Vikan - 05.12.1946, Síða 12
12
VTKAN, nr. 49, 1946
Lögreglubifreiðarnar stóðu enn fyrir framan
húsið og nú var einnig komið mikið af öðrum
bifreiðum. Það voru sjálfsagt bifreiðar frétta-
ritara og Ijósmyndara blaðanna, því eftir að Jill
hafði lagzt upp í legubekkinn og dregið yfir sig
dúnteppið, varð hvað eftir annað albjart í her-
berginu hennar af magníumblossum ljósmyndar-
anna.
Loksins kom Bruce. Hann barði að dyrum, sagði
síðan nokkur orð við einhvern fyrir framan og
gekk svo inn. Hún reis upp við dogg, og hann
kom til hennar og settist á stokkinn hjá henni.
Hann var fölur og þreyttur. Hún sá sig sjálfa
í speglinum og henni brá við þá sjón. Hún var
náföl í framan, hárið úfið og kjólinn allur krukl-
aður — þessi kjóll, sem hún hafði farið í, þegar
hún ætlaði út í sjúkrahúsið fyrir — að því er
henni fannst — heilli eilífð.
Bruce leit á hana og sagði:
„Jill, elsku barnið mitt,“ hann laut fram og
strauk hárið frá enni hennar. „Mig óraði ekki
fyrir . . . Guð veit, að það var ekki tilgangur
minn, að þú lentir í þessu! Ef ég hefði aðeins vit-
að um — en hvernig á ég að vita nokkuð?"
„Hvað ætla þeir að gera? Hvað hafa þeir að-
hafzt? Hafa þeir tekið nokkurn fastan ?“ stam-
aði Jill.
„Þeir hafa sett lögregluþjóna á vörð um allt
húsið. Þeir hafa rannsakað húsið frá hanabjálka
og niður í kjallara. Þeir hafa ekki fundið nokk-
urn hníf eða annað eggjárn með svo mikið sem
einum blóðdropa á. Þeir geta enn ekkert fullyrt
um, hvort vopn hefir verið notað. Það getur varla
liðið á löngu, áður en þeir taka einhvern fastan."
„Hvern munu þeir taka?“
Hann leit undan og sagðist ekkert vita um það..
Síðan gagði hann:
„Þeir hafa auðvitað rannsakað, hverjir geta
komið til greina. Ég var á leið heim. Ég gceti
komið til greina, því dyrnar frá herberginu út í
garðinn voru ekki aflæstar og hliðið var opið eins
og venjulega. Þar hefði mátt komast burt.“
„En Steven, Madge og Alicia voru þó--------.“
„Ekki saman!" greip Bruce fram í fyrir henni.
Alicia og Madge fóru inn til Fields til þess að
kaupa eitthvað. Steven beið fyrst eftir þeim í
bílnum, en sagði svo við Kendal, að hann ætlaði að
skreppa í lyfjabúðina og kaupa eitthvert lyf. Það
leið klukkutími þar til Steven hitti þau aftur í
Kandolph Street. Hann sagðist hafa beðið þeirra
við innganginn frá State Street, en Kendal átti
að taka Madge og Aliciu við innganginn frá
Wabash. Hann segist ekki hafa séð bifreiðina né
Kendal, en sjálfur segist Kendal hafa ekið að
minnsta kosti þrisvar í kringum bygginguna í
leit að Steven. Alicia og Madge voru eklci saman
inni í byggingunni. Alicia var uppi á 7. hæð að
máta eitthvað, en Madge var á 5. hæð í skódeild-
inni. Þær gœtu hvor fyrir sig hafa skotizt í bíl
hingað heim á þessum tíma. Og Guy var heima
allan tímann,“ sagði Bruce að lokum nokkuð ó-
vænt.
„Guy ?“
„Já. Hann sat við lestur, segir hann. Það er
er enginn spölur fyrir hann hingað yfir ef hann
fer í gegnum bakgarðinn. Og Andy . .
„Andy?“
„Já, Andy, því ekki? Hann var í lækningastofu
sinni, en stúlkan, sem aðstoðar hann, hafði farið
snemma heim, því hún var eitthvað lasin. Hann
var í lækningastofunni, þegar ég hringdi til hans
fyrir rannsóknarlögregluna, því þeir óskuðu þess
að hann kæmi hingað. — Það er engum blöðum
um að að fletta, liverjir liggja undir grun,“ sagði
Bruce gramur. „Þeir fara nú að taka einhvern
fastan, því þetta ætlar engan enda að hafa hjá
þeim.“
„En þeir hafa þá engan tekið enn?“ spurði Jill.
Hún horfði fast á Bruce, þvi henni fannst hann
vita meira en hann sagði.
„Eins og þú sérð, er spurningin núna aðeins um
þetta: Hver hefir getað framið morðið? Rann-
sóknarlögreglan er nokkurn veginn sannfærð um,
að sami maður hefir myrt bæði Juliet og Rachel,
svo nú er um að gera að komast að því, hver
verið hefir svona nærri afbrotastaðnum í bceði
skiptin, að hann hafi getað framið glæpina. Þeir
halda, að ástæðan til beggja morðanna hafi verið
sú sama, það er að segja, að báðar þessar konur
hafi vitað eitthvað um dauða Crystal. Þeir, sem
geta sannað, að þeir hafi hvergi verið nærri af-
brotastaðnum, sleppa auðvitað við allan grun.
Þannig er það til dæmis með Steven, því þar hefir
þú sannað f jarveru hans.
