Vikan


Vikan - 16.10.1947, Blaðsíða 5

Vikan - 16.10.1947, Blaðsíða 5
"VIKAN, nr. 42, 1947 5 — Framhaldssaga: —-------------------------- Hver var afbrotamaðurinn ? 12 ----Sakamálmga eftir Agatha Christie „Einkennlleg atvik komu fyrir — barið var á gluggana hjá henni, andlit birtist þar, hávaSi heyrðist innan úr fomleifageymslunni. Urðuð þér varir við nokkuð af þessu sjálfir, dr. Leid- ner?“ „Nei“. „Og enginn nema frú Leidner?" „Jú. Séra Lavingny sá ljós í fomleifageymsl- unni". „Já — satt er það. Ég hafði gleymt því“. í>að ,varð dálitil þögn, en síðan spurði Poirot: „Hafði konan yðar gert nokkra erfðaskrá?" „Nei, það held ég ekki.“ „Hvers vegna skyldi hún ekki hafa gert það?“ „Hún hefir ekki talið þess þörf.“ „Átti hún ekki talsverðar ejgnir?" „Jú — en hún gat ekki ráðstafað þeim með erfðaskrá. Faðir hennar lét henni eftir talsverð- ar eignir. Hún mátti ekki hreyfa höfuðstólinn. Eftir dauða hennar áttu þessar eignir að renna til niðja hennar, ef þeir væru tii — en annars áttu eignimar að ganga óskiptar til listasafnsins í Pittstown." Poirot barði með fingrunum í borðið. „Þá getum við, að því er ég hygg, útilokað þann möguleika, að glæpurinn hafi verið framinn í fjárhagslegum tilgangi. Ég reyni jafnan að kom- ast fyrir það fyrst,- eins og þið getið skilið, hver mundi geta hagnast á dauða þess myrta. 1 þessu tilfelli er það listasafn. Hefði þetta nú verið öðru- vísi, hefði frú Leidner dáið skyndilega og líklegt hefði mátt telja að um morð hefði verið að ræða, þá hefði verið ástæða til að rannsaka hvert eignir ■ hennar hefðu átt að ganga, til yðar, dr. Leidner eða fyrri eiginmanns hennar, eða kannske ein- hverra annara. En eins og þessu er nú varið hér, þá getum við sleppt öllum slíkum heilabrotum. Eins og ég sagði áðan, þá rannsaka ég fyrst þetta með fjármunina. Þamæst sný ég jafnan grun mín- um að maka þess látna, ef hann hefir verið gift- ur! 1 þessu máli kemur það fram, að þér, dr. Leidner, komuð ekki i námunda við herbergi kon- unnar yðar á margnefndu tímabili í gær, þér tapið í stað þess að græða fjárhagslega við lát henn- ar — og í þriðja lagi------“ Hann þagnaði skyndilega. „Já — í þriðja lagi —• hvað?“ spurði dr. Leidn- er. „1 þriðja lagi," sagði Poirot hægt, „virðist mér sem ykkur hjónunum hafi komið sérstaklega vel saman. Mér skilst, dr. Leidner, að þér hafið — svo að segja — ekki séð sólina fyrir ást á konu yðar. Er það ekki rétt?“ Dr. Leidner svaraði með því að hneigja höfuðið. „Heyrið þið nú,“ sagði ’dr. Reilly óþolinmóður, „ættum við ekki að fara að snúa okkur að efn- inu ?“ Poirot leit á hann ásakandi. „Reynið að vera •ekki óþolinmóður, vinur minn," sagði hann hægt. „1 slíkum málum sem þessum verður maður að kynna sér öll atvik sem rækilegast og eftir ákveð- inni áætlun. Að minnsta kosti geri ég það alltaf. Nú höfum við kynnt okkur nokkur atriði málsins og snúum okkur því næst að mjög mikilvægu atriði. Það er nauðsynlegt að öll spilin séu á borð- inu, eins og sagt er, við megum ekki hlaupa yfir neitt, sem máli skiptir —“ „Rétt er það,“ sagði dr. Reilly. „Þess vegna krefst ég líka að fá að heyra allan sannleikann í málinu," hélt Poirot áfram. Dr. Leidner leit undrandi á hann. „Ég fullvissa yður um, herra Poirot, að ég hef ekki leynt yður neinu. Ég hef sagt yður allt, sem ég veit og ekkert dregið undan.