Vikan


Vikan - 22.01.1948, Blaðsíða 12

Vikan - 22.01.1948, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 4, 1948 Dr. Leidner hefir fylgzt með hverri hreyfingu hennar og les út úr svipbrigðum hennar, að hún hefur komizt að sannleikanum. Hann bíður ekki boðanna. Næstu nótt tekur hann vatnsglas henn- ar frá henni og setur glas með saltsýru á borðið í staðinn. Þetta geri hann til þess að hún komi ekki upp um hann og jafnframt til þess að vekja grun á því, að hún hafi myrt frú Leidner og sið- an framið sjálfsmorð. Til þess að gera þetta enn sennilegra, setur hann kvamarsteininn undir rúm ungfrú Johnsons. Það er því engin furða, þótt ungfrú Johnson hafi reynt í dauðateygjunum að skýra frá því, sem hún hafði orðið að kaupa svo dýru verði að komast að. ‘Giugginn .... glugginn’, sagði hún og vildi með því gefa til kynna, að frú Leidner hafi verið myrt á þann hátt, sem nú hefur verið lýst, en morðinginn hafi ekki komið inn um dym- ar, eins og hún hafði áður gefið ungfrú Leather- an í skyn, til þess að villa henni sýn. Þá hefi ég lokið við að skýra þetta fyrir ykkur. Með þessari skýringu á gangi málsins kemur hvert atriði heim við annað — hvert smáatvik verður skiljanlegt og eðlilegt. En ég hef engar sannanir fyrir því, að þannig hafi þetta í raun og veru verið. Alls engar sann- anir . ... “ Lengi eftir að Poirot hafði lokið máli sínu ríkti alger þögn í stofunni. Dr. Leidner hafði setið álútur og litið niður fyrir fætur sér allan tímann meðan Poirot tal- aði. Hann var þreytulegur og tekinn og virtist mörgúm ámm eldri en fyrir nokkrum dögum, Að iokum reisti hann sig litið eitt upp, horfði eins og í leiðslu á Poirot og sagði lágt og hægt: „Nei,“ sagði hann, „þér hafið engar sannanir. En það skiptir heldur engu máli .... þér vissuð, að ég mundi ekki neita sannleikanum .... ég hefi aldrei neitað honum .... Mér finnst næstum eins og ég sé feginn .... Ég er svo þreyttur . .. ." Eftir nokkra stund bætti hann við: „Mér leiðist J)etta með önnu. Það var ljótt og illa gert, en það var í rauninni ekki ég, sem það gerði. Og hún þjáðist svo mikið, þessi góða og göfuga sál. Nei, það var ekki ég, áem myrti hana .... það var hræðslan . .. . “ Það var eins og vottaði fyrir brosi á vömm dr. Leidners, þegar hann sagði að lokum við Poirot: „Þér munduð hafa orðið góður fomfræðingúr, herra Poirot, ef þér 'hefðuð lagt það fyrir yður. Þér hafið góða hæfileika til að sjá, hvemig liðnir atburðir hafa gerst. Þetta var allt mjög svipað því eins og þér sögðuð. Eg elskaði Lovísu og ég myrti hana .... Ef þér hefðuð þekkt Lovísu, þá munduð þér án efa hafa skilið mig .... já, ég held þér skiljið þetta reyndar samt sem áður . .. . “ 29. KAFLI. Það þarf í rauninni ekki að segja þessa sögu lengri. Þeim tókst að handsama ,,séra“ Lavigny og félaga hans, þegar þeir vom að stíga á skips- fjöl í Beyrouth. Sheila Reilly giptist Davíð Emmott. Ég býst við, að þar hafi hún verið heppin. Hann veit hvað hann viU, drengurinn sá, og heldur fastar í taumana en veslings Bill Coleman mundi hafa gert. Hann mundi aldrei hafa orðið annað en húsköttur á heimilinu hjá henni. Ég hefi aldrei farið til Austurlanda aftur. En þótt einkennilegt sé, þá hefir mig oft langað til að fara þangað aftur. Ég er komin á þá skoð- un, að óhreinindin séu ekki eins óholl og fólk vill vera láta! Dr. Reilly heimsækir mig venjulega, þegar hann er á ferð hér í Englandi. Það var hann, eins og ég sagði í upphafi, sem fékk mig til að hripa þessa frásögn niður. Um leið og ég fékk honum handritið sagði ég við hann: „Þá er ég nú búin að skrifa þetta og þér megið henda handritinu eða halda því til haga, hvort heldur þér viljið. Ég veit, að það em margar málfræðivillur í handritinu og stíllinn er ekki sem beztur -— en þarna hafið þér það!