Jill átti það eftir að minnast þessa orða Bruce
næsta morgun, þegar rannsóknarlögreglan sýndi
henni hvað þeir hefðu fundið... En á þessu
augnabliki hjúfraði hún sig aðeins upp að Bruce
og sagði:
„Ég er svo hrædd. Ég er svo hrædd í þessu
húsi. Ég óttast allt. Ég hrekk við, ef dyr eru
opnaðar og næ ekki andanum fyrr en ég sá hver
það er, sem inn kemur.“
Bruce þagði nokkra stund, en sagði síðan:
„Það, sem gerir allt þetta svo hræðilegt í mín-
um augum, er það eitt, að einhver okkar hér i
húsinu, eða einhver mjög nákominn okkur, hlýtur
að vera valdur að þessu öllu saman."
Síðan fór hann að tala um dagbókina:
„Rachel hafði hana undir höndum,“ sagði hann
rólega. „Hún játaði það fyrir mér í dag. Það var
mjög heimskulegt af henni að taka hana, en hún
sagðist hafa gert það óviljandi. Þegar hún tók til
í herbergi Crystal skömmu eftir dauða hennar, tók
hún þar nokkur timarit og fór með þau upp í
herbergi sitt, en dagbókin hafði legið milli þess-
ara tímarita, án þess hún vissi af því. Þegar hún
rakst svo á hana nokkru síðar, lagði hún hana
til hliðar í því skyni að eyðileggja hana við fyrsta
tækifæri. En svo gleymdi hún bókinni alveg, þang-
að til lögreglurannsókn byrjaði. Nú vissi hún ekki,
hvað hún ætti til bragðs að taka, hún þorði hvorki
að farga bókinni né halda henni Þó hræddist hún
allra mest að viðurkenna það fyrir lögreglunni,
að hún hefði bókina í vörzlum sínum. Að lokum
stóðst hún ekki lengur mátið og kom til mín og
sagði rétt og hreinskilnislega frá öllu. Ég jós
yfir hana skömmunum, en hún bar sig mjög
aumlega, enda var hún þá komin með þennan
bannsetta græna lit A hendurnar og bætti það ekki
úr skák. Ég fékk hana þó loksins til að lofa því
að ná í dagbókina og afhenda mér hana strax, og
hún fór skælandi af stað í þeim erindum út frá
mér. En þá komu þessi boð frá sjúkrahúsinu um
uppskurðinn, sem ekki þoldi bið. Nú er dagbókin
horfin úr herbergi Rachel, en ég hef ekki sagt
rannsóknarlögreglunni frá þessu enn, Jill. Það
ætti ekki að skipta svo miklu máli, þótt ég þegi
um það nokkurn tíma enn, úr því ég er ekki
spurður beint um það — og ég verð að fá að
ganga laus í nokkra daga enn.“
Henni brá við þessi orð hans. Hún vildi ekki
biðja hann um frekari skýringu á þessu og hún
sagði honum heldur ekki frá því, að hún hefði
hlustað á nokkuð af samtali þeirra Rachel og
hefði þess vegna vitað, að Rachel hafði dagbók-
ina.
Bruce reis á fætur og sagði ákveðið:
„Jæja, nú skalt þú fara að sofa, góða min. Það
kemur dagur efti'r þennan dag!“
Og daginn eftir fundu lögreglumennirnir nokkuð,
sem gerði að engu framburð Jill um fjarveru
Steven frá- afbrotastaðnum.
Þegar Jill vaknaði næsta morgun klæddi hún
sig í skyndi og gerði Gross boð um, að hún vildi
fá morgunverðinn upp í herbergi sitt. Gross kom
von bráðar og hann var mjög þreytulegur og
sýnilega nokkuð æstur í skapi, því hann helti
niður í dúkinn, þegar hann var að hella kaffinu í
bollann.
„Þeir eru hérna enn — lögreglumennirnir,"
muldraði hann. „Ó, frú, að hugsa sér. — —“
Hann komst ekki lengra, því nú var barið að
dyrum og Angle kom inn. Rannsóknarmennirnir
höfðu fundið úti í garðinum brotna hljómplötu,
sem Angle sýndi henni nú og lagði plötuna saman,
svo að Jill gat séð rauða hringinn í miðri plöt-
unni og lesið titilinn, sem prentaður var með gyllt-
um bókstöfum:
,.Arabesk. Leikið af tónskáldinu Steven Hendie,“
stóð þar.
Angel byrjaði síðan að yfirheyra Jill.
„Daginn sem Juliet dó, sat Steven við slag-
hörpuna og lék á hana inni i hljómleikastofu
sinni. Voruð það ekki þér, sem báruð þetta við
rannsóknina út af dauða Juliet Garder?"
„Jú.“ ‘
„Vissuð þér, hvaða lag hann var að leika?"
MAGGI
OG
RAGGI.
Teikning eftir
Wally Bishop.
1. Raggi: Heitirðu ekkert nema Palli?
Mexíkaninn: Jú, jú, Palli er bara gælunafn.
2. Mexíkaninn: Ég heiti í raun og veru Franc-
ico. — *
3. Mexíkaninn: Og það er fyrsta nafnið mitt,
en svo heiti ég líka Juan José Felippus Manuel
Gregorio 'Atanásio Moralessy Rivas!
4. Maggi: Ósköp er að heyra þetta, aldrei gæti
ég lært þessa runu utanað!
Mexíkaninn. Það gerir ekkert til, þú skalt bara
kalla mig vininn, ef þú manst ekketr af nöfnunum!