Vikan


Vikan - 12.06.1947, Blaðsíða 15

Vikan - 12.06.1947, Blaðsíða 15
VIKAN, nr. 24, 1947 15 Tek myndir í heimahúsum Ljósmyndavinnustofa Þórarins Sigurðssonar Háteigsveg 4. Sími 1049. Kirkjubær á Síðu á mátt hinna kristnu vætta, er fylgdu staðnum, og hlaut bana af að ganga í ber- högg við þær. Dálítill kriki, sem nefnist Kálfagróf, gengur frá láglendinu inn í heiðarbrekk- una Kirkjubæjar megin við ána Stjórn, örskammt þaðan, sem hún fellur niður af heiðinni. — Á því er varla nokkur vafi, að Kálfagróf er sama örnefnið, sem í Land- námabók er nefnt Kálfagrafir. En þar, segir í Landnámabók, að Leiðólfur kappi frá Á á Síðu hafi fellt Una hinn danska Garðarsson. Tildrög þess, að Leiðólfur vó Una voru þessi: Uni fór til íslands með ráði Haralds konungs hins hárfagra. Átti hann að koma íslandi undir konung, en verða síðan jarl yfir því. Uni tók land við Unaós og nam land fyrir sunnan Lagar- fljót. En landsmenn ýfðust við hann, er þeir vissu ætlun hans, og vildu ekki selja honum kvikfé eða vistir, og mátti hann eigi haldast þar. Þá fór Uni í Álftafjörð hinn syðra, en náði eigi heldur að staðfestast þar. Þá fór hann austan við tólfta mann og kom til Leiðólfs kappa, sem bjó búi sínu að Á, en átti auk þess annað bú að Leiðólfsstöðum undir Leiðólfsfelli á Síðu, og tók Leiðólfur við þeim Una. Uni þýdd- ist Þórunni, dóttur Leiðólfs, og var hún með barni um vorið eftir komu hans. Þá vildi Uni hlaupast brott með menn sína. En Leiðólfur reið eftir honum, og börðust þeir, er þeir fundust, því að Uni vildi ekki hverfa aftur með Leiðólfi. Nokkrir menn féllu af Una, og neyddist hann þá til að fara heim með Leiðólfi. Vildi Leiðólfur, að Uni fengi Þórunnar og tæki arf eftir sig, er hann hafði getið bam við henni. En nokkru síðar hljópst Uni aftur á brott, er Leiðólf- urvareigiheima.Reiðþá Leiðólfur, er hann kom heim enn eftir Una, og fundust þeir hjá Kálfagröfum. Var Leiðólfur þá svo reiður, að hann drap Una og förunauta hans alla. Ekki get ég skilizt svo við þetta mál, að ég segi ekki nokkuð frá heimilishög- um og búskap í Kirkjubæ. — Svo sem kunnugt er, hafa hin þjóðkunnu heiðurs- hjón, Lárus Helgason og Elín Sigurðar- dóttir, rekið þar rausnarbú undanfarna áratugi. Lárus andaðist fyrir fáum árum, 1941, en frú Elín situr áfram í Kirkjubæ og vinnur þar að heill og hag heimilisins eins og áður. Lárus var alla tíð forystumaður í hér- aði sínu um framfara- og menningarmál og þingmaður Skaftfellinga um skeið. Um örlæti þeirra hjóna og gestrisni er mönn- um kunnara en svo, að frá þurfi að segja. Allir, sem að garði bar hjá þeim hjónum, ljúka upp einum munni um, að fyrir þeim hafi verið greitt með fágætri alúð, rausn og skörungskap. Og svo vel búnaðist þeim, að aldrei var þurrð í búi, þótt heimilið væri oftast afar mannmargt og óvenjuleg gest&koma væri á staðnum. Synir þeirra hjóna, fimm að tölu, hafa nú tekið við staðnum og búinu og reka það af sömu rausn og atorku sem foreldr- ar þeirra. Virðist mér svo sem þeir muni ætla að ganga á undan öðrum um að hag- nýta tækni og þekkingu nútímans í þágu landbúnaðar og jarðabóta. Og ekki hefur sú fyrirmennska og gestrisni, sem orðin var landlæg á staðnum í búskapartíð þeirra Elínar og Lárusar, þorrið síðan ungu mennirnir og hinar ágætu húsfreyj- ur þeirra tóku þar við stjórninni. Heyja er nú að mestu aflað á ræktuðu landi með heyvinnuvélum. Dráttarvél með tilheyrandi