Vikan


Vikan - 10.04.1947, Blaðsíða 10

Vikan - 10.04.1947, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 15, 1947 HEIMILiÐ ............. | Barnið og stjúpmóðirin. Eftir Carry C. Myers Ph. D. Matseðillinn Kartöflnkaka. 10 kartöflur, 1 egg, % 1. mjólk, 100 gr. rifinn ostur, salt, pipar. Eggið er þeytt í skál. Mjólkin soð- in og sett saman við ásamt ostinum, piparnum og saltinu. Tekið er utan af kartöflunum hráum, þær skornar í þunnar sneiðar og þeim blandað sam- an við eggið og mjólkina. Síðan er öllu hellt í vel smurt, eldfast ílát, stráð yfir það rifnum osti og bakað í ofni (ekki of heitum) i klukku- stund. Saltfisks-kótelettur. Fiskurinn er soðinn, skorinn í ekki of smá stykki og dýft í Worcesters- hire-sósu. Hann er látinn þorna, velt upp úr muldu brauði og steiktur. Borinn fram með smjörsósu og pét- ursselju. Hrísgrjónavellingur. iy2 1. mjólk, 80 gr. hrísgrjón, 1 teskeið salt. Hrísgrjónin eru skoluð í heitu vatni, látin út í sjóðandi mjólkina og hrært vel í. Soðin við hægan eld i 1 kl.st. Framreiddur með kanel og sykri. Með kaffinu. Plumkaka. 250 gr. smjörlíki, 500 gr. hveiti, 375 gr. sykur, 2 egg, 1 teskeið kardemommur, '1 feskeið kanel, 1 teskeið gerduft, 1 peli mjólk, 125 gr. rúsínur, 35 gr. súkkat. Sykrinum og smjörlíkinu er hrært vandlega saman, þangað tíl úr því er orðinn þétt froða. Þá eru eggin sett út í, eitt í einu ásamt salti, karde- mommum, kanel og gerdufti. Þar næst er hveitinu og mjólkinni bætt út í, ögn í einu til skiptis, og loks er brytjað súkkat óg rúsínurnar settar út í. Deigið er látið i vel smurt köku- mót og bakað í rúman klukkutíma. Sniglakökur. 182 gr. smjörlíki, 250 gr. hveiti, 125 gr. sykur, % teskeið hjartar- salt, 1 egg og vanilludropar. Hveitið er sigtað, hjartarsalti er blandað vel saman við ásamt smjör- líkinu. Þá er látinn í sykur, dropar og egg, og þessu hnoðað vandlega saman og rúllað út í lengju. Búnir til sniglar á stærð við tveggjakrónu- pening, látnir á plötu, en ekki of þétt, smurðir með eggi, stráð á möndlum og sykri. Bakaðir við jafn- an hita, þangað til þeir verða ljós- brúnir. Tízkumyndir Hálflangar ermar eru mjög hent- ugar og þægilegar á skrifstofu- og skólakjólum. Rvartur silkináttkjóll, settur breið- um blúndum. Til þess að ná flís úr fingri, má þrýsta fingrinum ofan í stút á flösku, sem er full upp í axlir af heitu vatni. Gufan dregur þá flísina út, ef hún hefir ekki farið of djúpt. Ég þekki margar stjúpmæður og dáist að því, hve mörgum þeirra hef- ir tekizt vel að yfirstíga þá erfið- leika, sem þær mæta oft af hálfu stjúpbarna sinna. Það er oft erfið- ara að vera góð stjúpmóðir, heldur en góð móðir. Ameríka er fræg sökum hinna tíðu hjónaskilnaöa. Hvað verð- ur um hin fjölmörgu börn, sem missa þannig óbeinlinis móður sína, og hvað verður um öryggi og afkomu þessara barna? Látin móöir. Segjum svo að þér verðið stjúp- móðir barns, sem misst hefir móður sína. Það verður erfitt fyrir barnið að taka strax tveim höndum á móti ókunnugri stúlku. Sérstaklega er þetta erfitt fyrir börn sem eru orðin það stálpuð, að þau muna eftir móð- ur sinni. Sömuleiðis er það erfitt ef skyldfólk mannsins yðar virðist yður andstætt að einhverju leyti. Ef þér eruð ekki svo heppin að hafa áunnið yður ástúð og virðingu barns og skyldmenna mannsins yðar fyrir gift- ingu ykkar, verðið þér að beita allri lipurð yðar og þolinmæði til að yfir- stíga þetta og öðlast hamingjusamt heimilislif. Einn af þeim mörgu erfiðleikum, sem hér ræðir um er metnaður og og keppni, sem fram kann að koma milli barns yðar og barns fyrri konu mannsins yðar. Þá ber að forðast allt tal um ,,þitt barn“ og „rnitt barn." Gæt- ið þess að láta jafnt yfir öll börnin ganga og reynið að beita huga þeirra að sameiginlegum áhugamálum. Kennið „yðar bami“ að sýna „hans barni" vináttu og velvild. Látið yð- ar barn ekki njóta neinna hlunninda framar hinu. Gott samkomulag. Stjúpmóðir, sem ég þekki sagði eitt sinn að auðvelt væri að ná góðu sam- komulagi með þvi að sýna barninu traust og velvild. Ef barnið finnur að það er metið að miklu fær stjúp- móðirin það endurgreitt aftur og það margfalt með virðingu og ást bams- ins. Gætið þess að minnast ekki á skilnað fyrri konunnar eða lát henn- ar, ef þér haldið að það snerti við- kvæma strengi barnsins. Forðist að gera lítið úr -stjúpbami yðar í á- heyrn annara, sízt yðar eigin barna, heldur umgangist það með ást og umhyggju, sem það væri yðar eigið barn, og þá mun vel fara. HÚ S RÁÐ Skósverta og ofnsverta verður bæði drýgri og betri, er hún er þynnt með ofurlitlu ediki. Berið ofurlítið smjör á hendurnar, áður en þér hnoðið deig. Það varnar því, að deigið límist við hendurnar. iSvampa má hreinsa með því að leggja þá í bleyti í eina klukkustund í köldu saltvatni. og skola þá síðan vel í tæru vatni. Ég er bara svolítið ruglaður, Geraldina mín, vegna þess að það var svo sterk etherlykt í sjúkraherbergi vinar míns.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.