Vikan


Vikan - 02.01.1947, Page 12

Vikan - 02.01.1947, Page 12
12 VIKAN, nr. 1, 1947 notað eða ekki, þá bar henni að afhenda hann lögreglunni. Hún hafði ekki þorað að hugsa um það, hvað þá heldur meir, að afhenda þeim hnífinn fyr en nú. En nú var hnífurinn ekki lengur í vörzlum hennar, og nú var þetta því útilokað. Henni blöskraði illmennska Aliciu og hún skalf af ótta í hvert sinn og hún hugsaði um athæfi hennar og tilganginn með því. Nú hafði Andy boðið henni að koma henni fyrir á öruggum stað og ef hún færi, þá------já hún vissi það vel------þá mundi hún aldrei stiga fæti sínum framar í þetta hús. Og þó gæti henni liðið svo vel hérna, ef . . . Já, Alicia hafði unnið. Það var Jill, sem yfirgaf húsið, en Alicia mundi verða kyr. Það var engin ástæða til að tala við Bruce áður en hún færi. Nei, það.var sjálfsagt bezt að reyna að komast hjá að hitta hann. — Hún leit á úrið. Klukkan var orðin 4. Það var farið að skyggja og það leit út fyrir að hann færi brátt að rigna. Fátt er jafn ömurlegt og rigning í nóvember- mánuði, hugsaði Jill, þegar hún horfði út yfir dimma og blauta húsgarðinn. Eftir stundarfjórð- ung yrði hún að byrja á undirbúningsstarfinu. Nú var farið að rigna og það var í rauninni heppilegt, því þá voru líkurnar meiri fyrir því, að hin einfalda ráðagerð Andys mundi heppn- ast. Hún lagði ennið að rúðunni til að geta betur séð út. Hinu megin við grasflötinn grillti í hliðið á gróðurhúsinu, sem lá upp að húsi Guy Coles, en þaðan var hægt að komast í sameiginlega gróðurhúsið. Þar átti hún að komast út. . . Hvenær mundi hún sjá Bruce næst? Það var ekki gott að segja, en svo mikið var víst, að þá yrði hún ekki lengur konan hans. Hún hafði ekki þess vegna trúað frásögn Aliciu, að hún vissi ekki að Alieia mundi ekki víia það fyrir sér að ljúga öllu, sem hún segði, ef það aðeins yrði til þess að hún kæmi sínum vilja fram. Nei, en það voru nokkur atriði í frá- sögn hennar, sem hlutu að vera sönn. Hefði Bruce aðeins á einn eða annan hátt, hvort heldur í orðum eða með augnatilliti sýnt það, að honum þætti nokkuð vænt um hana, þá mundi ekkert og jafnvel ekki það, sem hlaut að vera satt í frásögn Aliciu, hafa haft nokkur áhrif á hana. En Bruce hafði aldrei sýnt neitt slíkt. Eftir hverju er ég í rauninni að bíða?, hugsaði hún með sjálfri sér. Það er heimskulegt að ala þá von í brjósti að fá að sjá hann áður en ég fer, þegar ég veit að það er ekki til neins. Hún gekk fram til dyranna. Þegar hún var komin fram í ganginn, voru dyrnar að borðstof- unni skyndliega opnaðar og Angel lögreglufull- ti-úi, Bruce, Funk litli og nokkrir aðrir rannsókn- armenn komu fram í ganginn. Bruce kom auga á hana og gekk til hennar. „Rannsóknarmennirnir vilja tala við þig enn einu sinni,“ sagði hann. Bruce var mjög alvarlegur, og rannsóknar- mennirnir voru eitthvað svo einkennilegir, að Jill datt í hug, að eitthvað nýtt hefði komið fram 1 málinu, og það reyndist líka rétt. Þeir byrjuðu á því að spyrja hana um nafn- lausu bréfin. Vissi frú Hatterick ekkert um þessi bréf ? „Ég hef skýrt ykkur frá því margsinnis, að ég veit ekkert, alls ekkert um þau," svaraði Jill. „Öll þessi bréf eru stimpluð með dagastimpli á pósthúsinu á tveimur siðustu mánuðunum ■— ■— það er að segja, eftir að þér giftust dr. Hatterick. Ekkert þeirra er skrifað áður. Getið þér ekki dregið neina ályktun af þessu. Grunið þér ekki neinn sérstakan, þegar athygli yðar er vakin á þessu?" „Nei“. Angel leit vonsvikinn á hana og ræskti sig nokkrum sinnum. „Dettur yður nokkur í hug, sem gert gæti þetta af einhverri sérstakri ástæðu, svo sem af- brýðisemi eða þess háttar?" „Afbrýðisemi ?