Vikan - 05.12.1946, Qupperneq 8
8
VIKAN, nr. 49, 1946
Betra að gœta tungu sinnar!
Teikning eftir George McManus.
Dóttirin: Klukkan hvað er þessi veisla, sem á að
halda honum pabba að óvörum?
Rasmína: Klukkan sjö. Ég bið hann bara að
koma út að ganga með mér og þegar við komúm
að húsi Ljóshól-hjónanna, þá segi ég, að réttast sé
að líta þar inn.
Rasmína: Komdu, ég ætla að fara út með þig!
Gissur: Auðvitað hvort sem ég má vera að því eða
ekki!
Rasmína: Þarna er húsið þeirra Ljóshól-hjón-
anna, við skulum lita þar inn, við eigum þar heim-
boð.
Gissur: Ég býst ekki við að ég hafi neitt gagn
af því, varla fer húsbóndinn að borga mér það sem
hann skuldar mér.
Gissur: Ég ætla að bíða héma.
Rasmína: Gengdu mér nú, dyrnar eru opnar,
þau hljóta að vera heima.
■L4I ■
Gissur: Það er allt í myrkri. Þau eru svo nízk,
að þau tíma ekki að hafa ljós — eða þau vilja
ekki láta bera of mikið á þvi, hvað frúin er ófrið.
Rasmína: Hafðu ekki svona hátt!
Gissur: Síðast þegar við vomm hérna hittum við
nokkra vini þeirra — mesta leiðindapakk og mat-
urinn var eftir því. Ég var að vona, að ég þyrfti
ekki að sjá neitt af þessu aftur.
Rasmína: Hafðu ekki svona hátt, maður!
Gissur: Ég er feginn, að þau em ekki heima.
Hvernig stendur á því, að þú vilt vera að heim-
sækja svona manneskjur, eins og þetta er leið-
inlegt fólk og ekki em vinirnir betri, samansafn
af fíflum og fáráðlingum.
Rasmína: Þegiðu, maður!
Rödd í myrkrinu: Kveikið ljósið!
Gissur: Æ, æ!
Rasmina: Ég er að falla í yfirlið!
1. maður: Sá þykir mér vera þokkalegur!
1. kona: Þetta er dóni!
2. maður: Það er tilgangslaust að reyna að breiða yfir það, sem þú sagðir!
2. kona: Ég verð hér ekki stundinni lengur, ef þið rekið þau ekki út!
Húsmóðirin: TJt með ykkur, Gissur og Rasmína. Það er fallegt til afspurnar að bjóða svona þokkahjú-
um heim til sín!