Vikan - 09.10.1947, Side 9
VIKAN, nr. 41, 1947
9
Fyrir 50 árum var í Englandi stofnaður félagsskapur sem heitir „British Nation-
al Trust“ og hefur það hlutverk að varðveita fagra staði. Er hann orðinn mjög
öflugur og á viða stór landflæmi, sem friðuð hafa verið hverskonar ágangi. Þessf
irynd er frá einum slikum stað I hinni svonefndu Vatnasveit (Lake District),
Fréttamyndir
Þessi mynd er tekin inni í enskri sveitaþorpskrá. Krám
hefur um aldaraðir verið miðstöð félagslífs í enskum þorp-
um, þar sem menn (aðeins karlmenn) af öllum stéttum koma
saman á kvöldin til að spjalla saman og drekka bjór. Fyrir
framan þær eru venjulega skilti, sem málað er á mynd af
dýri eða hlut, og dregur kráin nafn af myndinni. Allar líkjast
krámar mjög hver annari. Myndin hér að ofan gæti t. d. ver-
ið úr kránni „Sankti Georg og drekinn", sem sögð er um
eftir farandi skrítla: „Umrenningur barði að dyrum í kránni
„Sangti Georg og drekinn" og bað um að gefa sér að borða.
Kona veitingamannsins varð fyrir svörum og anzaði snúð-
ugt, að letingjum og betlurum væri ekki borinn beini hér, og
væri betra fyrir manninn að hypja sig burt með góðu. Um-
renningurinn sá sitt óvænna, en sagði um leið og hann hvarf
á brott: „Ekki trúi ég, að sankti Georg hefði tekið svona á
móti mér, ef hann hefði komið til dyra!“
Kvikmyndaleikarinn Errol Flinn í
myndinni „Virgina City“, sem sýnd
var í Tjamarbíó.
Kvikmyndaleikararnir Lilli Palmer
og Albert Lieven í myndinni Með-
aumkun, sem gerð var eftir skáld-
sögu Stefan Zweigs og sýnd var i
Tjamarbíó.
Mynd þessi sýnir okkur inn í klæðaverzlún i „Salive Row“
— „skraddaragötunni" í London. Húsakynnin eru ekki með
nýtízkulegum blæ, en um langan aldur hefur þessi gata ver-
ið miðstöð karlmannafatatízkunnar í heiminum.
Þetta er mynd af krá í ensku sveitaþorpi. Hún heitir „Kötturinn og fiðlan“ og
er í New Forest í Hampshire. Kráin er samkomustaður karlmannanna í öllum
enskum sveitaþorpum, og sumar þeirra eru margra alda gamlar. Algengt er að
þær séu með torfþökum eins og sú, sem sést hér á myndinni.