Vikan


Vikan - 12.06.1947, Blaðsíða 13

Vikan - 12.06.1947, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 24, 1947 13 Fátæki málarinn. BARNASAGA. Beint á móti hinu skrautlega og stóra húsi ríka Mikjáls stóð litla en snotra hús fátæka Antons. Hjá rika manninum var fjöldi þjóna, og dagurinn leið með glaumi og gleði. Það heyrðust oft háværar raddir og hlátrar þaðan, en stundum lika rifr- ildi, því að Mikjáll var gjarn á að rífast og skammast við alla, sem ekki fóru eftir vilja hans. Slíkt heyrðist aldrei frá húsi Ant- ons. Þar bjó hann hamingjusamur og ánægður með móður sinni og ungri eiginkonu; þeim þremur fannst öll- um svo vænt um hvert annað og frá gamla garðinum í kringum húsið þeirra heyrðust jafnan ánægðar raddir og fjörugur söngur. En harðan vetur nokkurn hrasaði Anton og fótbrotnaði, og þetta var mikil ógæfa, því að nú gat hann ekki unnið. Hann var málari að atvinnu og málaði svo fallega og vel, að flest- ir vildu láta hann mála fyrir sig, en nú gat hann ekki gengið út, til að sinna störfum sínum. „Hirtu ekkert um það, Anton," sagði kona hans. „Við björgumst ein- hvernveginn. Ég get svo ósköp vel unnið úti um tíma, þar til þú hress- ist.“ Og þetta gerði hún. Til að Anton leiddist ekki, meðan hann lá í rúm- inu, fékk hann pappír, pensil og liti og tók að mála yndislegar smámynd- ir. En til allrar óhamingju varð kon- an hans einnig veik og nú höfðu þau ekkert til að lifa á. Þá fór móðir Antons til ríka Mikjáls og bað hann um hjálp. „Eg vil láta þig fá 100 dali fyrir kofann þann arna. Það er raunar allt of mikið, en mig langar til að stækka garðinn minn!“ sagði hann. „En hvar eigum við þá að búa?“ sagði gamla konan hrygg. „Það verðið þið sjálf að hugsa um,“ svaraði hann, „þiggurðu boðið eða ekki?“ „Þessir fátæku skussar geta aldrei Hún talaði við Anton um það og þeim kom saman um að þau skyldu fá 50 dali að láni hjá Mikjáli og ef Anton yrði ekki búinn að greiða hon- um þá aftur að einu ári liðnu, skyldi Mikjáll fá húsið þeirra. Mikjáll hló með sjálfum sér og hugsaði: klórað saman 50 dölum. Ég ætla að gera sem þau segja, og þá fæ ég húsið fyrir 50 dali í stað þess að kaupa það fyrir 100 dali.“ Strax og Anton var orðinn heil- brigður, tók hann að vinna og reyna að safna saman peningum, en það gekk hægt og með hverjum degin- um, sem leið varð hann hræddur um að honum tækist ekki að útvega sér þessa 50 dali á einu ári. Konan hans hjálpaði honum, en það var sáralítið, sem hún vann sér inn og urðu þau því mjög döpur í bragði. Einu sinni, þegar Anton kom heim frá vinnu sinni, sagði kona hans glöð: „Ég hefi selt eina af myndunum, sem þú málaðir, þegar þú varst veik- ur. Það kom maður fram hjá, sem bað um vatn að drekka. Meðan ég sótti það handa honum, skoðaði hann myndirnar þínar og keypti eina þeirrá fyrir þrjá dali.“ Anton varð mjög glaður og þau reyndu nú að selja hinar, en það var ekki oft, sem það tókst, því að fólk- ið í héraðinu hafði lítinn skilning á slíkum hlutum. Þegar árið var liðið, vantaði ennþá 10 dali og vildi Mikjáll þá taka hús- ið af þeim. En Anton grátbændi hann um að gera það ekki, og að lokum samþykkti Mikjáll að lofa þeim að halda þvi, ef Anton vildi skreyta húsið hans fagurlega með málverk- um. . Nú varð Anton að leggja mikið að sér, enda varð húsið þakið listaverk- um, þegar hann var búinn. Siðasta daginn, sem hann vann við það, komu konungurinn og drottningin akandi og námu staðar fyrir utan hús Mikj- áls. Mikjáll kom þjótandi, hann var ofsaglaður yfir að fá svona tigna gesti til sín og sagði reiðilega við Anton. „Snautaðu burt og láttu ekki kónginn og drottninguna sjá þig.