Vikan


Vikan - 28.08.1947, Side 3

Vikan - 28.08.1947, Side 3
VIKAN, nr. 35, 1947 3 Fáir kunna betur en Kínverjar listina Að njóta Spakmælið, sem varð tilefni eftirfar- andi sögu, hefir oft verið notað á síðari árum. Skáldið Robert Service orti kvæði út af því, og árið 1938 hafði Max Levner það fyrir titil á bók, sem f jallaði um hætt- ur þær, er steðjuðu að lýðræðinu. Ég veit ekki, hvort Robert Service er höfundur þessa spakmælis, hvort einhverjir hafa lesið það í kínverskum garði eða það hef,- ir borizt til okkar á sama hátt og önnur kínversk spakmæli. Ég hefi margoft sagt söguna af bréfinu, sem ég fékk fyrir mörgum árum; það hafði svo mikil áhrif á mig. Og hvar sem ég hefi verið staddur, hefir sagan jafnan haft djúp áhrif á þá, sem á mig hlýddu. Bréfið hljóðaði svo: ,,Kæri læknir. Þér skuluð ekki verða undrandi, þó að þér fáið þetta bréf. Ég undirrita það með skírnarnafni mínu einu; eftirnafn mitt er sama og yðar. Þér munið sjálfsagt ekki eftir mér. Fyrir tveim árum lá ég á sjúkrahúsi yðar, en annar læknir stundaði mig. Barnið mitt dó sama daginn og það fæddist. Þennan dag kom læknirinn til þess að líta á mig, og um leið og hann fór, sagði hann: ,,Það er læknir hérna, sem heitir sama nafni og þér; hann sá nafn yðar í bókunum og fór að spyrja um yður. Hann sagðist ætla að heimsækja yður, því að verið gæti að þið væruð skyldmenni. Ég sagði honum að þér væruð nýbúinn að missa barnið yðar og kærðuð yður ekki um heimsóknir, en ég væri því ekkert mót- fallinn.“ lífsins. Eftir Frederic Loomis. Svo komuð þér og settust við rúmið mitt. Þér sögðuð ekki mikið, en það skein góðvild úr augum yðar og rödd yðar var blíð. og mér fór að líða betur. Ég tók eftir því, að andlit yðar var þreytulegt og markað djúpum dráttum. Ég sá yður ekki oftar, en hjúkrunarkonurnar sögðu mér að þér væruð sístarfandi í sjúkrahúsinu og legðuð saman dag og nótt. ' I dag var ég gestur á yndislegu, kín- versku heimili hér í Peking. Umhverfis garðinn var hár veggur og á éinum stað var greyptur í hann koparskjöldur, um- vafinn hvítum og rauðum blómum. Ég bað um að áletrunin, sem var á kínversku, væri þýdd fyrir mig. Áletrunin var svo- hljóðandi: Njóttu lífsins, það er áli'ðnara en þú heldur. Ég fór að hugleiða þessi orð. Mig hafði ekki langað til að eignast annað barn, af því að ég syrgði hitt, sem ég missti. En upp frá þessari stundi ákvað ég að draga það ekki lengur. Ef til vill var áliðnara en ég hélt. Og af því að mér varð hugsað til barns- ins míns, minntist ég yðar og þreytudrátt- anna í andliti yðar, þegar þér sátuð hjá rúminu mínu og voruð að hughreysta mig. Ég veit ekki hve gamall þér eruð, en ég er viss um að þér eruð svo gamall, að þér gætuð verið faðir minn. Og ég veit, að þessar fáu mínútur, sem þér voruð hjá mér, hgfa eðlilega ekki haft neina þýð- ingu fyrir yður, en þær höfðu mikla þýð- ingu fyrir konu, sem var að því komin að örvænta. Þess vegna langar mig til að gera yður greiða á móti. Ef til vill er áliðnara fyrir yður en þér haldið. Daginn, sem þér fáið þetta bréf og dagsverki yðar er lokið, skul- uð þér setjast niður í næði og íhuga það. Margrét.