Vikan


Vikan - 02.01.1947, Qupperneq 5

Vikan - 02.01.1947, Qupperneq 5
VIKAN, nr. 1, 1947 5 ------- Framhaldssaga: ---—---- 14 Wílar-œwintýri ................. ÁSTASAGA eftir Anne Duffield — Þéi' eruð fyrsti karlmaðurinn, sem hefir sýnt henni nokkra ástleitni og hefir það gert hana hálfruglaða." ,,Já, ég veit hvað hún er ung. Ég hefði átt að bíða.“ ,,Nei. Þetta var alvcg rétt af yður. Wanda á að giftast ung. Hún er yndislegt bam, en tauga- veikluð og öfgafull — hún þarf bæði að láta dekra við sig og stjórna sér. Með réttum manni — með yður verður hún fyrirmyndar eiginkona. Hún er bæði góð og — „Það þurfið þér ekki að segja mér,“ greip hann fram í fyrir henni. „Góði Bill!“ Hún lagði hönd sína ofan á hans. „En hún kærir sig ekki um mig, og þá er því lokið,“ sagði hann. Rachel brosti gletnislega og fleðulega. „Þér ættuð þá að sætta yður við hryggbrot hennar og ekki að reyna að keppa um hana.“ „Það er ekkert til að keppa við. Ég á við — ég get ekki neitt hana til að þykja vænt um mig. Að vísu sagði ég henni, að ég myndi ekki missa alla von, en ■—.“ „Nei, það megið þér ekki gera,“ flýtti Rachel sér að segja. „Þér megið ekki gefast upp við þetta fyrir heimskulega tilviljun, þetta er yður of mikilvægt til þess. Þér getið kennt henni að elska yður — ég held raunar að hún geri það þegar, en að hún geri sýr það ekki ljóst.“ „Ég vildi, að ég gæti trúað því •— ■— „Ég er sannfærð um það,rt sagði Rachel „Spyrjið hana fljótt aftur. Munið að við erum á yðar bandi.“ „Vi6?“ „Já, faðir hennar og ég.“ „Hefir hún sagt Sir John það?“ „Nei. Og hún bað mig að segja engum þetta. Henni fannst það illa gert gagnvart yður. En samt sem áður sagði ég föður hennar það. Ég varð að gera það. Ég var boðin hingað til að vera Wöndu til skemmtunar — já meira en það — ég átti að líta eftir henni og fylgjast með henni. Mér fannst þetta vera þannig lagað, að Sir John ætti að vita það. Það var þungbært fyrir mig að bregðast trúnaðartrausti hennar. Ef til vill viljið þér ásaka mig fyrir það-------.“ „Nei, alls ekki. Ég er feginn að hann veit það. Hvað sagði hann?“ „Að hann gæti ekki kosið sér betri mann handa Wöndu. Hann tók sér það nærri, að hún skyldi hafna yður og vonaði, að yður tækist að tala um fyrir henni_“ Rachel talaði hægt og skýrt. Bill sat þögull stundarkorn. „Það var fallega sagt af honum,“ sagði hann svo djúpt hrærður. Rachel brosti og þrýsti hönd hans. „Þér eruð ágætis maður og hefir Wanda verið heppin. En nú vil ég gefa yður eitt ráð — takið þetta engum vetlingatökum. Komið til okkar oft, eins og þér gerðuð. Ég hefi tekið eftir, að þér haf- ið dregið yður í hlé seinustu dagana. Leitið félags- skapar hennar — venjið fólk við að taka ykkur sem leynilega trúlofuð. Það getur haft mikil áhrif.“ „Ég skil yður ekki---------.“ Hann var forviða á svipinn. „Það skiptir engu máli,“ sagði hún brosandi. „Gerið aðeins það, sem ég hefi lagt fyrir yður. Missið ekki vonina. Segið við sjálfan yður, að þér munið vinna hana og munið að ég mun neyta allra ráða til að hjálpa yður.“ „Þér getið líká verið vissar um, að ég mun gera það, sem ég get,“ sagði Bill_ Rachel þrýsti hönd hans og stóð upp af bekkn- um. „Þér munuð sigrast á henni,“ sagði hún. „Svo vil ég biðja yður að fyrirgefa, að ég skuli hafa blandað mér í einkamál yðar og þorað að gefa yður ráðleggingar." „Þér eruð hreinasti engill," sagði Bill með hrifningu. „Ég hefi ekki þekkt yður fyrr en í kvöld.“ „En nú vona ég að þér þekkið mig — eins vel og ég hefi alltaf þekkt yður. Erum við þá ekki vinir ?“ „Ég held, að ég hafi aldrei eignazt betri vin en yður. Guð blessi yður, Rachel.“ Þegar Rachel kom aftur inn i klúbbhúsið, fór hún inn í snyrtiherbergið. Hún skoðaði sig lengi í spegli, andaði djúpt og brosti leyndardómsfull framan í mynd sína í speglinum. Hún hafði þarna fengið „bandamann“ í kvöld. Hún gat verið viss um að Bill yrði á hennar bandi, hvernig sem færi. Hún hafði það á tilfinningunni, að innan skamms þyrfti hún á hinum fáu vinum sínum að halda. Það var hlé á milli dansa, og fór Rachel aftur inn í salinn til Sir John, Wöndu og Herewards- hjónanna, sem stóðu í hóp. Hereward lávarður, f jörlegur maður á sextugs- aldri, var mjög hrifinn af hinni fríðu ungfrú Thompson_ Hann sneri sér brosandi að henni og spurði, hvernig henni líkaði lífið í Egyptalandi. Rachel svaraði vel fyrir sig og spurði, hvort lá- varðurinn hefði komið í nýja spilaklúbbinn. Nei, hann hafði ekki einu sinni heyrt hann nefndan á nafn, en spurði, hvort það væri þess vert að fara þangað. „Það held ég,“ sagði Rachel, „Það er lagt mikið undir þar.