“ En í sama bili komu konungs- hjónin inn um dyrnar. „Ég er einmitt kominn til að sjá þetta hús, sem ég hefi heyrt svo mikið talað um og svo er ég þá svo heppinn að rekast á sjálfan málar- ann,“ mælti kóngurinn. | Mikjáll hneigði sig djúpt og vildi !leiða konungshjónin um húsið, en kóngurinn sneri sér að Anton og sagði: „Komdu með mér og útskýrðu fyr- ir mér myndir þínar!“ Ungi málarinn hlýddi óðara, en Mikjáll var reiður yfir að vera sett- ur hjá. „Þú hefir auðvitað fengið of fjár fyrir verk þitt,“ sagði kóngurinn. '■’íj „Ég fékk 10 dali fyrir það," svar- ^aði Anton. „Hvað er að heyra þetta!“ hróp- ■ aði kóngurinn. „Þú átt minnst skil- *ið að fá 1000 dali!“ Siðan sagði Anton, hvernig i öllu lá og kóngurinn sneri sér reiður að Mikjáli. „Þú hefir hagað þér svívirðilega, og ég skipa þér að bæta úr þessu,“ sagði hann. „Anton á að halda húsi sinu, en þú að borga honum 1000 dali fyrir málverkin og er það vel sloppið fyrir þig.“ Mikjáll þorði ekki annað en að hlýða, þótt hann væri öskureiður. „Það var lán að þjónninn okkar skyldi kaupa myndina af konu Ant- ons,“ bætti drottningin við, „annars hefðum við aldrei fengið að vita, hvílíkur málari hann er. En nú ætla ég að biðja hann að koma og mála konungshöllina og sú vinna skal verða honum vel borguð." Þannig fór það að fátæki málarinn varð smátt og smátt rikur maður, en hann gleymdi aldrei þvi timabili, þegar hann bjó hamingjusamur, þrátt fyrir fátæktina, í litla sveita- þorpinu með móður sinni og eigin-- konu. Kirkjubær á Síðu Frh. af bls. 7 um upp heiðarbrekkuna á móts við klaust- urrústirnar. Eftir þessum stíg, er mælt, a.ð systurnar hafi gengið upp á heiðina, þegar þær áttu þangað leið. Á sandi, sem venjulega er nefndur Stjórnarsandur og tekur við af graslendi því, er liggur milli Skaftár og heiðarinn- ar austur frá bænum í Kirkjubæ, er svo- nefnt Kirkjugólf, myndað úr stuðlabergs- dröngum, flestum fimmstrendum, en sum- um ferstrendum, og standa þeir upp á endann hlið við hlið og allir nokkurn veg- inn jafnhátt upp. Mynda þeir þannig slétt- an flöt, veðraðan og máðan af vindum og úrkomu aldanna. í mjó bil, sem eru milli dranganna, hefir runnið leir, sem síðan hefir harðnað eins og steinlím. Flöt sú, sem drangar þessir mynda, minnir mjög á gólf, gert úr fimmstrendum eða fer- strendum steinflögum, enda hafa ýmsir haldið, þar á meðal danski fræðimaðurinn Kristján Kálund, að um gamalt gólf væri að ræða og leirlögin í sprungunum á milli dranganna væri steinlím, þótt raunar sé fljótséð, að um náttúrufyrirbrigði er að ræða. Örskammt frá Kirkjugólfi, aðeins nær heiðinni, er stakur grjóthóll, ekki stór, er nefnist Hildishaugur. Ekki ber þó þessi hóll það nafn með réttu, því að annar hóll, sem var dálítið nær Klirkjugólfi, en er nú upp blásinn og eyddur með öllu, bar áður þetta nafn. Sá hóll var enn til á nítjándu öld. Segir Jón Ámason, að grafið hafi ver- ið í hann og hafi fundizt leifar af spjóti og fleira af jámtagi. Er því sennilegt, að þar hafi verið um foman haug að ræða. — 1 Landnámabók segir, að Hildir hinn gamli hafi verið heygður í Hildishaugi. Svör við „Yeiztu —?“ á bls. 4: 1. Elizabeth Englandsdrottning. Á nýársdag 1572 gaf jarlinn af Leicester henni gullarm- band, skreytt gimsteinum og rúbínum, og á því var einnig komið fyrir litlu úri. 2. 1802. 3. Sigurð Pétursson. 1846. 4. Hann var kallaður faðir danskra málvísinda, var fyrst rektor í Næstved, seinna prestur. Gaf út fyrstu dönsku málfræðina. Uppi 1631 —1702. 5. Ur Vafnþrúðnismálum. 6. 71,7%. 7. 8176 m. Asíu. 8. Fahrenheit frá Danzig, árið 1714. 9. Sál, uppi um 1020 fyrir Krist. 10. 1386—1466. Hildir vildi færa bú sitt í Kirkjubæ eftir dauða Ketils fíflska og hugði, að þar mundi heiðinn maður mega búa. En er hann kom nær að garði, varð hann bráð- dauður og var heygður í Hildishaugi, eins og þegar er getið. Hildir hefir ekki trúað Framhald á bls. 15.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.