Vikan


Vikan - 12.06.1947, Blaðsíða 4

Vikan - 12.06.1947, Blaðsíða 4
4 VIKAN, nr. 24, 1947 Brúðkaupsnóttin Smásaga eftir Frank O ’Connor AÐ var komið sólsetur og rökkrið færðist hægt yfir víkina, þar sem bátamir lágu í sandinum. Það hafði verið kveikt ljós í litla, hvítkalkaða húsinu, en gamla konan sat enn úti fyrir dyrunum á lágum steini. — Þetta er einmanalegur staður, sagði ég- — Víst er svo, sagði hún. En það er allsstaðar einmanalegt, þar sem maður er ekki hjá þeim, sem maður ann. — Barnahópurinn er floginn ? spurði ég. — Ég átti aðeins einn son, svaraði gamla konan; og af því að hún bað ekki fyrir sálu hans, bjóst ég við, að hann væri á lífi. — Er hann í Ameríku? spurði ég, því að Ameríkuferðir ungra manna eru mjög tíðar á þessum slóðum. — Nei, svaraði hún blátt áfram. Hann er í geðveikrarhæli í Cork. Hann hefir verið þar í tólf ár. Eg var ekkert hræddur um að ég særði tilfinningar hennar, þvi að fólkið þama er ákaflega blátt áfram og einlægt — það hrópar harm sinn eins og viltu fuglamir. — Guð sé oss næstur, sagði ég. Það er langur tími. — Já, það er nógu langur tími fyrir gamla konu eins og mig. Einu sinni fór ég að heimsækja hann í geðveikrarhælið, og ég gladdist af að sjá, að það var farið vel með hann. Engin nema ég veit, hvað Denis var góður drengur áður en hann varð brjálaður. Hann þekkti mig og heilsaði mér, en sagði ekkert. Hann grét þegar ég fór; það var honum líkt. Hann var svo góður drengur. — Guð hjálpi okkur, sagði ég, því að rödd gömlu konunnar minnti mig á hljóð fuglanna, sem svifu hátt í loftinu á leið til hreiðra sinna úti í eyjunurh. — Verði hans vilji, sagði gamla konan. Það flýr enginn örlög sín. Það var einu sinni kennslukona, sem hét ungfrú Regan. Hún var kát og fögur borgarstúlka. Faðir hennar átti verzlun þar og hún óð í pen- ingum. Hún þurfti ekki að vinna, en kom hingað að eigin ósk — hún var svo hrif- in af sjónum og f jöllunum. Dag eftir dag gekk hún einsömul niður mjóa stíginn og settist í laut, sem er þama niður frá. Ná- grannamir botnuðu ekkert í þessu, en létu það afskiptalaus, af því að hún var ókunnug. Hún sat oft allan daginn í laut- inni og las í bók eða skrifaði bréf. Stund- um kom hún með eitt bamið úr skólan- um og lét það tína blóm. Þarna hitti Denis minn hana. Hann fór oft til hennar á kvöldin og sat hjá henni í grasinu, og stundum fór hún með honum út á sjó á bátnum hans. Hún sagði stund- um hlæjandi: — Denis er eftirlætið mitt. Þetta vom hennar óbreyttu orð, og hún meinti ekkert illt með þeim, við vissum það öll, hún, Denis og ég. Hún var svo glaðlynd. Mér þótti gaman að heyra hana hlæja, og stundum, þegar Denis var að slæpast og hafði ekkert að gera, sagði ég við hann: — Denis, hvers vegna ferðu ekki að finna ungfrú Regan; allir segja, að hún sé konuefnið þitt? Þetta var að- eins glettni, og ég sagði þetta stundum að henni áheyrandi, því að Denis var góður og rólegur piltur — hann skifti sér aldrei af stúlkum, hvað þá að hann yrði nærgöngull við þær. Eg vil láta hana njóta sannmælis: Það var hún, sem tók fyrst eftir því, að það var ekki félagsskapurinn einn, sem Denis sóttist eftir, og upp frá því hætti hún að sitja í lautinni sinni, en fór lengra út á höfðann og hafði alltaf skólabarn með sér. — Ösköp sést ungfrú Regan sjaldan núorðið, sagði ég við Denis. Þá brá hann sér strax í jakka sinn og fór að leita að henni, og hann hætti aldrei, fyrr en hann hafði fundið hana. En honum var lítil fró í því. Það var eins og hann væri orðinn mállaus; hann lá meltunni í grasinu við hlið