Vikan


Vikan - 22.01.1948, Blaðsíða 3

Vikan - 22.01.1948, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 4, 1948 3 Islandsmeistarar í knattspyrnu (Sjá forsíðu). T7" nattspyrnufélagið Fram er ís- landsmeistarar í knattspýrnu, auk þess Reykjavíkurmeistarar, unnu líka Walterskeppnina og þar á ofan er félagið fertugt í vor og ætlar að halda uppá þetta merkis- afmæli 7. febrúar, svo að full ástæða er til að sýna framan í sumt af þessu fólki og segja eitthvað frá starfsemi félagsins. Stofndagur félagsins er talinn 1. maí 1908, en það hét ekki Fram í upphafi heldur Kári. 1 maí 1909 var núverandi nafn samþykkt. Eftirgreindir menn eru taldir stofnendur: Arreboe Clausen, verzlunarmaður, Franz Andersen, bankaritari, Guðjón Arngrímsson, verkstjóri, Gunnar Halldórsson, verzlunarmaður, Gunnar Hjörleifs- son (Kvaran) stórkaupmaður, Haukur Jensen (Thors), framkv.- stjóri, Herluf Clausen, kaupmaður, Tómas Hallgrímsson, bankaritari, Kristján Albertsson, rithöfundur, Pétur Hoffmann Magnússon, bankaritari, Tryggvi Magnússon, verzlunarstjóri, Pétur Sigurðsson, magister, Bjarni Matthíasson, verzlunarmaður, Bogi Ólafsson, gullsmiður og Óskar Árnason rakari. Fyrsti formaður félagsins var Pétur Hoffmann Magnússon. Ekki voru auraráðin mikil í upp- hafi og var lagður 50 aura skattur á hvern félagsmann til þess að kaupa nýjan bolta. Samþykkt var að afla félaginu fjár með tombólu og myndasýningu og komu inn fjórar krónur og áttatíu og fimm aurar. Inntökugjaldið var 25 aurar, mánaðargjaldið 10 aurar. Á aðal- fundinum 1909 kom í ljós, að tekj- urnar höfðu verið síðastliðið ár 16 kr. og 3 aurar, gjöldin 11 kr. og 70 aurar og því 4 kr. og 33 aurar í sjóði! Þetta þætti ekki mikil velta nú, en samt var þarna að skapast eitt af beztu knattspyrnufélögum landsins um langt skeið, enda voru hér á ferðinni þróttmiklir æskú- menn og var ritarinn, sem kosinn var á þessum umrædda aðalfundi, ekki nema 13 ára. Á þessum tímum var enginn íþróttavöllur í Reykjavík. Bæjar- Þráinn Sigurðsson klæðskeri, nú- verandi formaður Fram. Hann er fæddur í Hafnarfirði og hóf knatt- spyrnu með félaginu „17. júní“ þar og var síðan í Knattspymu- félaginu Þjálfa. 1 Fram gekk hann, er hann fluttist til Reykja- víkur 1930. Hann var formaður Fram 1944—46 og síðan 1947. Framliðið, sem sigraði á íþróttamóti V. M. F. 1. Fremri röð, talið frá vinstri: Magnús Björnsson, stýrimaður, Brynjólfur Kjartansson, skipstjóri, Hauk- ur Thors, framkvæmdastjóri, Aareboe Clausen, bifr.stj. Gunnar Thorsteinsson (dáinn). Aftari röð, talið frá vinstri: Gunnar Halldórsson, verzlunarm., Hinrik Thorarensen, læknm, Ólafur Magnússon, ljósmyndari, Pétur H. J. Magnússon, bankaritari, Knútur Kristinsson, læknir, Tryggvi Magnússon, verzlunarstj. (dáinn). ^ Annar aldursflokkur handknattleiksliðs kvenna í Fram. Stofnaður 1944. Starfsemi hans hefir gengið með ágætum. Þessi aldursflokkur hefir sigrað á öllum mótum, sem hann hefir tekið þátt í, og voru stúlkurnar Reykjavikurmeistarar 1946 og bæði Reykjavíkur- og Is- landsmeistarar 1947. — Fremri röð, talið frá vinstri: Anný Ástráðs- dóttir, fyrirliði liðsins, Erla Sigurðardóttir, Ollý Jónsdóttir. — Aftari röð, frá vinstri: Gyða Gunnarsdóttir, Oddný Helgadóttir, Nanna Gunnarsdóttir, Margrét Kjartansdóttir, Pálína Júlíusdóttir. — (Ólaf- ur Magnússon, kgl. hirðljósm. tók myndina). stjórnin veitti félaginu, 1. maí 1910, leyfi til að hafa æfing- ar á Melunum og var þá samþykkt með jöfnum atkvæð- um, 4 gegn 4, að félagsmenn skyldu ryðja leikvöllinn í þegnskylduvinnu. Um fyrsta kappleik félagsins segir svo í afmælisblaði þess: „... Enn hafði Fram lítið aðhafst út á við, en nú hófst nýtt tímabil í sögu félagsins og íslenzkrar knatt- spymuíþróttar. Á árunum 1910 og 1911 var vaknaður mikill áhugi fyrir knattspyrnu meðal nemenda Menntaskólans. Nokkrir skóla- piltar kepptu eitt sinn við Fram, en seinna gengu þeir flestir inn í félagið og urðu því góðir stuðningsmenn eins og sýnt verður. Árið 1911 er merkilegt í sögu íþróttalífsins hér á landi. Þá héldu Ungmennafélögin íþróttamót sitt, í sambandi við hátíðahöldin í minningu aldarafmælis Jóns Sigurðs- sonar. Var það í rauninni fyrsta íþróttamót Islands. Fram ákvað að taka þátt í mótinu og keppa við Knattspyrnu- félag Reykjavíkur, um önnur félög var ekki að tala. En hér virtist ólík aðstaða félaganna, því í K. R. vom fullorðnir menn, en þeir, sem kepptu úr Fram voru allir yngri en 18 ára. Kappliðið var á þessa leið: Markvörður: Gunnar Kvaran. Bakverðir: Arreboe Clausen, Ágúst Ármann. Miðverðir: Sigurður Lárusson, Axel Thorsteinsson og Magnús Bjöms- son. Framherjar: Karl Magnússon, Gunnar Halldórsson, Friðþjófur Thorsteinsson, Pétur Magnússon og Hinrik Thorarensen.. . . Af keppendum voru 8 nemendur í Mennta- skólanum og hinn níundi, Friðþjófur Thorsteinsson, tald- ist þá utanskólanemandi. Aðeins Arreboe Clausen og Pétur Magnússon voru ekki við skólann riðnir. Kappleikurinn fór fram þann 20. júní og hófst kl. 9 að kvöldi. Dómari var Ölafur Rósenkranz leikfimikennari. Fram hafði sóknina nálega allan leikinn og vann með 2 mörkum gegn 1. Friðþjófur Thorsteinsson gerði bæði mörkin. Framhald á bls. 7.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.