Vikan


Vikan - 03.04.1947, Blaðsíða 13

Vikan - 03.04.1947, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 14, 1947 13 Perlan frá Páskaeyjunni Barnasaga eftir Jens K. Andersen LAND í augsýn,“ hrópaði létta- drengurinn Jan, sem á páska- dagsmorgun 1722 var á verði á i’rei- gátu hins hollenzka sæfara, Rogge- veens flotaforingja, er var á ferð í kringum hnöttinn. Roggeveen korri í snatri upp á þilfar. Var þetta terra australia incoynita, hin óþekkta, suð- læga heimsálfa, sem hann var að leita að ? Nei, fyrir framan þá gnæfði lítil eyja, sem var eins og þríhyrning- ur í lögun. En þetta var þó nýr landa- fundur — nýr staður, sem hægt var að færa á páskadagsmorgun 1722 inn á sjókortið yfir hið víðáttumikla Kyrrahaf. „Við skýrum eyjuna eftir hinum helga degi í dag, drengur minn,“ sagði flotaforinginn glaðlega. „Hún skal heita Páskaeyjan.“ Skömmu seinna var varpað akker- um við eyjuna. Þarna voru alls stað- ar víkur og vogar, þar sem gott var að lenda. Skipshöfnin, og þá ekki sízt Jan horfði með forvitni á eyj- una, sem auðsjáanlega hafði í upp- hafi myndast við eldgos. Öteljandi útbrunnir eldgýgir gnæfðu yfir grýtt landið, en innan um allt grjótið og klungrið uxu stinnar grastegundir. Einn klettóttur tangi fram i hafið var þeim til mestu furðu alþakinn af steinmyndum — mannslíkömum og fuglshöfðum höggnum í stórgrýtið. En eyjan, sem innfæddu mennirnir nefndu Rapanui, hafði margt furðu- legt að geyma, sem Hollendingarnir höfðu gaman af að athuga, þegar þeir gengu á land. Þarna voru háar steinsúlur höggnar út sem manns- höfuð, fallegir tréskurðarmunir, furðulegir strákofar og steintöflur með myndaletri, sem líktist helgirún- um. Innfæddu mennirnir líktust ekki hinu venjulega Suðurhafseyjafólki. Þeir voru friðsamir við hvíta menn, en deildu mjög innbyrðis og voru sí- felldar ætta- og fjölskyldu óeirðir á milli þeirra. Þeir ræktuðu, „batater“, sem eru nokkurskonar kartöflur og stunduðu fiski- og skjaldbökuveiðar. Jan athugaði allt gaumgæfilega. Hann hafði ekki haft minnstu löng- un til að gerast léttadrengur á skipi. Hann þráði að sökkva sér ofan í bæk- ur og verða menntaður maður, en þar sem foreldrar hans voru ekki nógu efnuð til .að láta hann læra, hafði hann farið til sjós. Dag einn er þeir dvöldu á Páska- eyjunni áræddi Jan að fara einn sins liðs á land í rannsóknarferð. Hann Veiztu þetta Efsta mynd til vinstri: Eskimóar á meginlandi Norður-Ameríku gera sér alltaf dagamun eftir vel heppnaða hvalveiðiferð með því að keppa um það hver kemst hæst í „tolleringú." Stúlkurnar og börnin bera venjulega sigur úr býtum. — Efsta mynd til hægri: Síðast var gerð breyting á fána Bandaríkjanna 1912, þegar Taft forseti lét setja stjörnurnar í sex raðir og þá átta í hverja röð. — Að neðan til vinstri: Hvað er frjófruma hvals- ins mörgum sinnum stærri en frjófruma músarinnar? Helmingi stærri. — Að neðan til hægri. „Colorado-“kartöflubjallan gerir árlega 3,000,000 dollara skaða á kartöfluuppskeru Bandarikjanna. gekk með fram ströndinni innan um heljarstór steinlíkneski. Honum hafði verið sagt að þessi líkneski væru minnisvarðar hinna dauðu. Allt í einu heyrði hann óp nálægt sér og sá inn- fæddan, fullorðinn karlmann og inn- fædda stúlku á aldur við sig í hat- rammlegum