“ endurtók Jill. Henni varð skyndilega hugsað til Áliciu. „Já, ég á við, gagnvart yður vegna giftingar- innar." , „yil dæmis einhver, sem hefði verið hrifinn af yður?,“ skaut Funk litli inn í. „Nei, nei,. Ég get ekki hugsað mér neinn." „Jill-----,“ byrjaði Bruce, en Angel greip fram í fyrir honum og sagði: „Ég skal segja yður, frú Hatterick, að sú per- sóna, sem skrifað hefur þessi bréf — eða að minnsta kosti sjö þeirra — hefur verið félagi í klúbbnum, sem maðurinn yðar er í. Dr. Crittend- en er til dæmis meðlimur þar-----------“ Nú lét Bruce ekki stöðva síg og sagði: MAGGI OG RAGGI. Teikning eftir Wally Bishop. l. Maggi: Hvað er að þér Raggi, þú gengur um flautandi allan daginn ? m. Raggi: Það er um að gera að æfa sig í að ná laginu -— 3. Maggi: Og til hvers ertu að því? Raggi: Það er mjög mikilsvert — j’f. Raggi: Ég hefi verið beðinn um að taka að mér stjórn hljómsveitar flautandi drengja! „Ég skal segja þér, Jill, að bréfin eru skrifuð á ritvél, og lögreglan hefur lengi verið að leita að þeirri vélartegund, sem notuð hefir verið. Þeir hafa leitað jafnt á ólíklegum sem líklegum stöð- um og hafa til dæmis rannsakað allar vélarnar í skólanum hjá Madge. Svo var hr. Funk sendur í klúbbhúsið einu sinni------" „Já, það var út af þjófnaðinum í fataherberginu þar,“ skaut Funk inn í. „Já, hvað um það,“ hélt Bruce áfram, hann komst þar að því, að við Andy værum meðlimir í klúbbnum og náði þessvegna í sýnishorn af letrinu á ritvélunum þar. Ein vélin reyndist vera nákvæmlega af sömu gerð og sú ritvél, sem nafn- lausu bréfin voru skrifuð með.“ „Já, eins í einu og öllu,“ sagði Funk og kinkaði kolli ánægjulega. „Þetta takmarkar þann fjölda manna, sem gruna má um að hafa skrifað bréfin," hélt Bruce áfram. „Aðeins örfáir gestir koma í skrifstofuna og það eru aðeins karlmenn, því konur koma þar aldrei. Og —----ég hef ekki skrifað þessi bréf, eins og þú veizt sjálfsagt.“ „Það höfum við heldur aldrei sagt,“ hrópaði Angel. „Andy kemur heldur ekki til greina af sömu ástæðum og gilda um mig. Hann mundi aldrei hafa gert þetta. Þetta væri allt of hættulegt fyrir okkur og gæti eyðlagt framtíð okkar og lífsham- ingju." „Getið þér heldur ekki dregið neina ályktun af þessu, frú Hatterick?," spurði Angel. Nei, hún gat það ekki. Þeir héldu áfram að leggja fyrir hana spurningar í nokkrar mínútur, en hún gat ekki gefið þeim neinar upplýsingar um þetta, sem máli skipti. Þegar rannsóknarmennimir voru loksins farnir, kom Bruce inn til hennar aftur. „Nú eru þeir farnir,“ sagði hann um leið og hann kom inn í lesstofuna. „Ég sá Angel, þegar hann var að fara af stað.“ Hún svaraði engu, því hún var að hugsa um allt það, sem hún ætti að gera, eða hefði átt að vera búin aö gera. Yfirheyrslan hjá rannsóknar- mönnunum hafði tafið fyrr henni, hún vissi að Andy beið hennar. Hann hafði lagt mikið upp úr því að hún kæmist af stað áður en það væri orðið aldimmt. Henni fanst hún ekkert geta sagt við Bruce, þegar hún stóð nú augliti til auglits við hann. Ef hún neyddist til að segja eitthvað, mundi það aðeins vera til að ásaka hann eða krefjast einhvers af honum, sem hún hafði engan rétt á að heimta. Hún gat heldur ekki fengið sig til að segja honum, að hún ætlaði sér að fara burt úr þessu húsi. „Hvað er að þér, Jill?“, spurði Bruce undrandi. „Hefur eitthvað sérstakt komið fyrir?“ Hún braut saman vasaklútinn, sem vafið hafði verið utan um skurðarhnífinn, og kreisti hann i greiþ sér. „Vertu ekki með þessi látalæti, Bruce!“ hreytti hún út úr sér. Hún hafði varla sleppt orðunum þegar Steven kom þjótandi inn í lesstofuna og skellti hurðinni á eftir sér. Hann var í æstu skapi og augnaráð hans var flóttalegt. „Nú, svo þið eruð hérna,“ sagði hann, „það var ágætt. Ég er illa klemdur, ég veit satt að segja ekki, hvað ég á til bragðs að taka.“ „Hvað hefir komið fyrir, Steven? Þér líður illa, ertu veikur?" „Ég er ekki veikur, en mér líður illa, það er satt.“ Hann lét fallast niður í djúpan hæginda- stól og faldi andlitið í höndum sér. Það varð djúp þögn í lesstofunni. Jill sá, að Bruce lagði frá sér vindlinginn og gekk að Steven, klappaði blíðlega á öxl honum og laut yfir hann. „Steven, er það lögreglan?," spurði hann. „Svaraðu mér, Steven!“ „Það eru bréfin," sagði Steven svo lágt að varla heyrðist. „Það er ég, sem skrifað hef þessi bréf.“

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.