Vikan


Vikan - 12.06.1947, Blaðsíða 7

Vikan - 12.06.1947, Blaðsíða 7
VTKAN, nr. 24, 1947 7 Kirkjubær á Síðu Framhald af bls. 3. Jón sjálfan, en hin um konu hans, Þór- unni Hannesdóttur: Vísumar eru þannig: Hér undir hvílir blundaö hold prófasts þakið foldu, séra Jóns Steingrímssonar, sendur boð herrans kenndi. Skaftafellssýslu skartið skæra bar list og æru, lifir hans minning ljúfúst *látins, þó öldin gráti. Vísan um frú Þórtmni er þannig: Samhvílir maka sínum sóma vafin með blóma madame Þórunn þýða þæg dróttum Hannesdóttir. Sálirnar lifa í sælu, segja hjá drottni eja líkömum meður líka Ijómandi eftir dóminn. Loks standa hinir alkunnu einkunnar- stafir kristilegrar kirkju: I. H. S. = Jes- us, honinum salvator: Jesús, frelsari mannanna —, á öðrum enda steinsins. Blágrýtisdrangurinn á gröf séra Jóns Steingrímssonar er þögull vottur þeirrar ástar og virðingar, sem hann naut af sam- tíðarmönnum sínum, — afreksmennið, sem studdi aðra, en studdist jafnframt sjálf- ur af trú og fómarvilja. En orðstír séra Jóns hefur ekki þorað, þótt bein hans hafi rotnað, því að í raun og veru er hann enn í dag — og jafnvel ekki síður nú en áðm* — héraðsdýrlingur Skaftfellinga. Og lík- lega geymist minningin um hann lengur en blágrýtisdrangurinn á leiði hans, þótt harður sé. I kaþólskum sið var kvennaklaustur í Kirkjubæ, enda er bærinn nú kenndur við það og kallaður Kirkjubæjarklaustur. Klaustur þetta var stofnað 1186, í tíð Þor- láks biskups hins helga Þórhallssonar. Fyrsta forstöðukona klaustursins hét Hall- dóra Eyjólfsdóttir, en hin síðasta var Hall- dóra Sigvaldadóttir, föðursystir Gizurar biskups Einarssonar, fyrsta lútherska biskupsins í Skálholti. Klaustrið hefir vafalaust verið lagt niður um eða skömmu eftir siðskipti, því að klausturlifnaður var yfirleitt afnuminn, um leið og siðskiptin komust á, en klausturfólki þó oftast leyft að hafast við í klaustrunum, meðan það lifði. Talið er, að klaustrið hafi staðið rétt hjá kirkjugarðinum, þeim megin, sem að heiðinni veit. Þar sést glöggt móta fyrir miklum húsarústum á dálitlum hól, og norðan við þær sést greinilega fyrir djúp- um götum eða tröðum, sem notaðar hafa verið til umferðar fram undir vora daga. Rústir þessar eru nú gróið tún og virðast vera mjög fornar. Ætla menn, að þær séu * Á steininum stendur látinn, en það hlýtur að vera misritun fyrir látins. leifar klausturhúsanna. Æskilegt væri, að fomleifafræðingar rannsökuðu þær, svo að full vitneskja fengist um þær. Nokkur ömefni em í grend við bæinn, sem sagnir af klaustursystrunum og klausturlífinu eru tengdar við. Sennilega hafa öll þessi nöfn eða að minnsta kosti sagnirnar um þau myndazt eftir sið- skipti, er klausturlíf hafði verið lagt nið- ur í landinu. Sum þeirra bera það með sér af því, að sagnirnar, sem þeim em tengd- ar, herma frá óskírlífi systranna eða daðri við munkana í Þykkvabæjarklaustri. En það er alkunna, hve forystumenn Lúthers- trúar létu sér framan af títt um að hnekkja áliti kaþólsku kirkjunnar og sverta klaust- urlifnað í augum alþýðu. — Þá era tvö örnefni, sem getið er í Landnámabók og era tengd frásögum, sem þar eru skráðar. Vel má vera, að örnefni þessi hafi geymzt óslitið frá fomöld, þótt ekki sé fyrir það synjandi, að þau hafi gleymzt, en verið vakin upp aftur og þá verið tengd af handahófi við þá staði, sem bera nú þessi nöfn. Skal nú sagt frá þessum örnefnum og raktar sagnir þær, sem þeim fylgja: Spölkorn suðvestur frá bænum er all- hár einstæður hamar, nokkuð gróinn að ofan og nefnist Systrastapi. Hann er