Vikan


Vikan - 10.04.1947, Blaðsíða 8

Vikan - 10.04.1947, Blaðsíða 8
8 VTKAN, nr. 15, 1947 Gissur og klukkan. Teikning eftir George McManus. Gissur: Ég ætla aö selja þessa gömlu klukku. Hún gengur ekki nema stundum og þegar hún gengur, þá gengur hún ekki rétt. Gissur: Ég fékk tíu dollara fyrir hana, það kalla ég gott! Rasmína: Sjáðu klukkuna, sem ég keypti handa þér, hún kostaði aðeins fjörutiu dóllara! Gissur: Ég seldi þessa klukku í dag, Rasmína, hún var í skrifstofunni hjá mér, ég var orðinn leiður á henni, blessuð skilaðu henni aftur! Gissur: Ja, þú ert slyngari en ég! Svo hann tók hana aftur? Rasmína: Og ekki nóg með það, hann lét mig hafa fimm dollurum meira fyrir hana en ég fékk hjá honum! Hann sagði, að klukkan væri forngripur! Dóttirin: Sjáðu klukkuna, sem ég keypti handa þér, pabbi, hún kostaði aðeins sjötíu og fimm dollara! Rasmína: Farðu með hana, ég seldi hana fyrir fjöru- tíu og fimm! Rasmína: f>ú verður.að fá að skila henni aftur, þú mátt ekki koma með hana til baka! Gissur: Hvað sem öðru líður, dóttir mín, | þá máttu ekki láta mig sjá hana aftur! Rasmína: Hver er þetta? Er það einhver, sem vill tala við mig? Gissur: Það er dóttirin — ha? Þú segir, að hann hafi tekið klukkuna aftur og greitt fyrir hana níutíu dollara? Rasmína: C, hvað það er gott að vera nú laus við þessa klukku! Gissur: Hún sagði, að á meðan hún stóð við í búðinni, hafi einhver bjáni komið og keypt hana fyrir hundrað og fimmtíu dollara! Þjónninn: Það er maður frá skrifstofunni frammi. Skrifstofumaðurinn: Hvar er klukkan, sem þér höfðuð á skrifborðinu yðar? Ég faldi sex hundruð dollara í henni í gær, af því að ég gat ekki opnað peningaskápinn. Hvar er klukkan? Fóruð þér með hana heim ? s Rasmina: Hvað segið þér?

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.