Vikan


Vikan - 05.12.1946, Page 4

Vikan - 05.12.1946, Page 4
4 VTKAN, nr. 49, 1946 Sir John kemur ekki. AÐ var búið að leggja á teborðið, sem stóð á svölunum. Frank Carbridge og frú Morton sátu og biðu þeirra. „Við komum þó ekki of seint, spurði Betty Frank frænda sinn, og Tonny bætti við: — Kemur sir John ekki hingað út og drekkur með okkur? Frank leit á úr sitt: — Hálf fimm. í þetta sinn hlýtur frændi að hafa sofið yfir sig. Hann hringdi á vinnukonuna, sem þeg- ar komu út með teið og sjóðandi vatn. Rétt í því er hún var að kveikja á spritt- tækinu í tesuðuvélinni, heyrðist daufur smellur einhverssstaðar inn í húsinu. Þetta líktist skoti eða smásprengingu. Stúlkvmni brá svo að hún brendi sig á fingrunum og rak upp hljóð. Frú Morton fölnaði og Betty leit óttaslegin á Frank. — Þetta var líkast því að kveðjubyssu föðurbróður míns hefði verið hleypt af, mælti hún. — Hvað ertu að segja? spurði frú Mor- ton. — Frændi á litla fallbyssu, svaraði Betty. — Það er gamalt kínverskt kríli, sem stendur í vinnustofu hans, til skrauts. Við hátíðleg tækifæri hleypir hann af henni hérna úti á svölunum. — Það væri óskandi að ekki hefði orðið neitt slys. Ég er svo hrædd við skotvopn, mælti frú Morton. — Hver vill fara inn og athuga þetta? Frank sendi stúlkuna, sem var mjög óttaslegin, inn til þess að berja að dyrum hjá sir John. Augnabliki síðar komu hún aftur og var grátandi. — Ég er margbúin að berja, hikstaði hún út úr sér. — En sir John svarar ekki og dyrnar eru aflæstar. Frank stóð gremjulega á fætur. — Þvættingur, mælti hann. — Komdu með. Ungu mennirnir börðu fast að dyrum vinnustofunnar og tóku í handfangið. Dyrnar voru læstar innan frá, og enginn svaraði. Þeir hrópuðu. Ekkert svar. Þeir litu hvor á annan, og Tony sagði að þeir skyldu sprengja hurðina upp. — Já, það er líklega ekki annað að gera, svaraði Frank. — Nei, bíddu örlítið. Ég ætla að hlaupa út og mölva rúðuna 1 franska glugganum, svo að ég geti komist þá leið inn og opnað dymar. Þú býður hér. Frank hljóp af stað. Um leið og hann hljóp fram hjá svölunum skýrði han kven- fólkinu í stuttu máli frá hvers þeir hefðu orðið vísari, og bað þær bíða þar sem þær voru. En þær kusu heldur að fara inn til Tony, sem beið fyrir utan aflæstar dyrnar. Rétt á eftir heyrðu þær glamra í glerbrot- um, hávaða í einhverju, sem velt var um koll, undrunaróp og hratt fótatak eftir gólfinu í herberginu. Svo var lyklinum snúið í skráargatinu og dymar opnuðust. Frank kom fölur og æstur, og flýtti sér að loka hurðinni á eftir sér, er hann sá kven- fólkið. — Frændi er dáin... sagði hann hásri röddu. — Skotinn með gömlu fallbyss- unni. Það er ljót sjón, svo að ekki er vert að þú farir inn, Betty. Auk þess er ekki vert að við hreyfum við neinu fyrr en lög- reglan er komin á vettvang. Frú Morton tók undir handlegginn á Betty og leiddi hana inní dyngjuna. Þar lá Díli, hundur sir Johns. Betty laut yfir hann og klappaði honum. — Veslings Díli, hvíslaði hún hrærð, — þú ert búinn að missa húsbónda þinn. Hundurinn hrærði sig hvergi. Það vakti undrun hennar, því hann var vanur að hoppa og hamast, þótt ekki væri nema litið á hann. — Hvað gengur að Díla, spurði hún stúlkuna. — Það skil ég ekki, ungfrú. Hann hefir sofið síðan borðað var, og eldabuskan rak hann út úr eldhúsinu, af því hann var að sleikja gromsið úr kaffibollunum. Þá lagð- ist hann fyrir hérna inni á teppinu. í þessu komu þeir Frank og Tonny inn og með þeim Jenkins yfirlögregluþjónn. — Þakkið yður fyrir að þér komuð svona fljótt, yfirlögregluþjónn, mælti Frank. — Eins og ég sagði yður í síman- um, þá hefi hér verði framinn glæpur eða slys hent. Minn góði