Vikan


Vikan - 22.01.1948, Blaðsíða 10

Vikan - 22.01.1948, Blaðsíða 10
10 * HEIMILIÐ * Matseðillinn Kálfsbringa í karrýsósu. Kjötið er skorið sundur og soðið í söltuðu vatni. Þegar kjötið er soð- ið meyrt, er soðið síað frá, og er það síðan notað i sósuna. Dálitil sneið af smjöri er brædd og niðurskorinn laukur settur út í. Hveiti er hrært út í og þynnt með soðinu, þangað til sósan er hæfilega þykk. Þá er karryið hrært út í ofurlitlu vatni og síðan hrært saman við sósuna og suð- an látin koma upp á henni. 300 gr. af hrísgrjónum eru soðin í söltuðu vatni. Vatnið er siað frá, þegar grjón- in eru soðin meyr. Þá er köldu vatni helt á grjónin, svo þau aðskilji sig, og síðan eru grjónin aftur síuð frá. Að lokum eru þau látin vera yfir hita, þangað til þau eru sett hringinn í kringum kjötið á fatinu. Sósunni er hellt vel heitri yfir kjötið, sem hefir verið komið smekklega fyrir á miðju fatinu. Sveskjugrautur. % kg. sveskjur, 1% 1. vatn, 250 gr. sykur, tvær kúfaðar mat- skeiðar kartöflumjöl. Sveskjumar eru þvegnar vel, látn- ar standa næturlangt í vatninu og soðnar þangað til þær eru orðnar meyrar. Þá eru þær teknar upp og steinamir teknir úr þeim, látnar í vatnið aftur, ásamt sykrinum og látn- :ar sjóða í 5 mínútur. Síðan er kar- töflumjölsjafningnum hrært út í og suðan látin koma upp. Tilkynning frá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur. Samkvæmt lögum frá 22. þ. m. starfa sjukra- samlögin áfram til ársloka 1948, og taka al- mannatryggingarnar því ekki við sjúkratrygg- ingum á því ári, eins og ráðgert hafði verið. Samkvæmt þessu ber öllum þeim, sem trygg- ingarskyldir eru og búsettir á samlagssvæðinu að greiða mánaðargjöld til Sjúkrasamlags Reykjavíkur, eins og áður, og hafa gjöldin verið ákveðin 15 krónur á mánuði fyrst um sinn frá 1. jan. að telja. Athygli skal vakin á þvi, að vanskil við Sam- lagið varðar missi réttar til sjúkrahjálpar hjá almannatryggingunum, þegar þær taka við. Sjúkrasamlag Reykjavíkur. TÍZKUMYND A Kjóll úr svörtu „crépe“-efní. — Satín-skjuðið er eins og hneppt upp á pilsið, að öðru leyti er kjóllinn alveg sléttur. > Heimagerðir hlutir. Láttu þér vera hlýtt á fótunum. Kauptu þér þykka skiðaleista og flókasóla, farðu i leistana og- stígðu á sólana. Síðan áttu að stinga prjón- um í leistann, þar sem hann á að saumast fastur við sólann. Lérefts- borði er saumaður fastur allt i kring, önnur brún hans við leistann, en hin við sólann. Myndir má sauma til prýðis ofan á rist leistans. Reykingar Eftir G. C Flestir foreldrar óska þess að böm þeirra reyki aldrei, að minnsta kosti ekki á uppvaxtarárunum. Tekst sum- um foreldrum að hafa svo mikil áhrif á böm sin í þessu efni að þau freist- ast ekki til að reykja meðan þau em í skólum og jafnvel venja sig aldrei á það á ævinni. Og þó að foreldrar leitist við að koma í veg fyrir reykingar barna sinna, tekst þeim það ekki nærri allt- af, hvort sem þau beita góðu eða illu, en sú árangurslausa viðleitni þeirra verður þá oft til þess eins að spilla heimilisfriðnum og fjöl- skyldulífinu. Móðir skrifar mér á þessa leið: Ég og maðurinn minn höfum