járðvinnsluverkfærumhefur nú verið keypt til staðarins og á að nota hana til ýmiss konar jarðabóta og fram- kvæmda á jörðinni. Til dæmis er í ráði að gera með henni flóðgarða víðs vegar um hina víðlendu sanda austur frá bænum, dæla síðan yfir þá jökulvatni úr Skaftá og græða þá upp með þeim hætti. En vatnsdælurnar eiga að ganga fyrir raf- magni, og verður því að auka raforkustöð staðarins til mikilla mima, áður en fram- kvæmdir þessar hefjast, enda þótt hún framleiði nú um 70 kílóvött rafmagns. Má af þessu marka, að þarna bíða stórfelldar framkvæmdir dugandi drengja. Munu margir óska þess, að þeim bræðrmn end- ist aldur og orka til að koma sem mestu af áætlunum sínum í framkvæmd. En til framkvæmda sem þessara þarf bæði lang- an tíma og mikið fé. Á síðasta vori var hafin myndarleg til- raun til skógræktar. Um 3000 birkiplönt- ur voru settar niður í brekkurnar fyrir of- an bæirin. Þar hafa þær dafnað ágæta vel í sumar. Spá mín er sú, að þær verði eftir nokkur ár orðnar að myndarlegum trjám, staðnum til prýði og sóma. Þrír bræðranna, Júlíus, Siggeir og Valdimar, eru heimilisfastir í Kirkjubæ og hafa sameiginlega á hendi stjórn bús- ins, en hafa auk þess önnur störf með höndum. Júlíus er kvæntur Önnu Kristj- ánsdóttur, og hafa þau hjón á hendi stjórn og gæzlu landsímastöðvar, sem er þar á staðnum. Siggeir er kvæntur Soffíu Kristinsdóttur. Hefur hann á hendi fram- kvæmdastjóm i útibúi Kaupfélags Skaft- fellinga, sem þar er. Valdimar er kvæntur Guðrúnu Ólafsdóttur, og hafa þau hjón á henni rekstur myndarlegs sumargistihúss, sem komið var upp fyrir nokkru, þegar það var orðið óhjákvæmilegt vegna hins mikla mannf jölda, er sótti þangað austur á sumrum. Tveir bræðurnir, Helgi og Bergur, eru kaupsýslumenn í Reykjavík, en vinna þó að framförum og uppgangi ættaróðalsins jafnt og hinir bræðurnir. Helgi er kvæntur Sigurlaugu Helgadóttur, en Bergur er ókvæntur. Mikil stoð væri sveitum landsins og menningu þjóðarinnar, ef þeir bændasynir, sem nokkurt færi hefðu á, færu að dæmi bræðranna í Kirkjubæ og elfdu svo óðul sín, að þau yrðu lífvænleg margbýli', svo fjölmenn og búin þeim þægindum, að fólk yndi þar hag sínum í stað þess að slíta öll tengsl við æsku sína og átthaga og hverfa út í óvissuna og öryggisleysið. Þjóðfélagið þarf að greiða fyrir því með skynsamlegum ráðstöfunum, að menn geti myndað sér viðhlítandi lífskjör í sveitunum, áður en það er orðið um sein- an, áður en sveitir landsins hafa lagzt í eyði að meira eða minna leyti. Að lokiun ætla ég að leyfa mér að fara nokkrum orðum um kynni mín af Skaft- fellingum, en ég hef átt því láni að fagna að dveljast í Kirkjubæ nokkur undanfarin sumur og kynnast bæði heimamönnum þar og öðrum Skaftfellingum. — Kynni mín af þeim hafa orðið slík, að ég tel þau verulegan ávinning. Alúðleg og við- feldin, en þó hispurslaus og tiginmannleg framkoma virðist runnin þeim í merg og bein. Hvort sem ég hef hitt skaftfellskan bónda vinnuklæddan við heyskap á virkum degi eða sparibúinn meðal heimafólks síns á helgum, hefur mér fundizt fram- koma hans mótast annars vegar af höfð- ingsbrag og virðuleik, hins vegar af ein- lægni og hispursleysi. Mér hefur einnig skilizt, að þessi framkoma muni eiga sér rætur í skapgerð hans, en ekki vera nein spariflík eða gervi, sem hann bregði að- eins yfir sig, þegar hann vill hafa mikið við. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.