“ „Samt sem áður hafið þér ekki sagt mér allt.“ „Jú, vissulega hef ég gert það. Ég get ekki munað eftir neinu, sem fallið hefir niður hjá mér.“ Poirot hristi höfuðið: „Nei“ sagði hann ákveðið. „Þér hafið til dæmis ekki sagt mér enn, hvers vegna þér réðuð ungfrú Leatheran hingað." Dr. Leidner varð mjög undrandi. „Ég hef þegar skýrt yður frá því. Það liggur í augum uppi. Konan mín var taugaveikluð, hún óttaðist------“ Poirot laut fram yfir sig. Hann bandaði hægt með hendinni og sagði: „Nei, nei, nei. Þér hafið enn ekki sagt mér allt um það. Konan yðar var í hættu — já, henni var hótað dauða, meira að segja. Þér ráðið ekki hingað leynilögreglumann — þér gerið lögreglunni ekki einu sinni aðvart — en þér ráðið hingað hjúkrun- arkonu! Það er dálítið einkennilegt þetta!" „Ég, ég------“ byrjaði dr. Leidner. Hann komst ekki lengra og stokkroðnaði. „Ég hélt------“ „Já, já — komið bara með það,“ sagði Poirot. „Hvað hélduð þér?“ Dr Leidner svaraði engu. Hann var vandræða- legur og leit niður fyrir fætur sér. „Allt, sem þér hafið sagt mér, er mjög senni- legt“ sagði Poirot ákveðið, „nema þetta atriði eitt. Hvers vegna ráða hjúkrunarkonu ? Það er auð- vitað hægt að svara þessu fullnægjandi og svarið getur í rauninni aðeins verið eitt: Þér trúðuð ekki sjálfur á það, að konan yðar væri í rauninn í noklturri hættu." Dr. Leidner hrópaði upp yfir sig. Nei, nei, nei,! Ég trúði því ekki — ég trúði því ekki.“ Poirot leit á hann með sömu athygli og köttur lítur á músarholu — tilbúinn að grípa, þegar músin kemur í ljós. „Hvað hélduð þér þá?“ spurði hann. „Ég veit ekki. Ég veit það ekki. ..“ „Jú, auðvitað vitið þér það vel. Ef til vill get ég hjálpað yður að svara þessu með því að leggja fyrir yður eina spurningu: Datt yður nokkurn tíman í hug, dr. Leidner, að konan yðar hafi sjálf skrifað þessi hótunarbréf ? “ Þessi spurning var í sjálfu sér allt of augljós til þess að dr. Leidner þyrfti að svara henni. Hann hóf skjálfandi hönd sina á loft eins og hann væri að biðja um miskunn. Ég varp öndinni léttlega. Ég hafði þá haft rétt fyrir mér í ágizkun minni! Nú minntist ég þess, hve rödd dr. Leidners hafði verið einkennileg, þegar hann spurði mig, hvað mér fyndist um þetta allt. Ég kinkaði kolli af ánægju yfir þessari uppgötvun minni, en varð þess þá skyndilega vör, að Poirot horfði fast á mig. „Datt yður þetta líka í hug?“ spurði hann. „Já, mér datt það í hug,“ svaraði ég hreykin. „Hvers vegna?" Ég skýrði honum frá því, hvað mér hafði fund- izt rithöndin lík á þessum hótunarbréfum og á bréfi einu, sem frú Leidner hafði skrifað. Poirot snéri sér að dr. Leidner. „Höfðuð þér einnig tekið eftir þessu?" Dr. Leidner laut höfði: „Já, ég hafði rekið aug- un i það. Rithöndin var að vísu smá og ójöfn — ekki stór og virðuleg eins og hjá Lovísu, en margir stafimir voru dregnir á sama hátt. Ég skal