Vikan


Vikan - 22.01.1948, Blaðsíða 13

Vikan - 22.01.1948, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 4, 1948 13 Tröllakóngurinn og vondu strákarnir Barnasaga. Uppi við Þórshamar stóð litla hús- ið hans Péturs. Hús þetta hafði hann erft eftir föður sinn, og hafði það lengi gengið að erfðum frá föður til sonar. En það gekk fleira að erfðum í þessari ætt. Meðal annars tryggð við átthagana og snyrtileg umgengni ut- an húss og innan. En þetta eru dýr- mætir eiginleikar. Pétri þótti mjög vænt um húsið sitt, og voru þau, hann og konan hans, samtaka i því að gera heimilið sem vistlegast. Pétur reis árla úr rekkju, og gekk seint til náða. Var hann sivinnandi allan dag- inn. Hann lifði af handafla sínum. Konan var einnig mjög dugleg. Pétur hlakkaði til þess, er dreng- imir hans yrðu uppkomnir. Hann von- aði að þeim græddist fé, svo þeir kæmust i stórbændatölu. En eftir því sem drengimir stálp- uðust, uxu áhyggjur Péturs þeirra vegna. Jón og Óli vom níðlatir og afar óþægir. Það var vissulega leitun að svo óþægum strákum. Morgun einn vaknaði Óli mjög snemma. Hann stökk fram úr rúm- inu, þaut út að glugganum og gægð- ist út. Sólin var að koma upp hinum megin dalsins. „Hvað skyldi vera þama bak við ásana i fjarska,“ sagði Óli við sjálfan sig. „Það væri gam- an að kynna sér það.“ „Jón,“ hvíslaði hann. Jón vaknaði og néri stýmmar úr augunum. „Hvað varstu að segja,“ spurði hann. Óli mælti: „EigUm við að strjúka að heiman og leita ævintýra?" „Já,“ sagði Jón, „það skulum við gera.“ Hann var nú glaðvaknaður. Þeir flýttu sér í fötin og leiddust út í sólskinið. „Eigum við að fara langt?“ spurði Jón. „Á heimsenda eða lengra," svar- aði Óli. „Við förum fyrst yfir ásana þama og göngum niður hinum meg- in. Svo fömm við yfir ána sem þar er, og höldum áfram ferðinni út í heiminn." En efst uppi á ásnum hafði trölla- kóngurinn sofið um skeið. Hann átti þar ekki heima, en lagðist þar aðeins til hvíldar, er hann kom þreyttur úr langferð. Hafði hann sofið þama nokkur ár, en var nú að vakna. Og er Óli og Jón komu upp á ásinn, var tröllakóngurinn þar fyrir. „Hvaða smáskepnur emð þið?“ öskraði hann svo kvað við í skógin- um. Strákamir urðu frávita af hræðslu, fleygðu sér kylliflötum niður á sina þúfuna hvor og grófu andlitin. „Vægð, vægð!“ hrópuðu þeir. „Við skulum hætta að stela, ljúga, tala ljótt og vera latir og óþægir." ,,Jæja,“ sagði tröllið. „Þið emð þokkapiltar, — og lofið fullmiklu í einu. En ég skal hreinsa úr ykkur óþrifin." Að svo mæltu batt tröllið strák- ana saman á hárinu, greip þá upp á þessu handfangi og hélt af stað. Strákamir hljóðuðu og öskmðu, spörkuðu út í loftið og létu öllum illum látum. Þetta var svo sárt, verra en hýðing. En tröllið lét sig ólæti strákanna engu skipta. Það hélt leiðar sinnar, eins og ekkert hefði i skorizt. Er tröllið spam við grenitrjánum með klaufum sinum, hmkku þau í sund- ur sem eldspýtur væm. Þegar tröllið hafði gengið alllengi, nam það staðar við hátt fjall og mælti: „Hér á ég heima. Ég er trölla- kóngurinn eða stórtröllið, öðru nafni." Tröllið fleygði strákunum á jörð- ina. Svo klóraði það á klettaþil, og fjallið opnaðizt. Svo komu þeir inn í skínandi sal. Þar voru mörg smátröll að leika sér að skínandi kúlum. Jón gaf Óla oln- bogaskot. „Kúlurnar em úr gulli," hvíslaði hann. „Við reynum að ná í eitthvað. Þá verðum við ríkir." Stórtröllið leysti hárhnútana. „Leikið ykkur svo fallega," mælti það. „Þessi böm verða góð við ykk- ur, ef þið komið vel fram." Strák- arnir fóm að leika sér. Og Jóni tókst að stinga einni gullkúlunni i vasa sinn, án þess nokkur öæi. En þess var skammt að bíða, að eitt tröllabarnið saknaði hennar, og hóf leit að henni. „Hvar er gullkúlan mín?