“ Og hann tók við því. Mikið mundi ég verða undrandi, ef það birtist einhvem tíma á prenti. Herra Poirot fór strax heim, þegar málinu var lokið. Ég hefi frétt, að hann hafi átt við mörg mál síðan og jafnan gengið vel. Hann er slung- inn, karlinn sá, en bág*t á ég með að fyrirgefa honum, hvað hann stríddi mér á meðan á rann- «sókn málsins stóð. Hann þóttist halda að ég væri alls engin1 hjúkmnarkona og ég ætti ein- hvern þátt í morðinu — og ég veit ekki hvað! Þannig em oft þeir, sem yfir mann em settir, til dæmis læknamir. Þeir gera að gamni sínu á kostnað manns og taka ekkert tillit til tilfinn- inga manns sjálfs! Mér hefir oft orðið hugsað um frú Leidner og velt því fyrir mér, hvemig hún var í raun og vem .... Stundum finnst mér hún hafa verið vond og miskunnarlaus kona -— en svo minnist ég þess, hve góð og prúð hún var gagnvart mér og hve rödd hennar var silkimjúk og hrein — og hve hárið á henni var fallegt og allt það — og þá finnst mér eins og ég ætti frekar að vorkenna henni en álasa. Ég get heldur aldrei annað en vorkennt dr. Leidner. Að vísu veit ég, að hann framdi tvö morð, en samt sem áður get ég aðeins kennt í brjósti um hann. Hann var svo hrifinn af Lovísu sinni. Það er hræðilegt að láta sér þykja svona innilega vænt um nokkum. Það er nú einhvem veginn þannig, að eftir því sem ég eldist og hefi séð meira af sorg manna, áhyggjum og þjáningum, þvi meir vorkenni ég fólkinu og reyni að bera í bætifláka fyrir það. Ég hefi stundum furðað mig á því, hvað orðið hefir af öllum góðu siðunum og kennisetningun- lun, sem hún frænka mín kenndi mér, þegar ég var lítil. Hún var svo ströng og trúuð. Hún þekkti alla nágrannana og vissi um bresti þeirra og gat haft þá yfir afturábak og áfram .... Jæja, þetta hefir þá reynzt rétt, sem dr. Reilly sagði: Það er eins erfitt að hætta að skrifa og að byrja á því. Ég vildi, að ég myndi eftir einhverri góðri setningu til að enda mál mitt með. Ég er helzt að hugsa um að biðja dr. Reilly að kenna mér einhverja setningu á arabisku og ljúka frá- sögninni með henni. Það mætti vera svipuð setn- ing og herra Poirot notaði í upphafi frásagnar sinnar. 1 nafni Allah, hins miskunnsama, hms samúðarfulla .... Já, eitthvað svipað þessu. — ENDIR. — Blessað barniðl Teikning eftir George McManua. Ókunnugur strákur: Halló, lagsi! Hvað heitirðu? Pappinn: Heyrðirðu þetta? Ég trúi varla mínum eigin eyrum! Mamman: Hvort ég heyrði! Elsku litli angin okkar er farinn að tala! Mamman: Segðu það aftur — bara einu sinni, mömmu! * Pabbinn: Já, gerðu það, Lilli. Pabbi heyrði þig fyrir Pabbinn: Segðu það aftur — bara einu sinni, fyrir pabba: „Halló, lagsi! Hvað tala! heitirðu?" —■ Bara einu sinni! Mamman (í hjónaherberginu): Komdu nú í rúmið, elskan, það er komin nótt; þú getur vakið Lilla. Pahbinn: Hann vaknar kannske og segir það aftur. Ég ætla að bíða svolitla stund ennþá.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.