Vikan - 22.01.1948, Blaðsíða 6
6
VIKAN, nr. 4, 1948
það ekki, fer ég á morgun, og þú munt aldrei
framar sjá mig.“
Hann dró signethring af fingri sér. Hringurinn
var ekki sérlega fallegur — en það var grafið
á hann skjaldarmerki. Anthony dró hringinn á
fingur hennar og þrýsti henni svo fast að sér.
„Við giftum okkur — og það strax á morgun.“
Hún hvorki játaði því né neitaði. Hann sleppti
henni og hún hljóp upp stigann og upp á loft.
Anthony gat ekki betur heyrt en að hún væri
snöktandi. Hann settist brosandi á legubekkinn
og fékk sér vindling.
„Hvemig skyldi henni verða við, þegar hún
heyrir sannleikann," hugsaði harm.
Cherry stóð fyrir framan spegilinn í herbergi
sínu og starði á spegilmynd sína.
Varð hún ekki að segja honum hver hún var.
Nei, hún gat það ekki. Hún óskaði þess að Boycie
væri hjá henni. Boycie myndi aldrei leyfa henni
að gera nein heimskupör, en góða gamla Boycie
var í þúsund míina fjarlægð og náði engan
veginn til hennar og hafði enga hugmynd um
hvemig henni leið.
Cherry kom seint að morgunverðarborðinu dag-
inn eftir og hitt fólkið hafði næstum því iokið
við að borða. Hún fann tií feimni, þegar hún
kom inn, en það hafði ekki komið fyrir hana siðan
hún var smástelpa. Hún var hrædd við að lita
á Samúel. Það var glaðasólskin í stofunni, það var
hætt að snjóa en alls staðar kafsnjór, þegar
litið vaf út um gluggann.
„Jæja,“ sagði Samúel og stóð á fætur. „Ég
var að segja húsbóndanum og húsmóðurinni að
við færum í dag, Sara. En ég hefi ekki enn þá
sagt þeim hvers vegna.“
„Bíddu,“ stamaði Cherry, „ég á við að ég
kannske —.“
Hann gaf henni ekki tima til að breyta um
skoðun.
„Við ætlum að gifta okkur,“ sagði hann svo
bláttáfram.
„Þetta gmnaði mig/‘ sagði frú Simpson, en
ungfrú Hambridge þaut á fætur til að faðma
Cherry að sér. Cherry reyndi að losa sig úr faðm-
lögunum og muldraði eitthvað. Hall horfði vin-
gjamlega á þau.
„Hvenær?" spurði ungfrú Hambritíge. „Ó, þetta
er næstum því eins og í ævintýrunum.“
Mitty Simpson krosslagði hendumar undir
svuntunni og bað þjónustustúlkuna að sækja
meira af nýlöguðu kaffi.
1. Maggi: Heyrðu, Raggi, iáttu Surt koma í
símann. Hrefna vill fá að tala við hann.
Raggi: Já, vertu bless, við sjáumst úti á velli.
„Ég hefi alltaf verið mótfallin því að skyld-
menni giftust,“ sagði Mitty með vanþókmm.
„Við emm aðeins fjarskyld," sagði Anthony.
„Við villtum ykkur dálítið sýn, þér skiljið," flýtti
hann sér að bæta við. „Við höfum verið trúlofuð
— lengi. En svo urðum við ósátt eins og gengur
og gerist og ég fór hingað og Sara —.“
Augu Cherry leiftmðu af reiði. En hvað þetta
var honum líkt. Að segja að hún hefði þotið
hingað á eftir honum til að biðja fyrirgefningar
á því, sem hafði aldrei átt sér stað.
„Við viljum að þið verðið öll viðstödd hjóna-
vigsluna. Hún á að fara fram í Plymouth í dag.
Síðan höldum við Sara héðan —.“
Hann hafði velt þessu mjög fyrir sér. Simp-
son-bóndabýlið var ekki heppilegur staður fyrir
þau til að eyða hveitibrauðsdögunum á. Það yrði
ekki skemmtilegt að vera alltaf í návist ungfrú
Hambridge, sem sífellt var að fá taugaáföll, og
hitt fólkið var engan veginn ákjósanlegur félags-
skapur.
„Þið getið ekki látið gefa ykkur saman í dag,“
sagði frú Simpson og Cherry vissi ekki, hvort
hún átti fremur að hlæja en gráta við þessi orð.
„Það er föst venja hér í New Hampshire að sækja
um hjúskaparleyfi fimm dögum fyrir hjónavígsl-
una.“
Fimm dögum!
„Ég sótti um leyfi fyrir fimm dögum,“ svaraði
Anthony þurrlega.
„Jæja,“ svaraði frúin og leit á fölt andlit Cherry.
„En hvað hugsum við, kaffið verður kalt. Þetta
var nú annars óvænt frétt,“ andvarpaði hún utan
við sig.
Skömmu seinna fóru allir og Cherry og Anthony
urðu tvö ein eftir. Cherry drakk kaffið. Þjón-
ustustúlkan var á vakki í eldhúsinu og lét hurð-
ina standa í hálfa gátt. Hún ætlaði sér ekki
að missa af neinu.
„Þú varst þá svona sigurviss,“ sagði Cherry.
„Já, það var ég og vissi einnig hvað ég vildi.
