Vikan


Vikan - 28.08.1947, Page 12

Vikan - 28.08.1947, Page 12
12 VTKAN, nr. 35, 1947 „Verið rólegar, bamið mitt,“ svaraði hann. „Hussein E1 Bedawi velur sjálfur stað og stund —“ „í>ér njósnið um mig.“ „Ef yður langar til þess að kalla það því nafni -— já,“ svaraði hann, án þess að láta sér nokkuð bregða. „Ég heyrði hvað fram fór, það er satt, en það var af einskærri tilviljun." „Það getur tæplega verið af tilviljun, að þér eruð hér núna.“ „Eg kom í þeirri von, að sjá yður — í tungl- skinskjólnum yðar.“ „Þér — þér voguðuð —„ „Það þurfti ekkert hugrekki til þess," svaraði hann óskammfeilinn. „Eg kom og augu mín fengu að sjá þá sýn, sem ég hafði þráð. Ég sá og heyrði reyndar meira, en ég hafði búist við. Lofaður sé Allah, sem sigurinn veitir. Því í kvöld er sigurinn minn, Sybil." „Ég — þér — ég fer —“ stamaði hún og gat varla talað fyrir reiði og skömm. „Farið ekki strax, þér getið ekki látið veizlu- fólkið sjá grátbólgin augu yðar.“ Hann tók finan silkivasaklút upp úr vasanum og þerraði augu hennar ástúðlega og gætilega. „Verið hérna hjá mér, þangað til þér hafið náð yður eftir geðs- hræringuna. Þér fyrirlítið mig vonandi ekki leng- ur?" „Ég —• ég hata yður — —" Henni til mikillar gremju fór hún aftur að gráta. „Ö, fagra hvíta dúfan min, verið ekki að gráta vegna þessa vanþakkláta, heimska Eng- lendings, sem ekkert er og ekkert á. Ég, Hussein E1 Bedawi, stend fyrir framan yður — fell á kné fyrir yður — ég, sem beygl mig ekki fyrir neinum." Hann vissi, hvað hann átti að segja við hana — hann var vitur, og hann sá, að orð hans höfðu haft áhrif á hana. Én Sybil var þrá, og alls ekki veik fyrir. Ef til vill fannst henni til um þetta — en hún vildi ekki strax láta undan. „Ég hefi sagt yður það áður, að ég vil ekkert hafa við yður saman að sælda. Þér eruð njósn- ari, þér hafið ekkert leyfi til að hlusta," stam- aði hún. „Ég óska ekki —.“ „Þér hafið verið hryggbrotin," sagði hann lágt og vissi, að hann hitti hana þar, sem hún var aumust fyrir. „Hryggbrotin af Englend- ingi. Þér eruð ein og yfirgefin. Ég bið aðeins 1. Pabbi: Hann er orðinn leiður á að vera lokaður inni í búri. Farðu með hann svolítið út til að hressa upp á hann, Maggi. Maggi: Sjálfsagt. Komdu, Trítill! 2. Maggi labbar af stað með Trítil. um leyfi til að fá að hugga yður og lækna sært stolt yðar." „Það er ekki sært.“ „Það held ég nú samt sem áður, dúfan mín. En snúið yður til min — til þess manns, sem tilbiður jörðina undir fótum yðar, er sér yður í réttu Ijósi, en sem ekki krefst annars en að snerta kjólfald yðar, og þó mundi gefa yður mikið — meira, en yður gæti dreymt um. Sjáið —“ Hann stakk hendinni í vasann og tók upp perlu- festi. Perlumar voru stórar og fallegar. Hann sveiflaði þeim fram og aftur — í bjarmanum, sem lagði frá stjörnunum, Ijómuðu þær í öllum regnbogans litum. „Ö!“ Hún starði hugfangin á þær, starði á það djásn, sem henni hafði aldrei komið til hug- ar, að hún mundi eignast. Haann var afar hrifinn af henni, þessi ungi, áhrifamikli og fallegi maður. Hún gat farið með hann, eins og hún vildi. Tilbeiðsla hans var auð- mjúk — hún efaðist ekki um, að hann vissi hvaða sess þau skipuðu hvort um sig í mann- félaginu. Hún gat leikið sér að honum, og fengið miklar gjafir hjá honum, án þess að þurfa annað en að rétta honum höndina, eða lofa honum að kyssa „kjólfald" sinn. Henni fannst hún vera eins og gyðja í hásæti. „Má ég leggja festina um háls yðar?“ spurði hann lágt. „Nei — nei. Ég get ekki tekið á móti þessari gjöf, þúsund þakkir. — En þér skiljið það, Huss- ein, mér er það ómögulegt," svaraði hún með óstyrkri röddu. „Ekki ennþá.“ Neitun hennar virtist ekki raska ró hans. „En ef til vill takið -þér á móti henni, þegar þér hafið lært að treysta mér. Þegar við erum orðin reglulega góðir vinir." „Já, ég vil gjarnan vera vinur yðar,“ stamaði hún, og hugsaði allt í einu: — Ég skal sýna þeim — sýna þeim, hvað aðrir hugsa um mig —• „Viljið þér hitta mig aftur hérna?" spurði hann ákafur. „Hérna?" Eðlishvöt hennar aðvaraði hana, og hún varð hrædd. „Það er ekki ósennilegt," svar- aði hún kuldalega. „Hvaða álit hafið þér á mér \ i rauninni?" „Að þér séuð fegursta stúlkan í veröldinni," svaraði hann. „Ég ætlaði ekki að móðga yður, en ég á erfitt með að hitta yður annars staðar. 