Vikan


Vikan - 12.06.1947, Blaðsíða 9

Vikan - 12.06.1947, Blaðsíða 9
VIKAN, nr. 24, 1947 9 Fréttamyndir Þetta eru tveir af aðalmönnum kolaframleiðslunnar í Bandaríkjunum. T. h. Harry Moses, forstjóri mesta kolaframleiðslufélags í heimi. T. v. Charles O’Neill, fulltrúi kolaverkamanna. Brúðhjónin á myndinni fóru beint í sjúkravitjun eftir hjónavígsluna. Syst- ir brúðarinnar hafði orðið fyrir brunaliðsbil, þegar hún var á leiðinni í brúðkaupið og slasaðist lítið eitt. Þessi sextán ára unglingspiltur hef- ir verið dæmdur til dauða í Banda- ríkjunum fyrir morð á nágranna sínum. Hafði hann beðið nágranna sinn að lána sér peninga, til að kom- ast í kvikmyndahús, en þegar hon- um var neitað, framdi hann umsvifa- laust morð til að ná í peningana. Kolanámumaður á leið frá vinnu sinni og aftur skömmu seinna, þega,; hann hefir þvegið sér og rakað. Þessi f jölskylda á í vændum að stækka svo um munar, því að læknarnir eru nýbúnir að tilkynna konunni að hún gangi með fjórbura. Það ber ekki á öðru en að fjölskyldan fagni frétt- inni. Frú Eleanor Roosevelt á þakkargjörðarhátíð í New York. John L. Lewis, námamanna. leiðtogi bandariskra Foringi franskra kommúnista, Maur- ice Thorez

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.