Vikan


Vikan - 12.06.1947, Blaðsíða 5

Vikan - 12.06.1947, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 24, 1947 5 Framhaldssaga: .........—.- 11 SPOR FORTIÐARIIMNAR ÁSTASAGA eftir Anne Dnffield - Hann horfði á hana þegjandi — honum leið ekki sem bezt og hún vissi það. Hann horfði svo alvarlega á hana að henni rann til rifja augnaráð hans, en hún herti sig upp. Hún vissi svo sem vel að þetta augnaráð hafði ekk- ert að segja fyrir hana. Hún leit kæruleysislega undan — og leit á klukkuna. „Sybil lætur bíða eftir sér eins og venjulega," sagði hún. „Ég verð víst að hlaupa upp og-------.“ „Nei, verið kyrrar,“ svaraði hann hvasst. 1 sama bili birtist Sybil á stigapallinum og kom hlaupandi niður. Það ijómaði af gulbjörtum lokk- um hennar í lampaljósinu og andlitshúð hennar var eins og postulín. Hún var með útsaumað sjal margvafið utan um sig og um leið og hún fór fram hjá Lindu gaf hún henni hornauga og hélt beint til fjárráðamanns sins. „Fyrirgefið að ég kom svona seint," sagði hún. „Þú komst ekkert seinna en venjulega," svar- aði Kaye, sem hafði í fyrsta skipti ástæðu til að óska að hún hefði komið ennþá seinna. „Eigum við þá að halda af stað ? Eruð þér tilbúnar, ung- frú Summers?" „Já,“ Linda horfði óþýðlega á Sybil, sem strauk hárlokkana þrjózkulega frá enninu. Linda hafði óðara rekið augun í kjólinn, sem Sybil var í und- ir sjalinu. En nú var enginn tími til að mótmæla. En hvað skyldi majórinn segja, þegar hann sæi kjólinn ? Bifreiðin beið þeirra fyrir framan húsið. Sybil hoppaði eins og krakki upp í hana og Linda fór á eftir henni. Kaye, sem var engan veginn ánægð- ur á svipinn, settist við stýrið. Þau óku niður dimm trjágöngin og út á hliðargötu. Þegar þau höfðu ekið eftir henni um stund, komu þau að háum steinveggi með hvelfdu hliði, þar sem tveir einkennisldæddiir Arabar stóðu. Fyrir framan þau gnæfði hús Bedawi-feðganna — það var stór bygging með tveimur álmum. Langar rimla- grindur lágu frá hliðinu upp að dyrum hússins, skreyttar marglitum lampaljósum og glerkúlum, sem minntu á jólatrésskraut. Mahomet gamli og sonur hans stóðu í stóru anddyrinu og tóku á móti gestum sínum. Báðir voru þeir klæddir hvítum, víðum silkikápum utan yfir útsaumað vesti, sett örsmáum krystals hnöppum. — Á fótunum höfðu þeir rauða leð- urskó og á höfðinu vefjahetti úr mjúku efni. Þeir heilsuðu hátíðlegir á svip og me_ð krosslagðar hendur á brjóstinu. Majórinn kynnti Mahomet fyrir skjólstæðingi sínum og Lindu. Mahomet gamli bauð þær hjartanlega velkomnar á frönsku — því að hann kunni ekki ensku. Svertingjakona fylgdi stúlkunum inn í afvikið herbergi, þar sem var stór spegill og borð þakið duftbaukum og öðrum fegurðarmeðulum. Sybil gaf Lindu hornauga í laumi, lét sjalið renna niður af herðum sér og tók að farða á sér and- litið. „Sybii!" Rödd Lindu var höst af reiði. „Hvað er nú að?“ „Þetta þykir mér of langt gengið,“ sagði Linda. „Eg sagði að þér ættuð að fara í bláa silkikjól- inn — og þér fóruð i hann. Þér voruð í honum, þegar ég fór frá yður. Hvers vegna skiptuð þér?“ „Ég setti í hann augabrúnalit, svo að ég var neydd til þess.