Vikan


Vikan - 02.01.1947, Page 1

Vikan - 02.01.1947, Page 1
Sendiherra íslands í Stokkhólmi Vilhjálmur Finsen, sendiherra. landsbokasafn M ÍG9028 Zs jsaníjs- Vilhjálmur sendiherra Finsen er staddur hér í bœnum um stundarsakir og notaði Vikan tœkifœr- ið til að tala við hann og birta mynd af hon- um. "Fkeir munu ekki margir, er nú gista full- orðnir mexm á Hótel Borg, sem gætu sagt það, að þeir séu staddir á fæðingar- stað sínum. En einmitt þar sem hótelið stendur nú var gamla pósthúsið og í því fæddist Vilhjálmur Pinsen 7. nóv. 1883, sonur O. P. Finsen póstmeistara og seinni konu hans Maríu Þórðardóttur háyfirdóm- ara Jónassen. Á skólaárum sínum var Vilhjálmur leið- sögumaður og túlkur erlendra ferðamanna bæði hér heima og erlendis. Hann varð stúdent 1902 og las málfræði, með ensku sem aðalnámsgrein við háskólann í Kaup- mannahöfn, en hvarf frá því námi og lagði stund á hagfræði, og varð cand. phil. 1904. 1 Kaupmannahöfn ritaði hann í dönsk blöð fréttapistla frá Islandi, og var um tíma fastur starfsmaður við „Poli- tiken“. Árið 1907 réðst hann til Marconi- félagsins, tók sama ára próf í skóla þess í London og sigldi síðan í eitt ár sem loft- skeytamaður á stórum skipum milli Evrópu og Ameríku. Svo varð hann kenn- ari Marconi-félagsins við skóla þess í Hamborg og Rotterdam og varð upp úr því umsjónarmaður fyrir félagið, við upp- •setningu loftskeytastöðva og þess háttar. í þjónustu Marconifélagsins sigldi hann með skipum margra þjóða og fór t. d. 72 ferðir yfir Atlantshaf. Framhald á bls. 3.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.