Vikan - 08.04.1948, Side 6
6
VIKAN, nr. 15, 1948
ákveðið hafði verið, og færði honum rakvatn,
og klukkan átta lét hún morgunverðinn inn í
dagstofuna. Hún fór svo inn í herbergi bakatil í
húsinu til að sinna húsverkum, og þegar hún kom
inn í dagstofuna aftur 20 mínútur yfir átta, hafði
Waters lokið við að narta í morgunverðinn og
var farinn.
Tvennt annað er athyglisvert. I fyrsta lagi fór
Waters — í orði kveðnu til að sjá sýningu í
Glasgow — í gamalli peysu, gráum pokabuxum,
tennisskóm og gömlum rykfrakka. Og í öðru lagi
tók hann með sér reiðhjólið sitt.“
„Ha?“ sagði Wimsey.
„Hann tók reiðhjólið sitt með sér, eða nánar
tiltekið, hjólið, sem stendur venjulega innan við
forstofudymar, var þar á mánudagskvöldið, en
var horfið um morguninn. Álitið er, að Waters
hafi tekið það.“
„Drottinn minn dýri!“
„Hvað álítið þér um þetta?“ spurði lögreglu-
stjórinn.
„Það, sem þér viljið að ég álítið um þetta,“
sagði Wimsey hægt, „er, að maðurinn úti á
götunni hafi verið Campbell, sem komið hafi til
að gera upp sakimar við Waters. Að þeir hafi
farið út saman til að berjast. Að hauskúpan á
Campbell hafi brotnað í átökunum. Að Waters
hafi síðan falið líkið einhvers staðar. Að hann
hafi svo farið heim til að allt liti eðlilega út.
Að hann hafi síðan hugsað upp ráð til að fela
likið betur, og að morguninn eftir hafi hann
farið af stað á þeim tíma, sem áður hafði verið
ákveðinn, tekið með sér líkið og hjólið i bil
Campbells og ekið upp til Minnoch og komið
öllu þannig fyrir, að svo liti út, sem slys hefði
orðið.“
„Getið þér dregið nokkra aðra ályktun?"
„jÉg gæti dregið fimmtiu aðrar ályktanir," sagði
Wimsey, „en — ég skal játa, að þetta fellur allt
ákaflega vel saman. Nema ef til vill að einu
leyti."
„Já, það datt mér líka í hug. Hvað gerði hann
við líkið frá þvi um miðnætti til klukkan átta
um morguninn?"
„Nei,“ sagði Wimsey. „Nei, ég sé enga erfið-
leika á því. Hann þurfti ekki annað en láta líkið
í bilinn og aka honum yfir að vinnustofunni sinni.
Þar er stórt opið svæði, sem fólk geymir oft bila
sina og vagna, og enginn mundi skipta sér af
gömlum bil með einhverju hrúgaldi í undir teppi.
Nei, það er ekki það, sem ég er að hugsa um.“
„Hvað þá?“
„Ef allt þetta er satt, hvar er þá Waters? Hann
hefði átt að koma hér í gær til þess að sýna sak-
leysi sitt. Til hvers væri öll þessi fyrirhöfn uppi
við Minnoch, ef hann vekti svo á sér grun með
því að hlaupast á brott?"
„Ef til vill hefir honum ekki litist á blikuna,
þegar til kom, og auk þess má segja það sama
um alla hina, nema Strachan og ef til vill Fergu-
son.“
„Það er rétt. Jæja, lögreglustjóri, ég er hrædd-
ur um, að þér verðið að láta hefja leit að
Waters."
„Eg býst við þvi. Teljið þér, að við þurfum að
blanda Scotland Yard í þetta?"
„Þér þurfið að fá hjálp til að leita uppi þessa
menn úti um allt land. Það er ómögulegt að
segja, hvar þeir eru. En mér er enn nær að halda,
að málið sé þess eðlis, að þeir, sem eru kunnugir
staðháttum hér, muni reynast beztir til að leysa
það. Annars er það ekki mitt að segja um slikt,
eins og þér vitið."
„Auðvitað ekki, en ég vildi helzt, að við gætum
leyst úr þessu sjálfir. Macpherson er duglegur, og
það er Dalziel lika.“
„Vel á minnst," sagði Wimsey, „hvað um
unga manninn, sem tekinn var í Stranraer?"