“ sagði það. Enginn hafði séð hvað um hana varð. Og enginn fann hana, hversu mikið sem að henni var leitað. Skyndilega snéri smátröllið sér að Jóni og mælti: „Þú hefir tekið kúl- una!“ Jón neitaði því. „Ég hefi ekki séð hana," sagði hann. 1 sömu svipan fékk Jón högg mikið í rassinn, svo hann féll við. „Þetta fékkstu fyrir að Ijúga," sagði litla tröllið. Jón stóð á fætur, en fékk þegar annað högg. Var högg- ið svo mikið, að hann féll á stein- gólfið. „Og þetta fékkstu fyrir að stela," sagði tröllastrákurinn. Jón reis á fætur og hreytti úr sér óþvegnum orðum. „Og þetta færðu fyrir illyrði þín." Að þessu sinni fékk Jón kinnhest svo mikinn, að hann hentist út í hom, en gullkjúlan valt úr vasa hans. Klukku var hringt inni i fjallinu. Litlu tröllin tóku saman kúlur sínar og létu þær á hillu. Jón og Óli stóðu kyrrir og lituðust um. Svo spurðu þeir um það, hvort ekki skyldi haldið áfram að leika sér. „Heyrðuð þið ekki hringinguna?" spurði eitt litla bamið. „Við eigum að moka snjó. Takið rekur og kom- ið með okkur.“ „Mokið þið; ég nenni því ekki," sagði Óli. En hann hefði átt að þegja, þvi tröllastrákurinn, sem sagði þeim að moka, barði hann bylmingshögg, svo hann datt á hausinn út í snjóskafl. „Þetta fékkstu fyrir letina," mælti tröllastrákurinn. Bæði Jón og Óli vildu vera lausir við að moka, en þeim var farið að skiljast það, að hjá tröllakónginum urðu menn að hlýða. Og í tvo tíma mokuðu þeir. En að þeim liðnum vom þeir með lúa- verki í öllum kroppnum. Svo kom kvöldið. Tröllabömin af- klæddust, og gengu vel frá fötum sínum. — —- Bræðumir dvöldu nú hjá tröllunum nokkum tíma. Kvöld eitt sagði Jón við Óla, er þeir vom hátt- aðir: „Það er skrítið, að menn líkja óþægum bömum við tröll. Mér virð- ast tröllabömin miklu betri og dug- legri en við." „Ég er á sama máli," svaraði Óli og þeir þögðu drykklanga stund. Þá mælti Jón: „Við vomm óþægir heima." „Já," sagði Óli. „Þegar við kom- um heim aftur, verðum við betri." Tröllakóngurinn hafði komið inn, án þess drengimir veittu því athygli Tröllið hafði heyrt hvað þeir sögðu. „Jæja, strákar, fáið þið nú mikl- ar barsmiðar hjá bömunum héma?" Báðir drengimir svömðu: „Nei, nú emm við ekki barðir. Ekki frá því er við hættum að hegða okkur illa. En í fyrstu áttum við ekki sjö dagana sæla." „Eg er að fara í ferðalag," sagði tröllið. „Að líkindum fer ég nálægt heimili ykkar. „Berðu pabba og mömmu kveðju okkar," sagði Jón. „Og segðu, að við séum orðnir góð- ir drengir," mælti Óli. „En viljið þið ekki kóma með mér og segja þeim það sjálfir?" sagði tröllakóngurinn og hló. Og strákamir klæddust í skyndi. Þeir kvöddu litlu tröllin og þökkuðu þeim fyrir samvemna. Svo lét stórtröllið þá í vasann og gekk áleiðis til mannabyggða. Eidspýtnaþraut. Raðið 15 eldspýtum þannig, að fram komi 8 jafnstórir ferhymingar. Lausn á bls. 14. Biblíumyndir 1. En á fyrsta degi vikunnar kem- 3. En er kveld var komið, þennan ur María Magdalcna .< nsmma, með-sama fyrsta dag vikunnar, og dyr- an ennþá var dimmt, til grafarinnar.um hafði verið lokað, þar sem læri- og sér að steinninn hefir verið tek-sveinarnir voru, af ótta við Gyðing- inn frá gröfinni. Hún hleypur þá og ana, kom Jesús og stóð mitt á meðal kemur til Símonar Péturs. þeirra og segir við þá: Friður sé. 2. En María stóð hjá gröfinni úti með yður! fyrir grátandi .... Þegar hún snéri 4..........Tómas svaraði og sagði: sér við, sá hún Jesúrn standa þar, Drottinn minn og guð minn! Jesús en hún vissi ekki að það var Jesús. segir við hann: Af því að þú hefir Jesús segir við hana: Kona, hví græt- séð mig, hefir þú trúað; sælir ern ur þú? þeir, sem fekki sáu, og trúðu þó.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.