“ Linda, sem var of reið til þess að koma upp nokkru orði, horfði hugsandi á Sybil. Stelpan var í silfurofna kjólnum sínum — sem var alveg baklaus, með þröngu mitti og hélzt uppi á herð- ■ unum með örmjóum böndum. Hún var óvenju- falleg, en næstum því minna klædd en í flegn- ustu sundfötum. „En ég sagði yður-------,“ tautaði Linda. „Þetta er ekki rétt gert af yður, Sybil.“ „Hvað er að?“ Sybil starði sakleysislega á hana stórum augum. „Þykir yður ekki fallegur silfurofni kjóllinn minn? Ég, sem hélt það.“ „Jú, mér finnst hann fallegur -— við sum tæki- færi, en ekki hér i þessu húsi,“ svaraði Linda. „Hvers vegna?“ „Góða barn — lítið á sjálfa yður. Viljið þér í raun og veru að gamli Arabinn og sonur hans sjái yður svona?“ „Ó, ungfrú Summers! En hvað þér eruð and- styggilegar. Það nota allir svona kjóla núna — haldið þér í raun og veru að karlmenn hugsi svona. Þér ætlið öllum það versta." „Ég á við Arabana,“ sagði Linda, sem nú var að missa þolinmæðina. „En nú er ekki hægt að bæta úr þessu. Komið nú — en i öllum bænum — hafið sjalið á herðunum." Þeim var vísað í gegnum anddyrið og inn i stóran sal. Húsgögnin þar voru klædd rauðu 4- klæð(i úr flosi og hvarvetna voru marmaraborð og speglar í breiðum og gylltum umgjörðum. Þarna voru komnir nokkrir fleiri gestir — annar gamall Arabahöfðingi, sem var klæddur eins og Bedawi-feðgarnir frú Lacy, Sanders og ltonan hans, en þau hafði Linda ekki séð fyrr. Lagleg, svarthærð stúlka, dóttir Sandershjónanna, Jack Daindy og Tony Severing. Hussein kom þegar mjög kurteis á móti Sybil. „Það er mér sönn ánægja að bjóða yður vel- komnar í hús föður rníns," sagði hann. „Ég þakka yður fyrir.“ Kuldaleg augu henn- ar hvíldu á Tony, sem kom í humátt til þeirra ásamt Jack Daindy og ungu stúlkunni. „Sæll, Tony.“ Sybil heilsaði Helene Sanders hirðuleysislega þegar þær voru kynntar, en sneri sér áður að Tony og fór að tala við hann. Hin tvö töluðu við Hussein, sem virtist vera fjör- legri en hann átti að sér. Hann brosti, svo að jafnar, hvítar tennur hans komu í ljós. En bros hans náði ekki til augnanna, heldur horfði hann stöðugt hvasst á Sybil, sem lagði Tony beinlínis í einelti og virti Hussein ekki viðlits eða hina gestina. Linda, sem sat við hliðina á frú Sanders, mjög viðfeldinni konu, dreipti á vínblöndunni, sem þjónn bar fram. Hún horfði á unga fólkið og fann aftur þennan undarlega kuldahroll fara um sig, þegar hún horfði á Hussein — og þannig hafði hún alltaf fundið í hvert sinn sem hún hafði sér óðara að Tony og fór að tala við hann. Hin óvanalega fegurð Sybil og ljósgullnir lokkar henn- ar höfðu mikið aðdráttarafl fyrir unga mann- inn. Lindu geðjaðist ekki að hvernig hann horfði á hana, og hún óskaöi þess heitar en áður að stelpuskömmin hefði ekki haft kjólaskipti. Það hefði verið strax skárra, ef hún hefði fengizt til að hafa sjalið á herðunum. Meðan Linda gaf Sybil. gætur í laumi og talaði jafnframt við frú Sanders, varð henni smátt og smátt ljóst, hvers vegna Sybil hafði farið í silf- urofna kjólinn. Það var vegna Tony! Hún hafði aldrei síðan á skipinu fengið tækifæri til að sýna sig í öðrum eins skrúða — en eitt kvöldið á ferða- laginu hafði hún verið í kjólnum. Sybil hafði klæðzt þessu fyrir Tony og engan annan. Það var auðséð að Sybil sjálf var sannfærð um að