“ Ég sef venjulega vel, þegar síminn ónáð- ar mig ekki, en þessa nótt vaknaði ég oft og sá fyrir mér koparskjöldinn á kínverska veggnum. Ég skammaðist mín fyrir, að láta bréf frá ókunnri konu hafa slík áhrif á mig, og reyndi að hætta að hugsa um það. En áður en mig varði, var ég farinn að segja við sjálfan mig: „Kannske það sé orðið áliðnara en ég held; hvers vegna hefst ég ekkert að?“ Ég fór til skrifstofu minnar morguninn eftir og tilkynnti, að ég myndi verða f jar- verandi í þrjá mánuði. Það er hollt fyrir hvern þann mann, sem heldur að hann sé ómissandi í stofn- un sinni, að hverfa á brott í nokkra mán- uði. 1 fyrsta sinn, sem ég fór í langferð, nokkrum árum áður en ég fékk bréfið, hélt ég að allt færi 1 ólestri meðan ég væri í burtu. En þegar ég kom aftur, komst ég að raun um, að sjúklingarnir voru engu færri en þegar ég fór, batinn hafði gengið eins vel eða betur, og flestir sjúklingarnir vissu ekki einu sinni um að ég hefði verið fjarverandi. Það er auðmýkjandi að sjá, hve fljótt maður kemur manns í stað, en það er samt sem áður hollur lærdómur. Ég hringdi í Shorty, sem var uppgjafa- hermaður og einkavinur minn, og bað hann að finna mig í skrifstofu minni. Þegar hann kom, bað ég hann að flýta sér heim, taka-til farangur sinn og koma með mér til Suður-Ameríku. Hann svaraði því til, að hann langaði að vísu til þess, en hann hefði svo mörgu að sinna næstu mánuði, að hann gæti ekki verin eina viku í burtu. Framhald á bls. 7. I hinu forna ævintýralandi „Þúsund og einnar nætur“ — landinu, sem nú heitir „Irak“ — ríkir tólf ára konungur. Hann heitir Feisal II, og hefir að- setur í Bagdad, þar sem hann á þrjár hallir. Auðævi Feisals eru mikil, en hann líkist ekki mikið konunginum, er við sáum sem vin Sabu í litmyndinni „Þjófurinn frá Bagdad“. Feisal var nýlega á skemmti- ferðalagi í Evrópu, og mynd, sem tekin var af honum í París, þar sem hann er með sleikipinna í munninum og mikinn lífvörð um sig, vopnaðan skammbyss- um, hefir birzt í blöðum víða um heim. Mönnum finnst það hljóti að vera svo rómantískt að vera tólf ára konungur í þessu ævin- týranlandi. En það er eins um Feisal og önnur kóngabörn nú á tímum, líf hans er að ýmsu leyti erfiðara en venjulegra barna. Þegar hann verður átján ára, á hann að taka við konungs- Tólf ára konungur stjórn, og umbjóðendur hans sjá um að hann fái góða mennt- un. Irak er gamalt, austurlenzkt konungsríki, sem leggur kapp á að vinna upp þær aldir, sem landið er á eftir Evrópuþjóðun- um í menningu og tækni. Enskir kennarar hafa verið tilkvaddir að kenna Feisal í Rósahöllinni í Bagdad. Hann er alinn upp eftir nýtízku aðferðum og lærir, auk móðurmáls síns, ensku og frönsku. Ef maður lítur á mynd- ir af honum, sér maður, að hann líkist ríkismannssonum í Evrópu eða Ameríku, en ekki hallargarðinum á einu af hinum sjálfsagt er hann ekkert sælli austurlenzkum ævintýraprinsi. f jórum reiðhjólum Sínum, þar en þeir jafnaldrar hans, sem að- Hann er klæddur eins og sem skrautklæddir Austur- eins hafa eitt hjól, engan líf- Evrópumaður, og hjólar um í landamenn standa vörð; og vörð og enga höll.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.