Vikan


Vikan - 10.04.1947, Blaðsíða 11

Vikan - 10.04.1947, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 15, 1947 11 ^------;------------------------------Framltaldssaga. Mignon G. Eberhart: Minningar frá Melady-sjúkrahúsinu 9 SAKAMÁLASAGA I myrtur og morðingi hans, Pétui* Melady, komst undan á flótta." „Það er ekki víst,“ sagði ég. „Ég rakst ekki á lík dr. Harrigans fyrr en nokkru síðar.“ „Ekki löngu siðar, ungfrú Keate. Stúlkan í skrifstofunni og dr. Kunce segja, að þér hafið hringt á hjálp klukkan nákvæmlega 32 mínútur yfir tólf. Þér hafið þannig, ungfrú Keate, fundið líkið af dr. Harrigan í lyftunni 12 minútum eftir að ungfrú Brody sá hann fara inn í hana.“ Lamb fulltrúi snéri sér að dr. Kunce. „Getur þetta gefið yður nokkra bendingu í þá átt, hver morðinginn er, dr. Kunce?" „Ef til vill," svaraði dr. Kunce. Hann snéri sér að Ellen. „Haldið þér, ungfrú Brody, að þér hafið nú ekkert dregið undan og sagt okkur allt, sdm þér vitið?" „Nei, dr. Kunce — ég meina — já, dr. Kunce." „Hugsið yður nú vel um, systir," sagði Lamb fulltrúi hvetjandi. „Munið þér ekki eftir neinu, sem yður fannst vera óvenjulegt ? Ekkert óvenju- legt atvik um kvöldið, eða rétt eftir að morð- ið var framið? Hugsið yður um.“ „Nei," svaraði Ellen og starði niður fyrir fætur sér. „Nei, alls ekkert" Hún leit upp og bætti siðan við og talaði mjög hægt: „Nema ef vera skyldi hvað ungfrú Nancy Page varð æst og hrædd, þegar hún heyrði, að dr. Harrigan ætlaði að fram- kvæma uppskurðinn þá um kvöldið. Þetta var rétt eftir að ég hafði skilað því til ungfrú Keate, að dr. Harrigan hefði beðið hana að koma upp og hann ætlað að framkvæma uppskurð- inn þá. Ungfrú Page sagði,“ hélt Ellen áfram kæruleysislega, „að einhver yrði að gripa fram fyrir hendurnar á dr. Harrigan og skipa honum að hætta við að framkvæma uppskurðinn þá um kvöldið, og frú Melady hefði sagt, að ef dr. Harrigan yrði ekki fenginn til að hætta við þessa ákvörðun sína, mundi það leiða til morðs og það yrði henni — það er ungfrú Page — að kenna. Ég heyrði til þeirra inni í herbergi frú Melady. Þær voru mjög æstar í skapi. Ég gat ekki komizt hjá að heyra til þeirra. Ég stóð ekki á hleri, en þær voru svo ákafar og töluðu svo hátt. Einkum þó frú Melady. Hún verður reyndar svo æst út af mörgu!" Það varð dálítil þögn. Lamb fulltrúi horfði hvasst á Ellen og það var sýnilegt á svip hans, að honum fannst þetta vera merkilegar upplýs- ingar. Dr. Kunce hefir án efa fundizt það sama, þó erfiðara væri að lesa úr svip hans. Mér kom skyndilega til hugar samtalið, sem ég heyrði milli Dione Melady og einhverrar ann- arar persónu, sem voru að hvíslast á inni í her- bergi frú Melady. Hvað voru þessar manneskjur að tala um? Minntust þær ekki líka eitthvað á morð? „Já — og svo var eitt enn,“ gall Ellen við upp úr eins manns hljóði. „Ungfrú Keate lá á hnjánum við bréfakörfuna. Það var líka óvenjulegt. Og svo held ég, að ungfrú Ash hafi verið hrædd við dr. Harrigan — já, ég má segja, að henni stóð beinlínis ótti af honum." VI. KAFLI. „Nú, hvað eigið þér við með þessu, ungfrú Brody?" spurði Lamb fulltrúi hálf önugur yfir því, að Ellen skyldi ekki lofa honum að fá tima til að hugsa um eitt atriði í frásögn hennar, áður en hún kæmi með annað. „Hvers vegna vaðið þér svona úr einu í ar.nað, stúlka mín?