Sir Maxwell stundi.
„Tóm vitleysa. Hann reyndist vera saklaus ferða-
maður, starfsmaður hjá vefnaðarverksmiðju í
Lame. Hann virðist hafa fengið leyfi til að heim-
sækja fólk sitt, sem bjó á einhverjum sveita-
bæ í nánd við Pinwherry. Svo virðist sem hann
hafi verið að skemmta sér á mánudagskvöldið.
Undir eins og hann kom til sjálfs sín á þriðju-
daginn, rauk hann af stað til stöðvarinar í von
um að geta komizt til baka seinni hluta dags-
ins, en hann hafði mislesið áætlunina og uppgötv-
aði, að engin bátsferð var fyrr en klukkan sjö
um kvöldið."
„Og auðvitað hefir hann misst af morgun-
bátnum."
„Einmitt. Upphaflega hafði hann auðvitað ætl-
að að ná honum, en hann varð of seinn. En úr
því hann var kominn til Stranraer, taldi hann
ástæðulaust að snúa aftur og ákvað að bíða.
þangað til á miðvikudagsmorgun, og fara þá með
bátnum klukkan 6,10. Þetta varð til þess, að
hann var tekinn um borð í morgunbátinn. Dalziel
hefir unnið af kappi í allan dag, gert boð fyrir
fjölskyldu hans, stöðvarstjórann í Pinwherry og
fólk frá Lame, og árangurinn varð sá, að saga
hans reyndist sönn, og að hann er ekki sekur um
annað en að hafa verið of dmkkinn til að komast
til vinnu á máudagskvöld. Mannskrattinn! Hann
er búinn að eyða heilum degi fyrir bezta mann-
inum okkar, án þess að við séum nokkm nær.
Eg vona bara, að hann verði rekinn."
„Verið ekki svona hefnigjam," sagði Wimsey.
„Ekki gat manngreyið gert að þessu. Handtakan
hefir orðið honum næg refsing."
Það rumdi í lögreglustjóranum.
„Em nokkrar nýjar fréttir af manninum með
reiðhjólið, sem fór með lestinni frá Girvan?"
„Nei, nema að athugað hefir verið með miðana
og leiddi það í ljós, að maðurinn hafði farið til
Ayr.“
„En hvað um hjólið?"
„Miðinn fyrir hjólið virðist líka hafa verið af-
hentur, þó að við höfum ekki getað sannrejmt það
fyllilega. Það hefði verið auðveldara, ef við hefð-
um vitað, hvemig hjólið var.“
„Já. Það væri ekki svo vitlaust að reyna að
fá nákvæma lýsingu á því. Frú McLeod ætti að
vita, hvemig hjól Waters er. Ég er viss um, að
Andy gæti lýst hverri smáskrúfu á sínu hjóh.
Blessað
barniðl
Teikning eftir
George McManus.
Mamman: Þú verður of seinn í vinnuna, elskan min. Þú hefir
komið of seint á hverjum degi alla þessa viku. Ætlarðu ekki að fara
að flýta þér? Þú verður að hætta að leika við Lilla.
Pabbinn: Ég hringi til vinar míns í skrifstofunni og bið hann að
segja húsbóndanum, að ég sé veikur og komi ekki í dag.
Lilli: Go-da.
Skrifstofumaðurinn: Já, hann hringdi og bað mig
að skila því til yðar, að hann væri veikur og kæmi
ekki í dag.
Forstjórinn: Það hefðu verið góðar fréttir, ef þér
hefðuð átt að skila því, að hann kæmi aldrei fram-
ar hingað! En meðal annarra orða, viljið þér hringja
í forstöðumann garðsins og segja honum, að ég komi
þangað eftir klukkutima.
Pabbinn: Nú skulum við koma í garðinn, Lihi,
og sigla fallega bátnum. Komdu, litli sjómaður.
Lilli: Da-da-da!
Pabbinn: Þama er tjömin, nú verður gaman,
Lilli.
Lilli: Go.
Lilli: Da!
Pabbinn: Ó, æ, emð það þér, forstjóri ?
Forstjórinn: Svo að þér hafið ekki komið í skrif-
stofuna, af því að þér emð sjóveikur!