“ Nú lagði lávarðs- frúin við hlustirnar. „Hvar er þessi klúbbur, ungfrú Thompson?" Sir John hlustaði á þetta brosandi. „Hvað á þetta að þýða, Rachel. Ætlið þér að léiða vini okkar á glapstigu ?“ „Ég vil sjálf gjarnan vera leidd á glapstigu. Ég heyri alls staðar talað um þennan nýja klúbb, en enginn hefir boðizt til að fara með mig þang- að,“ „Það vona ég líka að enginn geri. Það er ekki staður fyrir unga stúlku.“ „Hafið þér sjálfur komið þangað, Sir John?“ „Nei, ég hefi ekkert gaman af að spila.“ „En það hefi ég,“ sagði lávarðsfrúin. „Förum saman þangað eitthvert kvöldið. Hvernig kom- umst við inn þar, ungfrú Thompson?“ „Því miður veit ég það ekki,“ svaraði hún. „1 raun og veru veit ég ekkert um þennan spila- klúbb, en það getur ekki verið erfitt. Náum í Elm ofursta og einhverja fleiri — þeir geta komið okkur inn.“ Sherry MacMahon kom í áttina til þeirra. „Þarna hafið þér réttan mann, til að fræða ykkur um þetta!“ hrópaði Sir John. „Sherry, þess- ar syndugu sálir eru að spyrja, hvernig þær eigi að komast inn í nýja klúbbinn." „Ungfrú Thompson hefir leitt okkur í freistni," bætti lávarðsfrúin við. „Ungfrú Thompsin?“ „Já, hún segir, að það sé svo skemmtilegur klúbbur. Hafið þér verið þar?“ „Já.“ „Og getið þér komið okkur inn?“ „Já, það get ég.“ „Ætlið þér þá að gera það fyrir okkur, Mac- Mahon?“ spurði frúin aftur. v „Daisy hefir ekki ró í sínum beinum fyrr en hún hefir tapað peningunum sínum,“ sagði mað- ur hennar hlæjandi. „Auðvitað ef þér óskið þess,“ svaraði Sherry. „Það eru engir erfiðleikar í sambandi við það — það er aðeins að vera innritaður af einhver-jum meðlim klúbbsins-" „Eruð þér í honura?" spurði Wanda. „Heiðursfélagi,“ svaraði hann, og hlógu allir nema Wanda. „Já, það gat ég vel hugsað mér,“ sagði Sir John og hristi höfuðið. Það var ákveðið að fara kvöldið eftir. „Fæ ég að fara líka?“ spurði Wanda. „Já, því ekki það,“ sagði Hereward lávarður, þegar Sir John hikaði. „Við skulum gæta hennar vel.“ „Ég skal líta eftir henni,“ sagði Sherry og fór aftur leiðar sinnar. Sir John elti hann því að hann þurfti að tala eitthvað við hann. Þau horfðu öll á eftir þeim. „Þetta er óvanalega fallegur ,og skemmtilegur ungur maður,“ sagði lávarðurinn, „svo dansar hann alveg dásamlega." „Það er satt,“ játaði Rachel, „en það er verst, að — „Hvað er verst, ungfrú Thompson?“ „Hann er hræðilegur slarkari,“ Rachel and- varpaði, „mannorð hans er ekki gott. En ég ætti ekki vera að tala um þetta — Kairo er siðspill- andi borg. Sífelldur söguburður og rógur um ná- ungann og er ég hrædd um að það sé bráðsmit- andi.“ „Hann er ekki slarkari,“ sagði Wanda. „Þú ættir ekki að tala svona.“ „Elskan mín — vertu ekki svona vond. Ég veit, að ég átti ekki að segja þetta — ég sagði það áðan. Wanda berst svo drengilega fyrir alla vini sína. Fyrirgefðu mér, góða.“ Hún lagði hand- legginn utan um mittið á Wöndu. „Mér finnst Sherry mjög viðfeldinn og hann er áreiðanlega sjálfum sér verstur. Brostu nú til mín, Wanda!“ Wöndu heppnaðist að brosa — hún sá eftir að hafa stokkið svona upp á nef sitt. Þegar þau stóðu við skenkiborðið kom Bill til þeirra og bað Wöndu um næsta dans og hún kinkaði kolli játandi. Um leið og þau fóru inn í danssalinn, sá Wanda að Sherry hneigði sig fyrir Rachel og þau koma brosandi á eftir. Þetta gladdi Wöndu — þau höfðu ekki dansað saman áður, ef til vill myndu þau nú kynnast betur og læra að meta hvort annað. Sherry og Rachel horfði á Bill og Wöndu, þeg- ár þau svifu út á gólfið. „Finnst yður þetta ekki vera óvanalega fallegt par?“ sagði Rachel. „Jú,“ svaraði hann. „Við erum svo glöð yfir því, þér skiljið við hvað ég á,“ sagði Rachel allt í einu með einlægni. „Glöð yfir hverju, ungfrú Thompson?“ „Yfir þessu með Wöndu og Bill! Það er auð- /

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.