Vikan


Vikan - 03.04.1947, Side 3

Vikan - 03.04.1947, Side 3
VIKAN, nr. 14, 1947 3 Enskar markaðsborgir. Allstaðar í Englandi eru markaðsborgir og markaðstorg. Þang- að hafa bændurnir komið árum saman, einu sinni í viku, til að selja afurðir sínar og hitta kunningjana. Markaðsdagurinn er ennþá aðal viðburður sveitalífsins í Englandi. Enski bóndinn hefir fengið orð fyrir að vera stundum óþarflega lengi í markaðsferð- inni og mun það satt vera, því að bændur hafa mjög gaman af markaðsferðunum. Dagurinn er honum ekki aðeins þýðingar- mikill til að gera hagkvæm viðskipti, heldur nýtur bóndinn há- vaða og erils dagsins, slúðursagnanna og skemmtanana. Allar götur markaðsborgarinnar eru fullar af bílum, kerrum og vögn- um. Sögur ganga manna á milli, kýrnar baula, kindurnar jarma, en upp yfir alla háreistina heyrist rödd uppboðshaldarans, sem selur búpeninginn, „annað sinn, býður enginn betur.“ Alls staðar er ys og þys og mikil fjölbreytni. Salan fer aðailega fram á morgnana, en um hádegið fara bændurnir með konur sínar inn í eitthvert veitingahús og ræða þar ákaft saman yfir matnum. Seinni hluta dags fer sveitafólkið í búðir og ef til vill í kvikmyndahús, jafnvel þótt á sama tíma sé kannske þýðingarmikil bændaráðstefna í borgarráðinu. Myndin sýnir tvo bændur — annar er seljandi, en hinn er tilvonandi kaup- andi — þjarka um verð á tveim kúm. Allan þann tíma, sem þeir prútta um verðið takast þeir í hendur, sem er gömul venja, en beljurnar bíða á meðan hinar rólegustu. Litli snáðinn rekur heim til sín kýr, sem keyptar hafa verið á markað- inum í Richmond. Bæði borgarbúar og sveitafólk þyrpist á markaðinn tii að kaupa og selja og ræða við kunningjana. Að ofan sést grænmetissala á markaðstorgi i Richmond. Hér sést borgarráðið í Richmond, er það kemur saman á markaðsdegi. Allir bændur, sem sæti eiga í ráðinu eru fjarverandi. Þeir eru uppteknir á markaðstorginu. Borgarstjórinn situr fyrir enda borðsins. Hin dýrmæta festi, er hann ber, er tákn um vald hans. Þetta er Richmond í Yorkshire. Fólkið safnast saman á markaðstorgið. Kirkjuturn eins og myndin sýnir má víða finna í enskum sveitaþorpum.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.