3. Hann ætlar að sýna honum, að það séu fleiri en hann, sem verða að vera á bak við grindur. 4. Og þess vegna fer hann með hann inn í banka og sýnir honum gjaldkerana! Viljið þér ekki koma hingað stundum, svo við getum talast við?“ „Ég — það get ég ekki.“ „Enginn þarf að fá vitneskju um það. Hlust- ið á mig, fagra mær. Ég verð héma á hverju einasta kvöldi, þegar dimmt er orðið, þangað til þér komið. Munið aðeins — ég bíð hér —.“ „Þér munuð þurfa að bíða lengi," sagði Sybil. Hann brosti, þvi hann vissi að biðin myndi ekki verða löng. Hún kæmi. Svo hvarf hann þegjandi og hljóðalaust. Kétt á eftir heyrðist létt fótatak. Hún snéri sér við og sá hvíta veru nálgast, svo heyrði hún rödd hvísla: „Sybil — eruð þér héma?“ Hana langaði mest af öllu til að hlaupa leiðar sinnar og fela sig, en Linda hafði komið auga á hana — og stóð í næsta vetfangi við hlið hennar. „Kæra ■ Sybil, hvað emð þér að gera héma ein? Emð þér veik?" Þegar Sybil heyrði vin- gjarnlega og hviðafulla rödd Lindu, brauzt reið- in og gremjan aftur fram í huga hennar. Hún gleymdi Hussein — og mundi aðeins eftir Michael, sem hafði hryggbrotið hana. „Ég hefi líklega leyfi til þess að vera hérna, ef mig langar til þess án þess að þurfa að spyrja yður, ungfrú Summers." „En því skylduð þér vera hér, ef þér eruð ekki veik. Þér gleymið skyldum yðar við gestina. Hvers vegna dansið þér ekki?“ „Mig langar ekkert til að dansa," svaraði Sybil og brast í grát. „Ó, veslingurinn litli; þér eruð óhamingjusam- ar og utan við yður. Mér þykir það afar leitt. En þér-------“ „Ég er ekki utan við mig,“ tók Sybil fram í fyrir henni. „Yður skjátlast. Þér haldið, að þér getið hrósað sigri og sagt. „Ég sagði yður þetta." Málinu er öðru vísi hagað, en þér haldið. Við — við vomm að rífast, það var allt og sumt. Ég hata bróður yðar. Ég skal segja yður------- „Auðvitað hafið þið verið að rífast, og ég kæri mig ekki um að heyra meira um það..En þér skuluð koma inn, þér megið engan láta gruna--------“ „Ég fer ekki inn. Ég -— ég skal sýna honum — sýna ykkqr öllum — —“ „Já, það eigið þér eimitt að gera, Sybil. Þér skuluð sýna okkur, að þér hafið bæði stolt og hugrekki til að láta eins og ekkert hafi i skorizt, þér viljið tæplega gefa fólki tilefni til að tala um yður?" „Ég fer ekki inn,“ svaraði Sybil snöktandi. „Bíðið augnablik." Linda snéri sér við og hljóp til laufskálans, þar sem Axel greifi beið hennar. „Viljið þér ná í þjón, og biðja hann að koma hingað með kampavínsflösku og 3 glös,“ sagði hún við hann. Hann fór og Linda hljóp aftur til Sybil. „Svona, Sybil — hættið þér að gráta. Axel greifi er að sækja vín handa okkur — komið með mér í laufskálann." „Axel greifi! Hann — ég vil ekki sjá hann. —“ „Hann veit ekkert," svaraði Linda, „en ef þér óskið ekki, að hann komist á snoðir um, hvað gerst hefur, þá hlýðið mér. Ef þér komið ekki, þá kem ég með Axel hingað." „Ó, þér —!“ Sybil stappaði í jörðina, en eins og svo oft áður varð hún að láta í minni pokann fyrir þessari andstyggilegu ungfrú Summers. Hún þurrkaði sér um augun, púðraði sig og fylgdist svo með lagskonu sinni í laufskálann. en þar stóð Axel greifi og beið þeirra. „Fáið yður sæti, Sybil," sagði Linda glaðlega. „Axel, barnið er þreytt, ungu mennirnir hafa dansað alltof mikið við hana, og ég held, að það sé gott fyrir hana að fá sér svolítið af kampa- víni. Ég fór með hana hingað, til þess að hún gæti hvílt sig, ef okkur skyldi takast að hindra ungu mennina að finna hana." „Það verður ekki auðvelt," svaraði hann hjartanlega, um leið og þjónninn opnaði flöskuna og hellti í glösin. „Ungu mennimir munu bráð- MAOGI OG RAGGI. Teikning eftir Wally Bishop.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.