Vikan


Vikan - 12.06.1947, Blaðsíða 2

Vikan - 12.06.1947, Blaðsíða 2
2 VTKAN, nr. 24, 1947 PÓSTURINN Nína Sæmundsson myndhöggvari kemur heim Kæra Vika! Mig langar til að spyrja þig nokkurra spurninga. 1. Hvað er bezt að gera við hár- sliti — eða hármaðki. Eru nokkur lyf til við þvi? 2. Hvernig er bezt að útrýma f reknum ? 3. Er ég of þung, þar sem ég er 16 ára — 165 cm. há og 62% kg? 4. Hvernig er skriftin? Með fyrirfram þökk fyrir svarið. x+y. Svar: Við hármaðk og þegar hár- unum hættir við að brotna, reynist bezt 2% pyrogallólvatn eða samsett pyrogallólsmyrsli. Vægustu lyfin við freknum eru burisupplausn og veikar sýrur, 3% vatnssýringsupplausn og ýmis kon- ar smyrsli úr sama efni (perhydról- smyrsli). Sterkari lyf eru súblimat og 5% hvítt kvikasilfursmyrsli. Þessi lyf verður að nota með varúð, því að þau erta stundum húðina og geta valdið húðsjúkdómum. Þér eigið að vega 60—61 kg. Skriftin er ágæt. Kæra Vika! Viltu nú gjöra svo vel og spyrjast fyrir um það hvort þarf að skrifa á dönsku bréf til danskra krakka sem auglýst hefir verið í „Bréfavið- skiptum Æskunnar." Öska eftir svari sem allra fyrst. • Skagfirzkur krakki. Svar: Bezt er að skrifa barnablað- inu Æskan og spyrjast fyrir um þetta hjá því. RíMsstjórnin og Þjóðræknisfélagið bjóða listakon- unni heim til Islands, eins og Vestur-íslendingunum í fyrrasumar. Um þessar mundir, eða ef til vill þegar, er þetta blað er komið út, kemur góður gestur á fornar slóðir. Það er Nína myndhöggvari S'æmundsson. Hún hefir dvalið langdvölum erlendis, fyrst í Danmörku, á ítalíu og í Frakklandi og nú um langt skeið vestan hafs. Hún nýtur mikils álits í Ameríku, sem meðal annars má sjá á því, að mynd eftir hana prýðir aðalinngang hins mikla Waldorf Astoria hótels í New York. Haldin verður sýning hér í Reykjavík á nokkrum verkum hennar, sem hægt var að koma við að flytja hingað til lands. Eru þau um níutíu að tölu, höggmyndir, málverk og teikn- ingar. Stendur til að opna sýninguna 16. þ. m. í Listamanna- skálanum og verður hún opin í hálfan mánuð. Nína er fædd í Fljótshlíðinni, kom þrettán ára gömul til Reykjavíkur, en fór um átján ára aldur til Kaupmanna- hafnar. Svar til „G. S. J.“: Við könnumst ekki við þessi kvæði, sem þér spurðuð um. Kæra Vika! Viltu segja mér eitthvað um lýð- veldið Bólivíu í Suður-Ameríku, hvað það er stórt og hvað margir eiga þar heima. A—x. Svar: Bólivía er 537,792 fermílur (1609 metrar eru í mílunni) að stærð og íbúafjöldinn er 3.600.000. Rafvélaverkstæði * Halldórs Olafssonar Læknirinn: Maðurinn yðar er veikur og þarfnast hvíldar. Ég sting upp á því, að þér farið i burtu frá honum um þriggja vikna skeið. Njálsgötu 112. Sími 4775. Framkræmir: allar viðgerðir á rafmagnsvélum og tækjum. '• Rafmagnslagnir í verksmiðjur og hús. Bréfasambönd. Birting á nafni, aldri og heimilis- fangi kostar 5 krónur. Vikunni hafa borist mjög margar beiðnir um bréfasambönd á undan- fömum árum og hefir hún birt þó nokkuð mikið af þeim. Marglr hafa sent greiðslu fyrir birtinguna, en upp- hæðirnar hafa verið mjög á reiki, frá 1 kr. upp í 10 kr. Blaðið hefir því ákveðið að skapa fasta venju um þetta, að greiddar verði framvegis fimm krónur fyrir birtingu á nafni, aldri og heimilisfangi, og séu þær sendar með beiðninni. Hér fara á eftir nöfn þeirra, sem óska að komast í bréfasamband: Matthías Magnússon (15—17 ára) Pulu, Holtum, Rangárvallasýslu. Sveinn Árnason (15—16 ára) Skeiði, Selárdal, pr. Bíldudal, Arnarfirði. Helga Pétursdóttir (14—17 ára! Hjöllum, Ögursveit, N-ls. Jón Árnason (17—18 ára) Skeiði, Selárdal, pr. Bíldudal, Amarfirði. Jóhanna K. Pálsdóttir (14—17 áral Skinnastað, Axafirði, N-Þing. Halldór Þ. Jónsson (15—18 ára) Mel, Skagafirði. Sesselja Guðmundsdóttir (13_______16 ára) Egilsstaðakoti, Villingaholts- hrepp, Árnessýslu. Halldór Þórarinsson (15—16 ára) Þúfum, Reykjafjarðarhrepp N- Isafjarðarsýslu. Guðmundur Magnússon (15—16 ára) Hamri, Nauteyrarhreppi N-lsa- fjarðarsýslu. Þorleifur Þorsteinsson (15—16 ára) Súðavík, N-Isafjarðarsýslu. Bent Jónsson (15—16 ára) Meiri- Hattardal, Súðavíkurhreppi N- Isa- fjarðarsýslu. Útgefandi VTKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Tjamargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.