kom- izt að, að 13 ára sonur okkar reykir með félögum sínum, þegar hann sér sér færi á. Ég hefi talað alvarlega um þetta við hann í mesta bróðemi, og sýnt honum fram á skaðaemi reykinganna og beðið hann að forðast þær þar til hann væri búinn í menntaskólan- um. Hann svaraði mér engu og talið féll niður. Síðar sagði ég við hann, að ef ég gmnaði hann aftur um reyk- ingar, skyldi hann fá svo duglega ráðningu, að hann myndi iðrast ó- hlýðni sinnar. Nú langar mig til að spyrja yður, hvaða ráðningu hann ætti þá skilið. Ég hefi þungar á- hyggjur út af þessu. Gefið mér ráð." Hegning hefir engan árangnr. Ég svaraði bréfinu á þennan hátt: „Það er gáfulegt af yður að óska VIKAJtf, nr. 4, 1948 HÚSRÁÐ Oft kemur það fyrir, að óvitar kríta á veggfóður með olíukrít. Mjög erfitt er að ná slíkum krítarstrikum af, en með ítrekuðum tilraunum má lýsa þau þannig, að þau verði næstum ó- sýnileg. Vættu mjúkan klút í kol- tetraklórid og þrýstu honum á strik- ið, en varastu að nudda. Ef strikið lætur sig ekki alveg við þetta, þá skaltu blanda svolitlu af þurm hreins- unardufti (Dry Clean) saman við kol-tetraklórid, bera síðan leðjuna á strikið, láta hana þorna, og bursta svo duftið af á eftir. Sérfræðingar ráðleggja mönnum nú orðið frá því að bera feiti á köku- pönnuna. Rök þeirra em .þau, að kökur, sem feiti er í, þurfi ekki að baka á feitugri pönnu. Einnig sé ó- þarfi, og jafnvel verra, að baka feitis lausaf kökur á fei^ugri pönnu. Við þann hita, sem kökur era bakaðar við, brennur feitiir, svo að erfitt er að ná henni af pönnunni á eftir. Ekki hefur reynzt neitt verra að ná kökunum óskemmdum af pönnunni, þó að engin feiti væri á henni, og bragðmunur hefir heldur ekki orðið neinn. unglinga L Myers. þess, að sonur yðar reyki ekki með- an hann er svona ungur, en þér farið ekki rétt að honum. Þér segizt hafa hótað honum ráðningu, ef þér gmn- uðuð hann aftur um reykingar. Hegn- ið honum ekki, aðeins sökum þess að þér gmnið hann um óhlýðni, það er ekki rétt. Og þó að þér kæmuð jafn- vel að honum með sígarettu, hefði það enga þýðingu að gefa honum ráðningu, því að við það færi hann bara á bak við yður og að reykja í laumi, hvenær, sem hann sæi sér færi. Ef hann langar til að reykja og lætur eftir þeirri löngun sinni, er ekk- ert auðveldara fyrir hann en að leyna yður þvi. Blekkingar og svik við for- eldrana em miklu skaðlegri sálu hans en nikótínið likamanum. Talið við son yðar aftur og segið honum að þér skiljið vel þessa bar- áttu hans við reykingamar. Verið hvorki æstar né reiðar og hafið aldrei í hótunum við hann. Reynið jafnvel ekki að taka af honum loforð um að hætta þessu. Hann veit vilja yðar í þessu efni og ef hann getur, fer hann eftir honum. Ef hann hefir eitthvert vit á að fara með peninga, mun honum brátt verða ljós fjárhagsleg hlið málsins og það getur einnig hjálpað honum. En framar öllu öðm verðið þér að vera honum góðar og nærgætnar og vinna trúnað hans og traust. Þannig emð þér líklegastar til að hjálpa honum yfir örðugasta hjallann, hvað nikó- tínnautnina snertir.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.