karlmenn hugsuðu „um slíka hluti" við svona tækifæri, eins og hún hafði sjálf komizt að orði. Veslings heimska stúlka! Hvernig skyldi Tony bregðast við þessu? Klæðnaður Sybil myndi að minnsta kosti ekki hafa tilætluð áhrif á hann — því að hann var menntaður Evrópumaður. Sybil hafði ekki valið rétta leið til að vekja hjá hon- um aftur áhuga og hrifningu á henni. Hún brosti og óð látlaust elginn, þannig að hann fékk aldrei tækifæri til að tala við hitt fólkið. Hún lézt ekki sjá hina ungu stúlkuna, sem var líka bæði for- viða og móðguð á svipinn. „Hún vill ekki hlýða nokkrum ráðum,“ hugs- aði Linda, um leið og þjónninn tilkynnti að mat- urinn væri tilbúinn og gestirnir gengu inn í borð- salinn. Kaye majór hafði gefið Lindu það í skyn að borðhaldið yrði raun fyrir þau, en þó kom það henni að nokkru á óvart. Borðstofan var lýst með afarstórri rafmagnskrónu, sem var án hlífa. Maho- met gamli var nýbúinn að leiða inn til sín raf- magn og var hann mjög hreykinn af því. Á löng borðin voru breiddir þykkir ,,damask“-dúkar, og á þeim miðjum stóðu gullskálar með ávöxtum. Tvær stórar blómafestar lágu eftir stofunni endi- langri og hér og þar stóðu kassar með blómum í. Við hvern disk stóð vínglas frá Feneyjum, salt- og piparbaukar úr óvönduðu gleri, en allur ann- ar borðbúnaður var silfurhúðaður. Mahomet E1 Berlawi sat við annan borðsend- ann og sonur hans við hinn. Kaye sat við hægri hönd húsráðandans, en hinn gamlí Arabinn við vinstri hönd honum. Við hægri hönd Hussein sat Linda og Tony á milli hennar og Sybil. Síðan hófst borðhaldið. Það voru fimmtán matarréttir, þrjár mismun- andi súpur. Heitur fiskur, í brúnni kryddaðri sósu og kaldur fiskur í hlaupi, þetta var nú að- eins byrjunin, því að á eftir kom steiktur kalkúni fylltur með hnetum. Heitir búðingar, ís, ávextir og súkkulaði. En aðalrétturinn var svo kind steikt í heilu lagi og borin inn á gríðarstóru gylltu fati. Höf- uðið var klofið í sundur, þannig að heilinn sást allur og var fagurlega skreyttur. Fatið var bor- ið á milli allra og Mahomet sjálfur tók sér fyrst- ur væna sneið af kjötinu og heilanum. Nú var Sybil nóg boðið. Það var raunar öll- um Englendingunum, en þeir leyndu viðbjóði sínum á þessu. En Sybil reyndi ekki að fara í launkofa með tilfinningar sínar. Hún var þreytt og leið á sterka ljósinu og blómailminum, viti sínu fjær út af Tony, sem henni fannst ekki veita sér næga athygli, og yfir þvi að önnur lag- leg stúlka hafði bætzt í hópinn. Hún var því reið út í allt og alla, og þegar hún kom auga á kjöt- skrokkinn með klofna höfuðið var stillingu henn- ar lokið. Það hafði slegið á dauðaþögn meðan fatið gekk á milli gestanna og þeir voru að neyða sig til að taka af þvi, en allt í einu gall hátt og hvellt í Sybil: „Þetta er viðbjóðslegt." Tony gaf henni óðara olnbogaskot til að vara hana við. Siðan sagði hann lágt og hvasst: „Þei! Segðu ekkert. Taktu dálítið á diskinn og þú þarft ekki að borða það frekar en þú vilt.“ „Ég get það ekki. Það er svo viðbjóðslegt.“ 1 stað þess að svara lagði ungi maðurinn í flýti kjötsneið á disk hennar. Samtöl hófust nú að nýju og hver talaði í kapp við annan. Mahomet,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.