Vikan - 05.12.1946, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 49, 1946
3
Jónsmessudraumur
á fátækraheimilinu.
Leikfélag Reykjavíkur er nú
að sýna þetta leikrit eftir
sænska skáldið Pár Lagerkvist,
en þýðandi og leikstjóri er Lár-
us Pálsson.
Sigurður Þórarinsson segir
m. a. í leikskránni: „Leikritið
Jónsmessudraumur á fátækra-
heimilinu (Midsommardröm í
fattighuset) var frumsýnt í
Stokkhólmi 1941. Eftir frum-
sýninguna skrifaði einhver
gagnrýnandi: „Ef til vill hefir
Lagerkvist ekki bætt við stærð
sína sem leikritaskáld með
þessu leikriti, en okkur þykir
vænna um hann eftir en áður.“
Þetta munu sannmæli. Jóns-
messudraumurinn getur vart
talizt meðal veigamestu leik-
rita skáldsins, en það er að-
gengilegast og elskulegast
þeirra allra, eins konar ljóð-
rænt innskot kryddað góðlát-
Bryndís Pétursdóttir sem Cecilía,
dótturdóttir forstöðukonu fátækra-
heimilisins.
legri kímni, sem Lagerkvist
sjaldan bregður fyrir sig í leik-
ritum sínum, en sem kemur ekki
þeim á óvart, er hafa haft ein-
hver persónuleg kynni af hon-
um . . .“
Lagerkvist er fæcdur í
Váxjö, bæ í Smálöndum, 1891,
og var faðir hans starfsmaður
þar á jámbrautarstöðinni. 1911
tók hann stúdentspróf og kom
fyrsta bók hans út árið eftir.
I París dvaldi hann 1913, en
fyrsta leikrit hans birtist 1917.
Hann hefir setið í Sænsku Aka-
demíunni síðan 1940, og er tal-
inn frumlegastur og sérstæðast-
ur núlifandi rithöfunda Svía.
Að Kaj Munk og Nordahl Grieg
látnum þykir hann ekki eiga
sinn jafningja sem leikritaskáld
á Norðurlöndum.
Leikurinn er mjög sérkenni-
legur og margt ákaflega vel
gert í honum. Leikendunum
tókst yfirleitt prýðilega með-
ferðin á hlutverkunum, einkum
þó Gesti Pálsyni. Hann var af-
burðagóður. Mjög eftirtektar-
verður var og leikur nýliðans
Bryndísar Pétursdóttur og er
ánægjulegt, þegar byrjendum
tekst eins vel og henni.
Kaj Smith gerði dansana í
leikinn, Þórarinn Guðmunds-
son var hljómsveitarstjóri, Lár-
us Ingólfsson málaði leiktjöldin,
leiksviðsstjóri Finnur Krist-
insson, ljósameistari Hallgrím-
ur Bachmann, leiktjaldasmíði
annaðist Kristinn Friðfinnsson
og hárgreiðslu Kristólína
Kragh.
bnndi JOnas, konungur og drottning og hirðin í draumnum.
Vistmenn á fátækraheimilinu, frá v.: Valdimar Helgason sem Friðrik mátt-
lausi, Jón Aðils sem ,,Morðinginn“, Brynjólfur Jóhannesson sem Enok.
Bryndís Pétursdóttir sem Cecilía og Gestur Pálsson sem „Blindi Jónas“.
Leikur Gests í þessu hlutverki var afburða góður.
Alda Möller sem drottningin og Valur Gislason sem konungurinn í
draumnum.