bardaga. Maðurinn hafði þrifið í hár stúlkunnar og sveiflaði steinöxi yfir höfði hennar. Hún varð- ist með eirhníf, en það var svo sem auðséð, hver myndi bera sigur af hólmi. Án þess að hika eitt augnablik hljóp Jan stúlkunni til hjálpar, um leið og hann brá upp skammbyss- unni, sem hann bar við belti sér. Maðurinn varð hans óðara var, sleppti stúlkunni og varpaði öxinni i áttina til hans. Jan brá sér snöggt undan, svo að öxin flaug fyrir ofan höfuð hans. I sama bili hleypti Jan af byssunni. Hann hitti ekki, en villi- maðurinn varð svo hræddur við skot- hvellinn, að hann flýði eins og fætur toguðu. Stúlkan varpaði sér niður við fæt- ur Jan. Hún spratt síðan upp og þakkaði honum með mörgum orðum, sem, Jan skildi ekki. Að lokum greip hún lítinn poka, fléttaðan úr basti, sem hékk við belti hennar og gaf Jan hann. Hann hristi höfuðið, en hún tróð honum í hönd Jans og hljóp svo burtu. Þegar Jan sneri sér við, sá hann hvar skipsfélagar hans komu þjót- andi. Þeir höfðu heyrt skothvellinn frá þorpinu Hanga Roa og komu nú honum til hjálpar í þeirri trú að það hefði verið ráðizt á hann. Jan tróð bastpokanum í vasann og gekk á móti þeim. Hann sagði þeim frá at- burðinum, en nefndi ekki gjöf villi- stúlkunnar. Það var ekki fyrr en hann kom aftur um borð að hann athugaði pokann betur, en varð þá undrandi. Þvi að í pokanum var stór og falleg perla. Jan geymdi perluna vel og vand- lega það sem eftir var ferðarinnar. Roggeveen heppnaðist ekki að finna meginland Ástralíu, en gerði samt margar merkilegar, landfræðilegar athuganir. Þegar heim til Hollands kom, seldi Jan perluna og hann var bæði glaður og þakklátur, þegar hann fékk svo mikið fyrir hana að hann gat látið eftir löngun sinni og hafið bóklegt nám. Perlan frá Páska- eyjunni varð honum til gæfu og oft varð honum hugsað til eyjarinnar með hinum undarlegu steinlíkönum frá fornöldinni. Biblíumyndir. 1. Ekkjan Noomí bjóst til að hverfa aftur heim frá Móbslandi með tengdadætrum sínum. Er þær voru farnar á leið, til þess að hverfa aftur til Júdalands þá sagði hún við tengdadætur sínar: Farið, snúið við, hvor um sig til húss móður sinnar. Og Orpa kvaddi tengdamóður sína með kossi, en Ruth gat ekki slitið sig frá henni. 2. Rut för og tíndi á akrinum á eftir kornskurðarmönnunum, og henni vildi svo vel til, að teig þenn- an átti Bóas, sem var í ætt við Emanúel. Og sjá, Bóas kom frá Betlehem og hann mælti við þjóninn, sem settur var yfir kornskurðar- mennina: Hverjum heyrir þessi stúlka til. Og þjónninn svaraði: Það er móabítísk stúlka sem kom aftur með Noomí frá Móabslandi. Þá sagði Bóas við Ruth: Heyr þú, dóttir min, far þú ekki á annan akur, til þess að tína, og far þú heldur ekki héðan, en haltu þig hér hjá stúlkum mínum. 3. Og Bóas sagði við öldungana og fólkið eftir hann hafði talað við lausnarmanninn við borgarhliðið: Þér eruð í dag vottar að því, að ég hefi keypt af Noomi allt það, sem Elimelek átti, svo og allt, sem þeir Kiljón og Mahlón áttu. Einnig hefí ég keypt Rut hina móabítísku mér að konu. 4. Síðan gekk Bóas að eiga Rut og hún ól honum son. Grannkonurnar gáfu honum nafn og sögðu: Noomí er fæddur sonur! og nefndu hann Óbed; hann var faðir Isaí, föður Davíðs.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.