ör- skammt frá heiðinni, svo að ekki er nema skarð á milli, og nokkurn veginn jafnhár henni. Á Síðu gengur sú sögn, að uppi á stapanum hafi verið grafnar tvær klaust- ursystur frá Kirkjubæ, sem teknar hafi verið af lífi, sakaðar um skírlífisbrot með smalamanni á staðnum. Eiga þær að hvíla hvor í sinni þúfu, og sé þúfa annarrar græn sumar og vetur, en þúfa hinnar grænki aldrei. Sú, sem hvílir í grænu þúf- unni, á að hafa dáið saklaus, en hin, sem í fölu þúfunni liggur, hvað hins vegar hafa verið brotleg. Önnur saga um þetta efni, allólík þessari, er skráð í Þjóðsögum Jóns Arnasonar II. bindi, 72. bls., og hirði ég ekki að rekja hana hér. — Ég hef gengið Paulette Goddard, fræg, amerísk kvikmyndaleikkona. upp á stapann og skyggnzt eftir þúfirn- um. En ekki sá ég greinilega nema eina þúfu. En jarðvegur er nokkuð þurr og blásinn þama uppi, og má því ætla, að hin sé nú eydd. Líklega er það þá þúfa seku systurinnar, sem eyðzt hefir, því að hún grænkaði aldrei og hefir því enzt verr. En ekki þótti mér hin þúfan samt nægi- lega græn til að vera þúfa saklausu syst- urinnar. — Það skal tekið fram, að Jóhannes Kjarval, Magnús prófessor Jóns- son og e. t. v. fleiri listmálarar hafa gert myndir af stapanum frá ýmsum hliðum, enda er hann sérkennilega fagur og mesta staðarprýði. Á heiðinni beint fyrir ofan bæinn er Systravatn. Kyrrlát hlýja og mýkt er yfir svip þessa litla heiðarvatns og umhverfi þess. Þama njóta svanir, endur og aðrir fuglar sumarsælunnar og gæða þennan friðsama stað eðlilegu lífi. — Við þetta vatn er tengd eftirfarandi sögn: Einhverju sinni reikuðu tvær klaustursystur fram með vatninu. Sáu þær þá, að forkunnar- fagur gullkambur var réttur upp úr því. Önnur systirin óð út í og ætlaði að grípa kambinn. En óðar en varði, hafði hún vað- ið svo langt, að hún hvarf í djúpið og sást .ekki framar. En ekki undi hin systirin, sem eftir stóð á vatnsbakkanum, því held- ur að verða af þessum dýrgrip, en vissi þó ekki, hvernig að skyldi fara, er svona slysalega hafði til tekizt fyrir hinni. Allt í einu kom hún auga á steingráan hest skammt frá sér. Hún gekk til hans, en komst ekki á bak honum sakir þess, hve stórvaxinn hann var, fyrr en hann lagðist á hnén. Síðan reið hún út í vatnið. En eft- ir þetta spurðist aldrei neitt til hennar, né heldur hestsins eða kambsins. Þóttust allir vita, að nykur, sem var í vatninu, hefði ginnt systurnar með kambinum og brugðizt í hestlíki til þess að geta einnig tortímt þeirri systurinni, er ekki áræddi að vaða út í eftir honum. — Saga þessi er í Þjóðsögum Jóns Árnasonar, II. bindi, 71.—72. bls., og er þar að efni til eins og hér hefir sagt verið. Sönghóll kvað hóll heita í Landbroti nið- ur frá Kirkjubæ. Frá þeim hóli kvað fyrst sjást heim að Kirkjubæ, þegar komið er neðan Landbrotið. Á þessum hól, segir sagan, að Þykkvabæjarmunkar hafi stað- næmzt, er þeir komu í kynnisferðir til systranna að Kirkjubæ, og tekið þar lagið svo sem til að boða komu sína. Fáir munu nú vita með vissu, hvar Sönghóll er, því að Landbrotið er mjög hólótt á móts við Kirkjubæ. I heiðarbrekkunni skammt vestur frá bænum, uppi við hamrabeltið, sem gyrðir heiðarbrúnina, er lítill hellisskúti, sem nefnist Sönghellir. Sú sögn fylgir þessum hellisskúta, að þar hafi klaustursysturn- ar frá Kirkjubæ safnazt saman og svarað söng Þykkvabæjarmunka, er þær heyrðu söng þeirra frá Sönghól. Kvennakleif nefnist gömul gata eða stíg- ur, sem liggur í nokkrum kröppum hlykkj- Pramh. á bls. 13.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.