sýna yður þetta." Hann dró nokkur bréf upp úr irrnra br.jóst- vasa sínum, valdi að lokum eitt blað úr þeim og rétti Poirot það. Þetta var hluti af bréfi frá Lovísu til hans sjálfs. Poirot bar bréfin saman af mikilli nákvæmni. „Já,“ muldraði hann fyrir munni sér. „Já, það er margt svipað í stafagerðinni — einkennilega dregið til stafsins s og greinilegt e. Ég er enginn rithandarsérfræðingur og get því ekki fyllilega dæmt um þetta. Að vísu hef ég aldrei hitt fyrir tvo sérfræðinga i skrift, sem em á sama máli, en þó held ég að óhætt sé að fullyrða, að margt sé líkt með skriftinni á þessum bréfum. Það er mjög líkleg, að þau séu skrifuð af sömu persónu, en það er þó alls ekki víst. Við verðum að gera ráð fyrir öðmm möguleikum." Hann hallaði sér aftur í stólnum. „Það er um þrjá möguleika að ræða. I fyrsta lagi, að líking rithandanna sé einungis tilviljun. 1 öðru lagi, að frú Leidner hafi skrifað þessi bréf sjálf af ein- hverjum óþekktum ástæðum. 1 þriðja lagi, að bréfin hafi verið skrifuð af einhverjum, sem vilj- andi stældi rithönd hennar. Hvers vegna skyldi einhver hafa tekið upp á því að stæla rithönd hennar? Ja •— það er ekki gott að segja að svo stöddu. Einhver þessara þriggja möguleika hlýt- ur þó að vera sá rétti." Hann virti fyrir sér bréfin i nokkur augnablik, en snéri sér síðan að dr. Leidner og spurði: „Hvað datt yður helzt í hug, þegar þér urðuð þess fyrst varir, að skrift konunnar yðar og rithöndin á hótunarbréfunum væru svipaðar?" Dr. Leidner hristi höfuðið. „Ég reyndi að sann- færa sjálfan mig um, að þetta væri einhver mis- skilningur. Mér fannst þetta svo hræðilegt." „Reynduð þér eklti að hugsa yður neina skýr- ingu á þessu?" ,,Jú-ú,“ svaraði hann hikandi. „Mér datt í hug að umhugsunin um hið liðna hefði kannske haft einhver einkennileg áhrif á konuna mína — og hún þá tekið upp á að skrifa þessi bréf — ef til vHl án þess að vita það sjálf. Er það ekki mögu- legt?“ bætti hann við og snéri sér að dr. Reilly. Dr Reilly svaraði hægt: „Mannsheilanum er svo að segja trúandi til alls." Hann leit snöggt út undan sér á Poirot, sem skildi þetta vist þannig, að hann ættti ekki að fara frekar út í þetta, enda gerði hann það ekki. „Þessi bréf hafa mikla þýðingu fyrir málið," sagði hann, „en við verðum að hugsa um málið í heild. Það eru að minu áliti þrjár lausnir á þessu máli." „Þrjár ?“ „Já. Fyrsta lausnin og sú einfaldasta er þessi: Fyrri eiginmaður konunnar yðar er enn á lífi. Hann sendir henni hótunarbréf og tekst síðan að framkvæma hótanir sínar. Ef við teljum þessa lausn rétta, þá þyrftum við að snúa okkur að því að upplýsa, hvemig hann hefir komist inn í hús- ið út úr þvi, án þess að nokkur sæi hann. önnur lausnin er þessi: Frú Leidner skrifar sjálf þessi hótunarbrét af einhverjum ástæðum, sem læknar kimna að sjálfsögðu betur að skýra en leikmenn eins og ég. Þetta með gasið hefir þá sennilega verið útbúið af henni sjálfri, enda var það hún, sem vaknaði fyrst og vakti mann sinn. Ef frú Leidner hefir sjálf skrifaö þessi bréf, þá

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.