“ „Hvaða rugl er nú í þér, Ellen," sagði ég hvat- lega, því nú vissi ég, að því fyrr sem ég gæti stoppað vaðalinn í Ellen, því betra yrði það fyrir alla. „Ungfrú Ash þekkti dr. Harrigan alls ekkert, og ég varð að leita í bréfakörfunni að dálitlu, sem ég missti ofan í hana." Og það var líka satt. Mér fannst samt.eins og Lamb fulltrúi yrði eitthvað skrítinn við þessi síðustu orð mín, en það hefir kannske verið af því, að ég hafði ekki hreina samvizku. Skyldi hann hafa komizt að því, að hárið var ekki í pillu- dósinni, sem hann var með ? Mér fór að líða hálf illa og sagði því við Ellen, til að segja eitthvað: „Þú ert þreytt og æst, Ellen. Þú ættir að fá að hvíla þig áður en þú ferð á næturvakt aftur." Ellen rak upp stór augu, hálf stóð upp úr stóln- um og sagði stamandi: „Næturvakt, ungfrú Keate? Næturvakt! Áttu við að------? Eigum við að -----? Ó, ég vil ekki fara á næturvakt aftur! Ég vil það ekki, alls ekki!" Hún hrópaði þessi síðustu orð æst og hás. „Reynið að vera rólegar, ungfrú Brody," sagði dr. Kunce blíðlega. „Ég vil leyfa mér að benda yður á, að fyrsta skylda hverrar hjúkrunarkonu er að hugsa um sjúklingana, hjúkra þeim og vera þeim yfirleitt til aðstoðar. Það er skylda yðar að láta ekki hjá líða að vera hjá þeim, þegar þér eigið að vera þar og þess vegna munuð þér líka ekki skorast undan því að vera á vakt í nótt." Hann þagnaði til að hugsa sig um, og ég sá, að hann ætlaði að fara að halda áfram og greip því tækifærið til að skjóta inn í: „Heyrið þér, dr. Kunce. Ungfrú Ellen er mjög þreytt og þarfnast ------. Ó, Ellen, hvað er að þér ?“ Ellen var orðin náföl í framan. „Mér er að verða illt,“ stamaði hún. „Hvaða vitleysa," sagði dr. Kunce byrstur, en Ellen skeytti þessu engu, stóð á fætur og var þotin út úr herberginu og fram í almennu skrif- stofuna, áður en nokkur hafði áttað sig á því, hvað hún ætlaðist fyrir. Lamb fulltrúi horfði undrandi á eftir henni og spurði: „Hvað var að henni? Því hljóp hún svona út?“ Hann fékk ekkert svar við þessari spurningu, því nú var barið að dyrum og skrifstofustúlkan kom í gættina. „Hr. Courtney Melady óskar að fá að tala við yður, dr. Kunce," muldraði hún.“ „Segið honum að koma inn.“ Court Melady kom inn. Hann kinkaði kolli til dr. Kunce, leit kuldalega á Lamb fulltrúa og sagði: „Sælir, herra fulltrúi." Síðan fékk hann sér sæti að boði dr. Kunce. Hann var enn þreytu- legri en hann hafði verið um morguninn, þótt nú væri hann kembdur og þveginn. Hann fór ofan í vasann eftir vasaklút, þurrkaði sér í framan, strauk hendinni létt yfir þunnt hárið, sem byrjað var að grána ofurlítið og sagði blátt áfram: „Það er heitt í dag.“ „Já, ansi heitt," svaraði dr. Kunce og strauk skeggið. „Hafið þið komizt að nokkurri niðurstöðu?" spurði Court Melady. „Getið þið sagt mér hvar Pétur frændi — Pétur Melady — er niður kom- inn?