frændi er látinn, og því miður er margt sem bendir til þess að hér sé um sjálfsmorð að ræða. — Á hverju byggið þér það álit yðar herra Cartridge? spurði lögregluþjóninn. — Hann var aleinn í vinnustofu sinni, hurðin var aflæst innanfrá, svaraði Frank, — °g ég get ekki hugsað mér, að fallbyss- | VEIZTU — ? | I 1. Hver fann norðurpólinn ? = 2. Hvað heitir dýpsta vatn í heimi? | 3. Hvenær varð Per Albin Hansson for- \ I sætisráðherra Svía ? I 4. Hver var stofnandi borgarinnar Phila- É | delphia í Bandaríkjunum ? | 5. Hvenær réðust Italir á Grikkland? = 6. Hvað eru margir bókstafir í róm- \ verska talnakerfinu ? I 7. Hvort liggja bláæðarnar að eða frá | 5 hjartanu ? = 8. Hvaða ár fórst „Titanic"? | 9. Hver voru Mundiafjöll í forn máli? : 10. Hver hóf fyrstur manna að rita um : nauðsyn Islendinga á endurreisn Al- i i þingis ? | Sjá svör á bls. 14. <v<liitiiiiiiiimmiiiiimiiiimumiiiimii(i(Hiiiiiiiiimmmimimmimmmiimii'k'* an hafi hlaupið af fyrir slysni. Auk þess. var frændi minn heilsutæpur og hann var þunglyndur. En annars er bezt að þér lítið sjálfur á ... Hann fylgdi Jenkins inní vinnustofuna,. stórt herbergi, lítið búið að húsgögnum og með franska glugga út að garðinum. Fram með öllum veggjum voru bókahillur. Skrifborðstóllinn snéri frá skrifborð- inu og að opnum arnintnn, og í honum sat eða lá lík sir Johns. Fyrir framan arininn stóð fallbyssan, gamalt, þungt verkfæri úr kopar á ibenholt-sökli, og snéri hlaupinu að hinum framliðna. Jenkis veitt því ennfermur athygli, að rúða var brotin, svo að glerbrotin lágu út um allt gólf, fyrir innan gluggann, og að súlu, sem á hafði staðið allstór jurt, var oltin um, og gólfteppið atað mold og pott- brotum. — Glugginn var lokaður, svo að ég varð að mölva rúðuna til þess að komast inn, sagði Frank. — 1 flýtinum varð mér það á að velta blómasúlunni. Jenkins kinkaði kolli og byrjaði að athuga líkið. Skotið, sem var bersýnilega hleðsla af stórum höglum eða málmbrot- um, hafði verið steindrepandi- — Ég verð að tilkynna húsbónda mín- um, lögreglufulltrúa Hardy, málið, mælti hann síðan. — Hann þekkti sir John per- sónulega og vill þess vegna ef til vill sjálf- ur taka mál þetta að sér. Annars virðist þetta ekki sérlega mikið vandamál. Slys eða sjálfsmorð. Mætti ég fá að nota sím- ann. Svo get ég yfirheyrt fólkið meða full- trúinn er á leið hingað. Formsins vegna verð ég einnig að leggja fáeinar spurning- ar fyrir f jölskylduna, herra Cártridge, eða réttara sagt: Sir Frarik. Því skjátlist mér ekki þá ber yður nú sá titill. — Já, satt er það. Og ég er vissulega reiðubúinn til að aðstoða yður eftir megni. Þegar skotið reið af var ég úti á uppfyll- ingunni ásamt frænku minni, Betty Warn- er og gestkomandi konu, frú Morton, svo og syni hennar, Tonny.. sem, já, er víst trúlofaður frænku minni. Annars get ég skýrt frá að við ungfrú Warner erum einkaerfingjar. Nokkru síðar kom Hardy, fulltrúi, sem þegar hóf nákvæma rannsókn í vinnustofu- unni. Hann athugaði kveikjuna á fallbyss- unni, og rannsakaði öskuna og hleðsluna. Því næst kynnti hann sér hvar hver um sig hinna viðstöddu hefðu haldið sig. Höfðu þeir allir haldið sig á uppfylling- unni alla síðustu klukkustundina, áður en skotið reið af? — Nei, svaraði Frank. — Betty og Tonny voru í tennis, en það má sjá tennis- brautina frá uppfyllingunni... — Þau gátu þannig allan tímann séð hvert annað ? — Já... það er að segja, ég brá mér snöggvast niður að bifreiðarskúrnum til þess að láta bifreiðastjórann vita, að við þyrftum ekki frekar á hans aðstoð að halda í dag. Ég man nú ekki nákvæmlega Pramh. á bls. 14.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.