Vikan


Vikan - 16.10.1947, Blaðsíða 3

Vikan - 16.10.1947, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 42, 1947 3 Þegar Friðar-Jamboree var slitið „Allra daga kemur kvöld“ og það verður svo að vera til að nýr dagur geti risið. Hinir 12 sólskinsdagar á Jamboree voru liðnir, það var erfitt að átta sig á því að nú væri draumurinn búinn. Á næstu þrem- ur dögum verður tjaldborgin í Moisson horfin, fánarnir farnir og göturnar auð- •ar. — Um „Allée des Notion“ liggur leiðin að síðustu til baka, aftur fyllist vegur þjóðanna sjmgjandi, sólbrenndum skátum og nú er þeim vegi enginn endi settur: til norðurs og suðurs, til austurs og vest- urs halda skátarnir heim frá Jamboree Du la Pax. — Frá „Friðar-Jamboree“ fara þeim með boðskapinn um frið og bræðra- lag til yztu endimarka veraldar. Við vitum það nú að heimurinn hvílir á höndum þeirra ungu. Allar þessar ungu hendur eru tengdar rnn eitt markmið, að byggja upp nýjan heim, og byggja hann á grundvelli vináttu, skilnings og bræðra- lags. — Það á að slíta Jamboree í dag. Að afliðnu hádegi taka skátarnir að streyma til L’Arena — hins volduga leikvangs, þar sem mótið var sett og þar sem allir stærri leikir og sýningar höfðu farið fram. Nú- er ekki raðað upp eftir þjóðum. Hvergi meira á sama stað en ein sveit frá hverri þjóð, með fána sinn og veifur. Þannig mynda þúsundirnar breiðan, lifandi hring. Inni í hringnum er Jamboree-hnúturinn markaður á jörðina með hvítum strikum og þar sem böndin fara undir eða yfir hvert annað, þar eru hvítar, bogmyndaðar brýr. Fyrir framan fánaturninn mikla er geysistórt hnattlíkan. 42 skátar, einn frá hverri þjóð, gæta hnattarins og halda honum á sínum stað. Á upphækkuninni miðsvæðis eru samankomnir allir stjórn- endur mótsins, svo og allir fararstjórar hinna ýmsu þjóða. Merki er gefið um, að nú eigi slitathöfnin að byrja. Hún hefst á því að franski skátakórinn, bæði drengir og stúlkur syngja eitt lag, að því loknu er tilkynnt um alla hátalarana að nú séum við hér samankomnir í síðasta sinn til að Skotar við íslenzka hliðið á Priðar-Jamboree. Hekla er öðrumegin, Geysir hinumegin. kveðjast og árna hver öðrum heilla og góðrar ferðar út um víða veröld. Þessi stutta tilkynning er sögð á frönsku, ensku, þýzku og spænsku. Hnattlíkanið, tákn þeirrar veraldar, sem við byggjum, er nú hafið á loft, uppyfir hina margföldu skáta- röð, sem stendur umhverfis allt svæðið. Þúsundir ungra handa eru á lofti, til að Páll Gíslason, fararstjóri íslenzku skátanna, með fulltrúa Sameinuðu þjóðanna á Jamboree. bera heiminn áfram, til að halda honum uppi og hægt mjakast hið volduga hnatt- líkan áfram yfir röðina. Það hvílir aldrei á höndum einnar þjóðar. Það eru allra þjóða hendur, sem halda heiminum uppi, þær eru allar jafn góðar, jafn fúsar til starfsins. Þetta var fagurt og þróttmikið tákn um alþjóða samvinnu, um þann anda, sem koma skal. Þegar hnötturinn hafði lokið hringferð sinni á höndum skátanna, og fánar þjóðanna skipað sér í kringum hann, þá komu tákn hinna illu anda, þjót- andi inná sviðið, það voru rauðir og svart- ir púkar, sem réðust að hnettinum frá öllum hliðum, en verjendur hans hrundu áhlaupinu með því að velta yfir þá og merja þá sundur. Þetta var áhrifamikið táknmál, en þó svo einfalt og auðskilið. Lafont, franski skátahöfðinginn og J. S. Wilson, framkvæmdarstjóri alþjóða- bandalagsins yfirgáfu nú sæti. sín á „Tribuna" og gengu framá svæðið ásamt öllum fararstjórum þjóðanna. Þeir tóku sér stöðu á lágri upphækkun inní miðjum hnútunum. Þar afhenti Lafont öll- um fararstjórunum minjagrip um Jam- boree France. Við hverja afhendingu tóku allir skátarnir undir með fagnaðarhrópi. Hin hæga og fasta rödd Wilsons barst nú til f jöldans. Hann þakkaði frönsku skát- unum fyrir hið óhemju mikla verk, sem þeir höfðu innt af hendi til þess að skapa möguleika fyrir þessu alheimsmóti, hann þakkaði þeim sem byggðu borgina og sáu svo vel fyrir öllum nauðsynjum. „Ég þakka yður skátahöfðingi Frakklands og öllum samstarfsmönnum yðar — ég þakka yður fyrir hönd hins stóra skátaheims. Við hyll- um yður og Frakkland — við förum héðan með glæstar minningar um hamingjusama daga í sambúðinni við yður —.“ Með sínum einkennilega snöggu hreyf- ingum gekk Lafont að hljóðnem- anum: „Þakkið ekki mér, þakkið þeim sem störfin unnu. Þakkið frönsku Roverskát- unum, frönsku skátunum og skátastúlk- unum. — Það voru frönsku skátamir, sem lögðu saman dag og nótt, það voru þeir sem byggðu þetta og gerðu allt, sem þið, gestir okkar hafið ekki gert sjálfir. Ég þakka ykkur frönsku skátar — þið unnuð ekki sjálfvun ykkur til heiðurs eða gróða — þið unnuð til heiðurs Frakklandi og til gróða fyrir anda skátahreyfingarinnar. Ég þakka ykkur öllmn fyrir allt sem þið hafið gert, og þið skátabræður, sem kom- uð frá öllum löndum veraldar og eruð nú að fara heim — ég þakka ykkur fyrir hinn dásamlega skátaanda, sem hér hefir ríkt.“ Þýðir tónar kórsins bámst nú yfir svæð- ið, hljómsveitirnar tóku undir og allir skátarnir. Hendumar tengdust saman hring eftir hring og allur hinn mikli skari söng fullum hálsi bræðralagssönginn — Auld Lang Syne: Vorn hömndslit og heimabrag ei hamla látum því, að friðarbönd og bræðralag vér boðum heimi í. Nú saman tökum hönd í hönd og heit þess minnumst við, að tengja saman lönd við lönd og líf vort helga frið. Það var áhrifamikil stund að sjá allar þessar tengdu hendur og heyra flutt á svo mörgum málum sama heitið um frið og bræ'ðralag. Þegar síðustu tónarnir dóu út, hófst gangan mikla um Jamboreehnútinn. Gang- an um hnútinn tók meira en eina stund. Pramh. á bls. 15. Frá Friðar-Jamboree. Islenzki fáninn lengst til hægri.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.