hennar og tuggði strá. Hann var orð- inn örvita af ást, og ég vissi, að það var engin önnur lækning til en xsú, að hann hætti að hugsa um stúlkuna. Hann var I VEIZTU —? \ 1. Hver eignaðíst fyrsta armbandsúrið ? E I 2. Hvenær fæddist franska skáldið Vic- | tor Hugo ? i 1 3. Eftir hvem er leikritið Narfi og hve- | tnær kom það út? I 4. Hver var Peder Syv, hvenær var hann = uppi, og fyrir hvað var hann þekktur? | I 5. Hvaðan er þetta: i Gangráðr heitik, | nú emk af göngu kominn, þyrstr til þinna sala. i 6. Hve mörg prócent af yfirborði jarð- = | ar er sjór? i i 7. Hvað er fjallið Dhawalagiri hátt og í j hvaða heimsálfu er það? i 8. Hver fann upp kvikasilfurshitamælinn = : og hvenær var það? | i 9. Hver var fyrsti konungur Gyðinga og i § hvenær var hann uppi? j 10. Hvenær var myndhöggvarinn Donat- i ello uppi ? i i Sjá svör á bls. 13. i '4‘ iiwHniiMiiniinwiiiiiiHimiiiiiinmiimnniiimmwiiiHiMHiwii«wmimnMi/ prúður og góður drengur og hefði orðið ágætis eiginmaður, en hún var ekki af því taginu. Eg sá það strax á henni að hún myndi aldrei vagga barni. Þessvegna var þetta alveg vonlaust. Svo fór ég að biðja hann að vera heima á kvöldin og fékk honum eitthvað að dunda við. En hann var annars hugar og var sífellt að gæta að því, hvort hann sæi ekki ungfrú Regan. Svo stökk hann út strax eftir kvöldmatinn. — Það héldu honum engin bönd. Eg varð að híma ein heima langt fram á nótt, og stundum heyrði ég þruskið og andvörpin í honum fyrir utan í myrkrinu. Svo hætti hann að sofa og var á ferli um nætur. Þegar hann fór út í fyrsta sinn, elti ég hann út í náttmyrkrið. Hann hélt fyrst upp til hæðanna, en sneri síðan heim að læknishúsinu. Þar staðnæmdist hann. Þegar hann kom auga á mig, sagði hann: — Við skulum fara heim, mamma. Það var óheilladagur, þegar þú fæddir mig í þennan heim. Það var komin dögun, þeg- ar ég kom honum loks heim og gat háttað hann. Ég var að vona, að hann þreyttist á þessu, en hann varð sífellt æstari og óró- legri. Þetta tók ákaflega mikið á mig, enda þótt ég væri sterkbyggð kona. Eitt kvöldið bað ég til guðs, að það sem koma skyldi, kæmi meðan ég væri uppistand- andi og gæti aðstoðað drenginn minn, svo að hann þyrfti ekki að vera einn og yfir- gefinn. Og mér varð að bæn minni. Nóttina eftir vaknaði hann alveg óður. Ég reyndi að sefa hann, en tókst það ekki. Hann var fimm manna maki í æðiskastinu. Ég læddist út og lokaði dyrunum. Ég fór til Donoghuesfólksins, sem voru nágrannar okkar. Húsbóndinn og tveir synir hans komu með mér og höfðu meðferðis reipi. Þeir voru allir fílefldir, en Denis varð þeim erfiður, og þeir voru lengi að koma honum í bönd. Sean Donoghue vakti með mér um nótt- ina, en um morguninn var sóttur læknir. Meðan við biðum eftir lækninum, bað Denis mig að leysa sig. Sean lagðist á móti þvi og taldi það hættulegt. En Denis var einkasonur minn, og þó að hann hefði ráðist á mig og drepið mig, þá hefði ég viljað það, heldur en að gera honum þá skömm, að liggja bundinn, þegar læknir- inn kæmi. Ég leysti hann, og hann lá graf- kyrr allan daginn og nærðist ekkert. Um kvöldið bað hann mig um bolla af tei, og hann drakk það. En rétt í því kom læknir- inn. Læknirinn ávarpaði Denis, en hann svaraði engu. — Hann verður sóttur á morgun, sagði læknirinn; það er ekki rétt að þú sért ein hjá honum. — Sean Dongohue bauðst til að vera hjá mér. Þegar tók að rökkva, fór Denis að ó- kyrrast og kallaði nafn stúlkunnar í sífellu. — Hvað er hann að kalla?, spurði Sean. Framhald á bls. 14.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.