetta var þá galdrakarl-
inn, sem hafði vaknað og hafði séð,
hvað prinsessan hafði fyrir stafni.
Prinsessan hljóp nú í flýti til elzta
bróðurins, lagði blómið á enni hans
og klappaði lófunum þrisvar sinn-
um saman — þá opnaði hann augun
og skimaði undrandi í kringum sig!
Hún fór nú til hins næsta og gekk
þannig á röðina. Það stóð heima, að
galdrakarlinn vondi kom til þeirra
þegar síðasti bróðirinn spratt á fæt-
ur. En nú gátu bræðurnir varið sjálfa
sig og prinsessuna.
En áður en þeir gátu dregið sverð-
in úr slíðrum komu hestarnir sex
og þrifu galdrakarlinn og báru hann
niður að ánni. Síðan óðu þeir út í
ána og slepptu þar karlinum, svo
að hann druknaði.
En þegar galdrakarlinn var dauð-
ur, breyttust hestarnir sex. Fimm
þeirra urðu að fögrum prinsessum
en sá sjötti að prinsi, sem var einmitt
bróðir prinsessunnar, er bjargað
hafði bræðrunum.
„Nú er töfrunum aflétt!" sagði
hann, „og hver bróðir á að taka sér
prinsessu að konu og fara til rikis
hennar, þar sem hann verður kóng-
ur!“
Þetta gerðu þeir og það var hald-
ið sexfalt brúðkaup og öll bjuggu
þau glöð og ánægð til dauðadags.
Stofnlánadeild sjávarutvegsins við Landsbanka Islands
skorar á alla, sem nokkur fjárráð hafa, að kaupa vaxtabréf hennar.
Sérstaklega er mælt með 3% vaxtabréfunum með vöxtum dregnum frá nafnverði bréfa við sölu þeirra:
Bréf, sem innleysast með 500 kr. eftir 5 ár, kosta í dag kr. 431,30
— 1000 —
— 5000 —
--------- 862,60
----— 4313,00
Vaxtabréfin fást á þessum stöðum í Reykjavík og Hafnarfirði:
Búnaðarbanki Islands,
Eggert Claessen og Gústaf A. Sveinsson, hæsta-
réttarlögm.,
Einar B. Guðmundsson og Guðlaugur Þorláksson,
málafl.skrifstofa,
Garðar Þorsteinsson, hæstaréttarlögm.,
Sveinbjörn Jónsson og Gunnar Þorsteinsson, hæsta-
réttarlögm.,
Kauphöllin,
Landsbanki Islands,
Lárus Jóhannesson hæstaréttarlögm.,
Málflutningsskrifstofa Lárusar Fjeldsted og Theódór
Líndal,
Samband íslenzkra samvinnufélaga,
íSjóvátryggingarfélag Islands h.f.,
Sparisjóður Hafnarfjarðar, Hafnarfirði,
Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis,
Söfnunarsjóður Islands,
Útvegsbanki íslands h.f., Reykjavík.
Utan Reykjavíkur fást vaxtabréfin hjá útibúum bankanna og hjá sparisjóðum.
Stofnlánadeildina vantar mikið fé í lán til sjávarútvegsins og það verður að aflast með sölu vaxtabréfa til almenn-
ings í landinu. Nú er svo komið að yfirvofandi er stöðVun á þessum framkvæmdum vegna getuleysis Stofnlánadeildar-
innar til að veita nauðsynleg lán.
Stofnlánadeildina vantar mikið fé í útlán til hinna miklu framlívæmda í sjávarútveginum, sem nú er verið að vinna
að og undirbúa. Vaxtabréfin, sem hún býður til sölu í þessu skyni eru ríkistryggð og að öðru leyti með svo góðum kjör-
mn, að hagur er að eiga þau.
I
1
I
I
l
Kaupið vaxtabréf Stofnlánadeildarinnar og gerist þar með þátttakendur í viðreisn sjávarátvegsins.
Stofnlánadeild sjávarútvegsins við Landsbanka tslands.