Þú getur ekki brugðist mér úr því sem komið
er!“ Hann lagði hendumar utan um hendur
hennar.
Þau voru gefin saman sama dag á prestssetri
einu í Plymouth. Simpson-hjónin vom vottar.
Ungfrú Hambridge grét undir allri athöfninni
og jafnvel Hill virtist vera í geðshræringu. Og
allir kysstu brúðurina að vígslunni lokinni.
Leyfisbréfið var gott og gilt og á því stóðu
nöfnin Samúel Smith og Sara Brown.
2. Maggi: Komdu, Hrefna. Surtur vill tala við
Þig'-'
3. Raggi: Hrefna vill tala við þig, Surtur!
Ungu hjónin vom neydd til að aka heim með
Simpson-hjónunum og borða kvöldverð sem gest-
ir þeirra. Anthony hafði greitt reikninga þeirra.
„Ég á að borga þína reikninga núna,“ sagði hann
við Cherry, þegar hún var að reyna að mótmæla,
en hún brosti við umhugsunina, hvemig honum
yrði við þegar hann sæi suma þeirra. Hann hafði,
veslingurinn, kanpske ekki mikil peningaráð!
Það höfðu skáld venjulega ekki •— hún hafði
aldrei spurt hann um hvað hann skrifaði —
hún gæti kannske komið honum að hjá kvik-
myndafélaginu.
Þegar henni datt í hug kvikmyndafélagið brá
henni illilega, hún náfölnaði og henni fannst ætla
að líða yfir sig. Hún hafði alveg gleymt nýja
samningnum, sem hún hafði gert. Þar var sett
það skilyrði að hún yrði ógift. Þetta gerði í
rauninni ekki svo mikið til, ef Lucy og Boycie
— ó, þær máttu ekki komast að því. Hún ætlaði
að segja Anthony sannleikann á morgun — en
fyrr ekki.
Á morgun segði hún honum hver hún væri
og fengi hann til að halda hjúskap þeirra leynd-
um, þar til hún hefði talað við ömmu sína, nei,
fyrst yrði hún að leita ráða hjá Boycie.
„Hvað er að þér?“ spurði Anthony skyndi-
lega.
„Ekkert. Ég er víst orðin þreytt,“ sagði hún
og reyridi áð brosa.
Þau óku til bæjarins klukkan tíu. Hank fylgdi
þeim á hótel, þar sem þau skrifuðu í gestabókina:
„Samúel Smith og frú. Það var fátt manna í
anddyrinu. En maður nokkur, sem heyrði hlátur-
inn í Cherry, þegar hún gekk frá afgreiðsluborð-
inu, horfði forvitnislega á eftir henni og settist
svo aftur og horfði með hrukkað enni lengi á
öskubakkann fyrir framan sig. Síðan gekk hann
að borðinu og leit í gestabókina og var sifellt
þessi furðusvipur á andliti hans þegar hann spurði
dyravörðinn nokkurra spurninga.
Anthony hafði tekið á leigu tvö herbergi, sem
lágu saman, en lítið baðherbergl var á milli
þeirra.
„Mér líður eitthvað svo undarlega,“ sagði
Cherry og litaðist um.
„Hvers vegna?" spurði Anthony. Hann var að
opna töskur þeirra. Hann leit upp og endurtók
spuminguna.
„Ég hefi aldrei gift mig áður.“
„Og þetta verður líka í fyrsta og síðasta
skiptið sem þú gerir það.“ Hann kom til hennar
og faðmaði hana að sér. „Já, það skal verða í
fyrsta og síðasta skiptið — ég mun ekki einu
sinni skilja þig eftir sem ekkju — þú fengir ekki
lengi frið sem ekkja. En nú þarf ég að segja
þér —.“
„Þú gerir það í fyrramálið," sagði hún biðjandi.
„Ég þarf einnig að játa margt fyrir þér.“
„Segðu það strax —.“
„Nei.“
Hann kyssti hana og fór inn í næsta herbergi.
„Ég verð i þessu herbergi/ ‘sagði hann. „Mér
fellur það betur í geð.“
Han skildi dyrnar eftir opnar í hálfa gátt.
9. KAFLI.
Cherry lokaði hurðinni næstum alveg. Hún lit-
aðist um í hótelherberginu, hristi svo andvarp-
andi höfuðið, en brosti svo. Hún hafði aldrei
hugsað neitt um hjónabandið. Hún hafði talið það
víst að einhvem tíma myndi hún gifta sig og
þá hafði hún ýmist hugsað um sjálfa sig sem
hvítklædda, blómumskreytta brúður, sem gekk
eftir hljómfalli orgeltónanna upp að altarinu með
heila halarófu af brijðarmeyjum á eftir sér eða
þá að hún ásamt mannsefninu myndi strjúka
leynilega með flugvél til Mexico og eyða hveiti-
brauðsdögunum þar. 1 báðum tilfellum væri allt
gert samkvæmt vilja og ráði Lucy van Suden.
En hún hafði aldrei gert sér ljóst hvemig hinn
tilvonandi eiginmaður ætti að líta út og vera. Og
fram að þessu hafði hún aldrei orðið alvarlega,
ástfangin, en núna —.
MAGGI
OG
RAGGI
Teikning eftir
Wally Bishop.