“ „Nei," svaraði Lamb fulltrúi stuttur í spuna. „Það er rétt eins og hann hafi horfið ofan í jörð- ina. Getið þér ekki bent okkur á einhvern stað, sem líklegt væri að hann héldi sig á? Þér þekk- ið hann svo vel, eins og gefur að skilja. Hvert haldið þér að hann mundi helzt fara, ef hann ósk- aði að leynast í nokkum tíma?" „Ég get ekki ímyndað mér, að hann hafi horf- ið af frjálsum og fúsum vilja," svaraði Court Melady. „Hann er ekki þannig skapi farinn, að hann langi til að draga sig í hlé. Ef hann þyrfti að fara eitthvað, þá væri það helzt heim til sín. En þar er hann vist ekki." „Sjáið þér nú til, herra Melady," sagði Lamb fulltrúi vingjarnlega. „Þér þekkið frænda yðar einkar vel og nú ættuð þér að segja okkur — svona í trúnaði — allt það, sem þér vitið í þessu máli. Segið okkur til dæmis, hvað Pétur Melady hafði á prjónunum núna upp á síðkastið-------.“ „Ég hef enga hugmynd um það,“ svaraði Court Melady þreytulega, eins og hann hefði verið spurður þessarar spurningar margsinnis áður. „Ég er búinn að segja yður, að ég vissi ekkert um fyrirætlanir hans. Ég get bætt því við til skýr- ingar, að frændi minn var ekkert hrifinn af mér.“ Það varð dálítil þögn. Framan úr almennu skrifstofunni barst skvaldur og hávaði og menn voru stöðugt að svara í símann, sem hringdi hvað eftir annað. Lamb fulltrúi horfði spyrjandi á Court Melady og dr. Kunce strauk skeggið í sí- fellu. „Hvað getið þér sagt mér um þetta nýja svæf- ingarlyf, sem frændi yðar ætlaði að fara að setja á markaðinn?" spurði Lamb fulltrúi. „Ég get nú lítið frætt yður um það," svaraði Court Melady. Hann fór ofan í vasa sinn, dró upp vindlingaveski og fékk sér vindling. „Hafið þið nokkuð á móti því að ég reyki?“ spurði hann. „Nei, nei -— gjörið svo vel,“ svaraði dr. Kunce, sem annars var mikill reglumaður og var illa við tóbaksreyk. „Þér segizt lítið vita um þetta svæfingarlyf ?“ hélt Lamb fulltrúi áfram. „Já, mjög lítið," svaraði Court Melady og kveikti í vindlingnum. „Nú — en eitthvað þó?“ spurði Lamb fulltrúí- „Aðeins það, sem allir virðast vita. Lyfið var framleitt í rannsóknarstofu Melady-stofnunarinn- ar, og ég hef aldrei haft tækifæri til að kynnast neinu um framkvæmdir eða fyrirætlanir þeirrar stofnunar. Ég veit það eitt um þetta lyf, að það er kallað „slæpan", að það er talið kröftugt svæfingarefni og búizt er við, að það taki öðrum slíkum lyfjum fram að mörgu leyti. Mér skilst, að þetta lyf sé enn á tilraunastiginu, en ef það reynist eins gott og. vonir standa til, þá mun það án efa geta gefið mikla peninga í aðra hönd. Að vísu er alls endis óvíst, að lyf þetta reynist eins vel og búizt er við, því eins og þið vitið, hafa menn oft áður talið sig hafa uppgötvað eitthvað svipað, sem svo hefir síðar reynzt vera vita- gagnslaust." „Hvað sem því líður,“ sagði dr. Kunce ákveð- inn, „þá hlýtur formúlan fyrir þessu efni að vera eftirsóknarverð, því marga mun langa að vita, hvernig efnasamsetningin er í þessu lyfi." „Ég get lítið frætt yður um það, dr. Kunce," svaraði Court Melady. „Ég hef aldrei séð þessa formúlu og ég er hvorki efnafræðingur né lyfja- fræðingur og mundi því ekki hafa verið miklu nær, þótt ég hefði jafnvel séð hana." Nú greip Lamb fram í samtal þeirra og spurði beint og hiklaust: „Hvar er þessi formúla, herra Melady?" „Ég hef enga hugmynd um það," svaraði Court Melady eftir dálitla þögn. Hann starði á öskuna

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.